Óæskilegir jarðeigendur Gunnlaugur Stefánsson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. Þetta er athyglisvert, því Íslendingum hefur þótt sjálfsagt, sérstaklega hin síðari ár, að kaupa fasteignir í útlöndum. Enga umræðu hef ég orðið var við að banna það vegna þjóðernis okkar eða umhyggju vegna yfirgangs í garð þarlendra. Lífeyrissjóðir ávaxta umtalsverða fjármuni í útlöndum og eignast fasteignir þar. Íslenskir auðrisar fóru hamförum í alls konar fasteignakaupum í útlöndum fyrir hrun, og þjóðin dáðist að útrásinni samkvæmt frásögnum fjölmiðla. Nú flykkist íslenskur almenningur til að kaupa fasteignir í útlöndum, sérstaklega þar sem sólin skín og verðlag á nauðsynjavörum er lágt. Þá eru Íslendingar víða stórtækir í atvinnurekstri erlendis. Stafar ógn af íslenskum fasteignaviðskiptum í útlöndum? En gildir annað um útlendinga á Íslandi og kannski enn frekar ef einstaklingur er öðruvísi, t.d. svartur, skáeygður eða gyðingur sem þótti óæskilegt fólk til búsetu í landinu fyrr á árum? Nú er verst, ef útlendingur er auðrisi og þykir stórhættulegt. Hvað liggur að baki, minnimáttarkennd, öfund, ótti, fordómar eða söguleg reynsla? Hvaða munur er á íslenskum eða útlenskum auðrisa? Ég hef búið á jörð í 32 ár í nágrenni við Íslendinga og útlendinga. Aldrei hef ég orðið var við mun í samskiptum með fólki í ljósi þjóðernis. Sömuleiðis þekki ég ágætlega til í mörgum sveitum landsins þar sem eignarhald á jörðum er hvort tveggja í höndum Íslendinga og útlendinga og virðist mér þjóðerni eignarhaldsins engu ráða um það hvernig nýtingu og umgengni er háttað. Þá flytur jarðeigandi tæpast jörðina með sér á milli staða og ekki heldur úr landinu. Sama gildir um árnar, vötnin og fiskinn í þeim. Hvorki fiskur eða vatn spyr um eignarhaldið á sér, heldur að njóta sjálfbærni og verndar með skynsamlegri nýtingu. Skiptir þá máli hvernig eigandinn lítur út eða þjóðernið, ef vel er að verki staðið? Nú eru stærstu jarðeigendur landsins Ríkið, Þjóðkirkjan og bankarnir,- og með lögheimili í Reykjavík. Landsbankinn hefur t.d. fylgt þeirri stefnu að hafa jarðir sínar frekar í eyði en að leigja til búskapar. Hér skiptir mestu hvernig staðið er að ráðstöfun og umhirðu eignanna. Gildir ekki sama um útlendinga? Í sjókvíaeldinu blasir annar veruleiki við. Þar eru útlenskir auðrisar að fjárfesta ókeypis í íslenskum sjó og stefna umhverfi og villtum laxastofnum í voða, auk þess er einfalt að flytja kvíarnar, tækin og tólin bótalaust úr landinu á svipstundu. Eftir standa byggðirnar með opin sár. Frelsið er Íslendingum kært og nýtum vel. Við ferðumst mest allra þjóða og finnst sjálfsagt að vera velkomin í öllum heimsins byggðum og fá að njóta þess sem þar er í boði. Auk þess ráðast lífskjör okkar af viðskiptum við útlönd. Víst erum við fámenn þjóð á eyju með viðkvæmt náttúrufar og verðum að vernda fyrir ágengni. En merkir það, að við gerum öðruvísi kröfur til útlendinga en við gerum til okkar sjálfra eða viljum að þeir geri til okkar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skoðun Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. Þetta er athyglisvert, því Íslendingum hefur þótt sjálfsagt, sérstaklega hin síðari ár, að kaupa fasteignir í útlöndum. Enga umræðu hef ég orðið var við að banna það vegna þjóðernis okkar eða umhyggju vegna yfirgangs í garð þarlendra. Lífeyrissjóðir ávaxta umtalsverða fjármuni í útlöndum og eignast fasteignir þar. Íslenskir auðrisar fóru hamförum í alls konar fasteignakaupum í útlöndum fyrir hrun, og þjóðin dáðist að útrásinni samkvæmt frásögnum fjölmiðla. Nú flykkist íslenskur almenningur til að kaupa fasteignir í útlöndum, sérstaklega þar sem sólin skín og verðlag á nauðsynjavörum er lágt. Þá eru Íslendingar víða stórtækir í atvinnurekstri erlendis. Stafar ógn af íslenskum fasteignaviðskiptum í útlöndum? En gildir annað um útlendinga á Íslandi og kannski enn frekar ef einstaklingur er öðruvísi, t.d. svartur, skáeygður eða gyðingur sem þótti óæskilegt fólk til búsetu í landinu fyrr á árum? Nú er verst, ef útlendingur er auðrisi og þykir stórhættulegt. Hvað liggur að baki, minnimáttarkennd, öfund, ótti, fordómar eða söguleg reynsla? Hvaða munur er á íslenskum eða útlenskum auðrisa? Ég hef búið á jörð í 32 ár í nágrenni við Íslendinga og útlendinga. Aldrei hef ég orðið var við mun í samskiptum með fólki í ljósi þjóðernis. Sömuleiðis þekki ég ágætlega til í mörgum sveitum landsins þar sem eignarhald á jörðum er hvort tveggja í höndum Íslendinga og útlendinga og virðist mér þjóðerni eignarhaldsins engu ráða um það hvernig nýtingu og umgengni er háttað. Þá flytur jarðeigandi tæpast jörðina með sér á milli staða og ekki heldur úr landinu. Sama gildir um árnar, vötnin og fiskinn í þeim. Hvorki fiskur eða vatn spyr um eignarhaldið á sér, heldur að njóta sjálfbærni og verndar með skynsamlegri nýtingu. Skiptir þá máli hvernig eigandinn lítur út eða þjóðernið, ef vel er að verki staðið? Nú eru stærstu jarðeigendur landsins Ríkið, Þjóðkirkjan og bankarnir,- og með lögheimili í Reykjavík. Landsbankinn hefur t.d. fylgt þeirri stefnu að hafa jarðir sínar frekar í eyði en að leigja til búskapar. Hér skiptir mestu hvernig staðið er að ráðstöfun og umhirðu eignanna. Gildir ekki sama um útlendinga? Í sjókvíaeldinu blasir annar veruleiki við. Þar eru útlenskir auðrisar að fjárfesta ókeypis í íslenskum sjó og stefna umhverfi og villtum laxastofnum í voða, auk þess er einfalt að flytja kvíarnar, tækin og tólin bótalaust úr landinu á svipstundu. Eftir standa byggðirnar með opin sár. Frelsið er Íslendingum kært og nýtum vel. Við ferðumst mest allra þjóða og finnst sjálfsagt að vera velkomin í öllum heimsins byggðum og fá að njóta þess sem þar er í boði. Auk þess ráðast lífskjör okkar af viðskiptum við útlönd. Víst erum við fámenn þjóð á eyju með viðkvæmt náttúrufar og verðum að vernda fyrir ágengni. En merkir það, að við gerum öðruvísi kröfur til útlendinga en við gerum til okkar sjálfra eða viljum að þeir geri til okkar?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun