Um kennaramenntun og leyfisbréf Elna Katrín Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 08:33 Trausti Þorsteinsson ræði í grein sinni á visir.is þann 26. nóvember sl. meðal annars breytingar skólakerfinu, sjálfræðisaldur og innleiðingu fræðsluskyldu á framhaldsskólastigi. Greinin ber þó yfirskriftina Um leyfisbréf kennara og fjallar að hluta til um kennaramenntun, inntak hennar og lög um kennaramenntun. Tilgreint er að með lögum um kennaramenntun frá 2008 hafi kröfur til menntunar kennara aukist en lítið fjallað í greininni um inntak breytinganna. Tæpt er lauslega á afar mikilvægri grein gildandi laga um kennaramenntun með því orðalagi að menn vilji „mýkja skil á milli skólastiga“ en hafi enn ekki komið því í framkvæmd. Greinarhöfundur varpar því fram í inngangi að ágreiningur um hið spánýja menntastefnumál „Eitt leyfisbréf“ snúist um það að sumir telji kennarafræðin gera kennarann að sérfræðingi en aðrir fagreinina eða fagsviðið. Þessari gömlu ofureinföldun var gjarnan slegið fram hér áður fyrr þegar reka skyldi fleyg milli kennara á mismunandi skólastigum eða milli kennaramenntunarstofnana. Gildandi lög um kennaramenntun endurspegla öfugt við ofangreint að kennarar á öllum þremur skólastigunum þurfi bæði öfluga menntun í kennarafræðum og meiri sérhæfingu en eldri lög gerðu kröfu um. Kröfur um sérhæfingu í kennslugreinum eða á fagsviðum aukast á öllum skólastigunum og kröfur um kennslufræðimenntun aukast enn fremur til verðandi framhaldsskólakennara. Rökin fyrir þessum breytingum voru meðal annars almenn þörf fyrir meiri menntun og sérfræðiþekkingu. Hækkaður sjálfræðisaldur og fræðsluskylda í samræmi við hann en einnig sterkari vitund um jafnan rétt nemenda með fjölbreyttar og ólíkar þarfir til þess að hljóta góða menntun við bestu mögulegu skilyrði. Það er menntamálayfirvöldum til vansa að hafa ekki gengið rösklegar fram í því en raun ber vitni að koma í framkvæmd ákvæðum 21. greinar kennaramenntunarlaganna sem kveður á um það hvernig veita megi kennurum heimild til þess að kenna nemendum á svipuðum aldri á aðliggjandi skólastigi enda gefi menntun kennarans tilefni til slíkrar opnunar. Dæmi um þetta væri til dæmis að grunnskólakennari með minnst tveggja ára sérhæfingu í kennslugrein geti kennt byrjunaráfanga í sinni grein í framhaldsskóla og að framhaldsskólakennari geti kennt sína kennslugrein í 8.-10. bekk grunnskóla. Trausti telur að „með einu leyfisbréfi skapast tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara“. Þau orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að kennarafræðin séu ekki grunnþáttur í menntun sumra kennara. Enn fremur að útgáfa og efni leyfisbréfa sé með einhverjum hætti forsenda fyrir því að háskólakennarar leggi höfuðið í bleyti og upphugsi góðar og frumlegar breytingar á menntunarframboði sínu til verðandi kennara í landinu. Vert er loks að draga fram mikilvægan þráð í kennaramenntunar- og leyfisbréfaumræðu liðinna ára nefnilega að fyllilega sé tímabært að skrifa kennslugrein eða fagsvið inn í leyfisbréf grunnskólakennara. Tekin var snörp umræða um þetta við endurskoðun lögverndunarlaganna 1998 en horfið frá. Nú hafa með lengingu kennaramenntunar skapast tækifæri til þess að auka bæði menntun og sérhæfingu á fagsviðum og í kennarafræðum og því full ástæða til að vekja máls á þessu aftur. Sú sem hér skrifar sér ekki að umræðan um eitt leyfisbréf eigi yfirleitt mikið skylt við kennaramenntunar- eða fagumræðu kennarastarfsins. Frekar er rétt og skylt að bæta og efla framkvæmd gildandi laga svo sem 21. grein þeirra en einnig með því að auka vettvangsnám, gera háskólunum kleift að bæta námsframboð til verðandi kennara og að efla símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Trausti Þorsteinsson ræði í grein sinni á visir.is þann 26. nóvember sl. meðal annars breytingar skólakerfinu, sjálfræðisaldur og innleiðingu fræðsluskyldu á framhaldsskólastigi. Greinin ber þó yfirskriftina Um leyfisbréf kennara og fjallar að hluta til um kennaramenntun, inntak hennar og lög um kennaramenntun. Tilgreint er að með lögum um kennaramenntun frá 2008 hafi kröfur til menntunar kennara aukist en lítið fjallað í greininni um inntak breytinganna. Tæpt er lauslega á afar mikilvægri grein gildandi laga um kennaramenntun með því orðalagi að menn vilji „mýkja skil á milli skólastiga“ en hafi enn ekki komið því í framkvæmd. Greinarhöfundur varpar því fram í inngangi að ágreiningur um hið spánýja menntastefnumál „Eitt leyfisbréf“ snúist um það að sumir telji kennarafræðin gera kennarann að sérfræðingi en aðrir fagreinina eða fagsviðið. Þessari gömlu ofureinföldun var gjarnan slegið fram hér áður fyrr þegar reka skyldi fleyg milli kennara á mismunandi skólastigum eða milli kennaramenntunarstofnana. Gildandi lög um kennaramenntun endurspegla öfugt við ofangreint að kennarar á öllum þremur skólastigunum þurfi bæði öfluga menntun í kennarafræðum og meiri sérhæfingu en eldri lög gerðu kröfu um. Kröfur um sérhæfingu í kennslugreinum eða á fagsviðum aukast á öllum skólastigunum og kröfur um kennslufræðimenntun aukast enn fremur til verðandi framhaldsskólakennara. Rökin fyrir þessum breytingum voru meðal annars almenn þörf fyrir meiri menntun og sérfræðiþekkingu. Hækkaður sjálfræðisaldur og fræðsluskylda í samræmi við hann en einnig sterkari vitund um jafnan rétt nemenda með fjölbreyttar og ólíkar þarfir til þess að hljóta góða menntun við bestu mögulegu skilyrði. Það er menntamálayfirvöldum til vansa að hafa ekki gengið rösklegar fram í því en raun ber vitni að koma í framkvæmd ákvæðum 21. greinar kennaramenntunarlaganna sem kveður á um það hvernig veita megi kennurum heimild til þess að kenna nemendum á svipuðum aldri á aðliggjandi skólastigi enda gefi menntun kennarans tilefni til slíkrar opnunar. Dæmi um þetta væri til dæmis að grunnskólakennari með minnst tveggja ára sérhæfingu í kennslugrein geti kennt byrjunaráfanga í sinni grein í framhaldsskóla og að framhaldsskólakennari geti kennt sína kennslugrein í 8.-10. bekk grunnskóla. Trausti telur að „með einu leyfisbréfi skapast tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara“. Þau orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að kennarafræðin séu ekki grunnþáttur í menntun sumra kennara. Enn fremur að útgáfa og efni leyfisbréfa sé með einhverjum hætti forsenda fyrir því að háskólakennarar leggi höfuðið í bleyti og upphugsi góðar og frumlegar breytingar á menntunarframboði sínu til verðandi kennara í landinu. Vert er loks að draga fram mikilvægan þráð í kennaramenntunar- og leyfisbréfaumræðu liðinna ára nefnilega að fyllilega sé tímabært að skrifa kennslugrein eða fagsvið inn í leyfisbréf grunnskólakennara. Tekin var snörp umræða um þetta við endurskoðun lögverndunarlaganna 1998 en horfið frá. Nú hafa með lengingu kennaramenntunar skapast tækifæri til þess að auka bæði menntun og sérhæfingu á fagsviðum og í kennarafræðum og því full ástæða til að vekja máls á þessu aftur. Sú sem hér skrifar sér ekki að umræðan um eitt leyfisbréf eigi yfirleitt mikið skylt við kennaramenntunar- eða fagumræðu kennarastarfsins. Frekar er rétt og skylt að bæta og efla framkvæmd gildandi laga svo sem 21. grein þeirra en einnig með því að auka vettvangsnám, gera háskólunum kleift að bæta námsframboð til verðandi kennara og að efla símenntun.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun