Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2018 14:30 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. Hins vegar sé hann bjartsýnn á að samningar takist tímalega en meira máli skipti nú en oft áður að klára samninga tímalega. Stíf fundarhöld eru þessa dagana milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og VR og á föstudag hefjast viðræður við iðnaðarmenn. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir helstu liði í samningsáætlun SA og kröfugerðum verkalýðsfélaganna hafa verið rædda. „Við erum að taka þessa stærstu þætti. Við höfum rætt um vinnutímaskilgreiningar, sveigjanlegri vinnutíma, styttingu heildarvinnutíma. Við höfum rætt skipulag á vinnumarkaði og auðvitað er undirliggjandi þarna umræða um kaup og kjör. Þetta er flókið ferli og að mörgu sem þarf að huga,“ segir Halldór Benjamín. Ríkisstjórnin kom á laggirnar starfshópi í vikunni sem skila á tillögum til lausnar húsnæðisvandans fyrir 20. janúar næst komandi. Halldór Benjamín segir óumdeilt að húsnæðismálin séu einn stærsti liðurinn í komandi samningum og hann bindi því vonir við þetta útspil stjórnvalda. „Það ríkir framboðsskortur á húsnæðismarkaði og við þurfum að greiða úr honum. Það gerum við fyrst og fremst með því að byggja meira og hratt af hagkvæmu húsnæði til að léttaf af þeim þrýstingi sem of margir búa við. Þannig að já ég bind vonir við það,“ segir framkvæmdastjóri SA.Mikilvægt að ljúka samningum tímalega Ljóst er að töluverð óþreyja er meðal forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar meðal annars varðandi launaliðinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnti á það í þættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu í gær að verkalýðsfélögin væru aðilar að íslenska lífeyrisjóðakerfinu og gætu beitt áhrifum sínum þar með því að beina því til sjóðanna að skrúfa fyrir fjárfestingar á meðan samningar væru lausir. Halldór Benjamín segir þetta vera nýmæli í samskiptum. “Þetta er ekki til að liðka fyrir málum í mínum huga. Ég held að það þurfi að fá frekari skýringar á því hvað þau eiga við með þessum orðum því ég átta mig ekki á því sjálfur hvað átt er við,” segir Halldór Benjamín. Hins vegar hafi Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin sem skipi fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðanna ekkert boðvald yfir stjórnum sjóðanna. Stjórnarmenn eigi að vera óháðir og sýna sjálfstæði í störfum sínum. Framkvmdastjóri SA er þrátt fyrir þetta bjartsýnn á að samningar takist í tæka tíð. „Ég hygg hins vegar að tíminn skipti sérstaklega miklu máli að þessu sinni. Því miður eru blikur á lofti í efnahagslífinu. Við sjáum að það er kurr og titringur víða. Og því fyrr sem við eyðum þeirri óvissu sem ríkir á kjarasamningssviðinu því betra fyrir hag allra landsmanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. Hins vegar sé hann bjartsýnn á að samningar takist tímalega en meira máli skipti nú en oft áður að klára samninga tímalega. Stíf fundarhöld eru þessa dagana milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og VR og á föstudag hefjast viðræður við iðnaðarmenn. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir helstu liði í samningsáætlun SA og kröfugerðum verkalýðsfélaganna hafa verið rædda. „Við erum að taka þessa stærstu þætti. Við höfum rætt um vinnutímaskilgreiningar, sveigjanlegri vinnutíma, styttingu heildarvinnutíma. Við höfum rætt skipulag á vinnumarkaði og auðvitað er undirliggjandi þarna umræða um kaup og kjör. Þetta er flókið ferli og að mörgu sem þarf að huga,“ segir Halldór Benjamín. Ríkisstjórnin kom á laggirnar starfshópi í vikunni sem skila á tillögum til lausnar húsnæðisvandans fyrir 20. janúar næst komandi. Halldór Benjamín segir óumdeilt að húsnæðismálin séu einn stærsti liðurinn í komandi samningum og hann bindi því vonir við þetta útspil stjórnvalda. „Það ríkir framboðsskortur á húsnæðismarkaði og við þurfum að greiða úr honum. Það gerum við fyrst og fremst með því að byggja meira og hratt af hagkvæmu húsnæði til að léttaf af þeim þrýstingi sem of margir búa við. Þannig að já ég bind vonir við það,“ segir framkvæmdastjóri SA.Mikilvægt að ljúka samningum tímalega Ljóst er að töluverð óþreyja er meðal forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar meðal annars varðandi launaliðinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnti á það í þættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu í gær að verkalýðsfélögin væru aðilar að íslenska lífeyrisjóðakerfinu og gætu beitt áhrifum sínum þar með því að beina því til sjóðanna að skrúfa fyrir fjárfestingar á meðan samningar væru lausir. Halldór Benjamín segir þetta vera nýmæli í samskiptum. “Þetta er ekki til að liðka fyrir málum í mínum huga. Ég held að það þurfi að fá frekari skýringar á því hvað þau eiga við með þessum orðum því ég átta mig ekki á því sjálfur hvað átt er við,” segir Halldór Benjamín. Hins vegar hafi Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin sem skipi fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðanna ekkert boðvald yfir stjórnum sjóðanna. Stjórnarmenn eigi að vera óháðir og sýna sjálfstæði í störfum sínum. Framkvmdastjóri SA er þrátt fyrir þetta bjartsýnn á að samningar takist í tæka tíð. „Ég hygg hins vegar að tíminn skipti sérstaklega miklu máli að þessu sinni. Því miður eru blikur á lofti í efnahagslífinu. Við sjáum að það er kurr og titringur víða. Og því fyrr sem við eyðum þeirri óvissu sem ríkir á kjarasamningssviðinu því betra fyrir hag allra landsmanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50