Meirihluti í G7-ríkjunum telur kynin jafnhæfa leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 18:01 Konur treysta konum almennt frekar til að leiða en karlar í G7-ríkjunum. Vísir/Getty G7-ríkin svonefndu skipta sér í tvo hópa þegar kemur að afstöðu til jafnréttis í leiðtogastöðum í samfélaginu. Ný vísitala sem kennd er við Reykjavík og var kynnt á ráðstefnu í dag sýnir að Bretar, Frakkar, Kanada- og Bandaríkjamenn eru líklegri til þess að telja kynin jafnhæf til að gegn stjórnunarstöðum en Japanir, Þjóðverjar og Ítalir. Reykjavíkurvísitalan um forystu byggist á viðhorfskönnun þar sem tíu þúsund manns í G7-ríkjunum voru spurðir út viðhorf sín varðandi konur í áhrifastöðum í stjórnmálum og viðskiptum. Vísitalan nær frá núll upp í hundrað þar sem efri talan þýðir að samfélagið er algerlega sammála um að körlum og konum sé jafnvel treystandi til að vera við stjórnvölinn á öllum sviðum þess. Fyrir G7-ríkin í heild var vísitalan 66. Í Bretlandi, Frakklandi, Kanada og Bandaríkjunum var hún um og yfir 70 en í hinum ríkjunum þremur var hún öllu lægri. Í Japan var hún 61, Þýskalandi 59 og á Ítalíu 59. Töluverður munur var einnig á afstöðu kynjanna innan hvers ríkis. Almennt voru konur líklegri til að telja kynin jafnhæf en karlar, 67 gegn 61. Sambærilegt misræmi er til staðar í hverju landi fyrir sig og í öllum þeim tuttugu geirum sem spurt var um.Þýskir karlar íhaldssamir Innan við einn af hverjum fjórum þýskum karlmönnum sagðist líða vel með að kona stýrði landinu eða stórfyrirtæki. Það er töluvert lægra en meðaltal G7-ríkjanna þar sem 37% karla töldu konum treystandi til að stýra ríkisstjórn og 40% höfðu trú á þeim til að stýra fyrirtækjum. Þýskar konur voru einnig undir meðaltali G7-ríkjanna. Aðeins 30% sögðust treysta konu til að stjórna landinu borið saman við 48% allra kvenna í G7-ríkjum. Mest jafnræði var á milli afstöðu kynjanna í Bretlandi. Þar telja 78% kvenna kynsystur sínar jafnhæfar til að vera í áhrifastöðum og 75% karla. Af einstökum geirum samfélagsins voru fjölmiðlar og afþreyingariðnaðurinn með hæsta skorið á Reykjavíkurvísitölunni, 80. Það var einnig yfir 75 í ýmsum vísinda-, tækni, verkfræði- og stærfræðitengdum störfum. Alþjóðasamtökin Konur í pólitískri forystu (Women Political Leaders) kynntu Reykjavíkurvísitöluna á heimsþingi kvennleiðtoga í Hörpu í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er stjórnarformaður samtakanna. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
G7-ríkin svonefndu skipta sér í tvo hópa þegar kemur að afstöðu til jafnréttis í leiðtogastöðum í samfélaginu. Ný vísitala sem kennd er við Reykjavík og var kynnt á ráðstefnu í dag sýnir að Bretar, Frakkar, Kanada- og Bandaríkjamenn eru líklegri til þess að telja kynin jafnhæf til að gegn stjórnunarstöðum en Japanir, Þjóðverjar og Ítalir. Reykjavíkurvísitalan um forystu byggist á viðhorfskönnun þar sem tíu þúsund manns í G7-ríkjunum voru spurðir út viðhorf sín varðandi konur í áhrifastöðum í stjórnmálum og viðskiptum. Vísitalan nær frá núll upp í hundrað þar sem efri talan þýðir að samfélagið er algerlega sammála um að körlum og konum sé jafnvel treystandi til að vera við stjórnvölinn á öllum sviðum þess. Fyrir G7-ríkin í heild var vísitalan 66. Í Bretlandi, Frakklandi, Kanada og Bandaríkjunum var hún um og yfir 70 en í hinum ríkjunum þremur var hún öllu lægri. Í Japan var hún 61, Þýskalandi 59 og á Ítalíu 59. Töluverður munur var einnig á afstöðu kynjanna innan hvers ríkis. Almennt voru konur líklegri til að telja kynin jafnhæf en karlar, 67 gegn 61. Sambærilegt misræmi er til staðar í hverju landi fyrir sig og í öllum þeim tuttugu geirum sem spurt var um.Þýskir karlar íhaldssamir Innan við einn af hverjum fjórum þýskum karlmönnum sagðist líða vel með að kona stýrði landinu eða stórfyrirtæki. Það er töluvert lægra en meðaltal G7-ríkjanna þar sem 37% karla töldu konum treystandi til að stýra ríkisstjórn og 40% höfðu trú á þeim til að stýra fyrirtækjum. Þýskar konur voru einnig undir meðaltali G7-ríkjanna. Aðeins 30% sögðust treysta konu til að stjórna landinu borið saman við 48% allra kvenna í G7-ríkjum. Mest jafnræði var á milli afstöðu kynjanna í Bretlandi. Þar telja 78% kvenna kynsystur sínar jafnhæfar til að vera í áhrifastöðum og 75% karla. Af einstökum geirum samfélagsins voru fjölmiðlar og afþreyingariðnaðurinn með hæsta skorið á Reykjavíkurvísitölunni, 80. Það var einnig yfir 75 í ýmsum vísinda-, tækni, verkfræði- og stærfræðitengdum störfum. Alþjóðasamtökin Konur í pólitískri forystu (Women Political Leaders) kynntu Reykjavíkurvísitöluna á heimsþingi kvennleiðtoga í Hörpu í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er stjórnarformaður samtakanna.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira