Þorskstofninn í hættu vegna hærri hita og súrnunar sjávar Sveinn Arnarsson skrifar 29. nóvember 2018 06:15 Súrnun sjávar gæti haft gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn Íslendinga, þorskinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Súrnun sjávar samfara hækkandi hitastigi í Norður-Atlantshafi mun hafa gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn okkar Íslendinga, þorskinn. Færri fiskar ná að vaxa upp og hrygningarsvæði hans færast norður fyrir heimskautsbaug. Þetta sýnir ný rannsókn norskra vísindamanna sem birtist í gær í hinu virta tímariti Science Advance. Loftslagsbreytingar í Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum valda nýjum ógnum fyrir sjávarútvegsþjóðir á svæðinu. Vísindamennirnir sýna fram á að súrnun veldur erfiðleikum í hrygningu þorsksins. Hækkun hitastigs og súrnun sjávar mun því hafa miklar afleiðingar. Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og sérfræðingur í sjávarlíffræði og sjávarútvegsfræðum, segir þessa rannsókn áhugaverða fyrir þær sakir að nú sé reynt að greina áhrif súrnunar á þorskinn.„Oftast hefur verið talað um að súrnunin hefði ekki áhrif á fiska, aðallega á þá sem væru með ytri kalkstoðgrind, skeldýr og annað slíkt. Svo eru Norðmennirnir með sínar gríðarlega öflugu rannsóknir að sýna fram á að það sé ekkert svoleiðis,“ segir Hreiðar Þór og bendir á að nytjastofninn gæti minnkað. „Súrnunin hefur kannski ekki áhrif á fullorðna fiska en getur haft áhrif á seiðin. Rétt eftir klak eru þau ofsalega viðkvæm og þar hefur súrnunin áhrif á frumstigi. Ef þú eykur dánartíðnina þá færðu færri fullorðna fiska og því fækkar í stofninum sem því nemur.“ Vísindamennirnir benda á að súrnunin geti gert það að verkum að hrygningarstöðvar þorsksins færist norður fyrir heimskautsbaug. Hreiðar Þór segir að þær niðurstöður gætu átt aðeins við hrygningarstöðvar við Noreg. „Þetta er pínulítið flókið samband og því er ekki hægt að segja með vissu hvort þær spár eigi alveg fullkomlega við um íslenskan veruleika. Hins vegar er hægt að gera sér í hugarlund að þorskurinn hrygni frekar norðan við Ísland og hætti að hrygna fyrir sunnan land.“ Verðmætin sem felast í veiðum á þorski skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Um helmingur verðmæta sem dregin eru upp úr sjó við Íslandsstrendur kemur frá þorskveiðum. „Súrnunin getur mögulega haft bein neikvæð áhrif á okkar nytjastofna. Þorskurinn er langsamlegast mikilvægasti nytjastofn okkar og súrnun gæti kostað okkur milljarða í krónum á hverju ári,“ segir Hreiðar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Súrnun sjávar samfara hækkandi hitastigi í Norður-Atlantshafi mun hafa gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn okkar Íslendinga, þorskinn. Færri fiskar ná að vaxa upp og hrygningarsvæði hans færast norður fyrir heimskautsbaug. Þetta sýnir ný rannsókn norskra vísindamanna sem birtist í gær í hinu virta tímariti Science Advance. Loftslagsbreytingar í Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum valda nýjum ógnum fyrir sjávarútvegsþjóðir á svæðinu. Vísindamennirnir sýna fram á að súrnun veldur erfiðleikum í hrygningu þorsksins. Hækkun hitastigs og súrnun sjávar mun því hafa miklar afleiðingar. Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og sérfræðingur í sjávarlíffræði og sjávarútvegsfræðum, segir þessa rannsókn áhugaverða fyrir þær sakir að nú sé reynt að greina áhrif súrnunar á þorskinn.„Oftast hefur verið talað um að súrnunin hefði ekki áhrif á fiska, aðallega á þá sem væru með ytri kalkstoðgrind, skeldýr og annað slíkt. Svo eru Norðmennirnir með sínar gríðarlega öflugu rannsóknir að sýna fram á að það sé ekkert svoleiðis,“ segir Hreiðar Þór og bendir á að nytjastofninn gæti minnkað. „Súrnunin hefur kannski ekki áhrif á fullorðna fiska en getur haft áhrif á seiðin. Rétt eftir klak eru þau ofsalega viðkvæm og þar hefur súrnunin áhrif á frumstigi. Ef þú eykur dánartíðnina þá færðu færri fullorðna fiska og því fækkar í stofninum sem því nemur.“ Vísindamennirnir benda á að súrnunin geti gert það að verkum að hrygningarstöðvar þorsksins færist norður fyrir heimskautsbaug. Hreiðar Þór segir að þær niðurstöður gætu átt aðeins við hrygningarstöðvar við Noreg. „Þetta er pínulítið flókið samband og því er ekki hægt að segja með vissu hvort þær spár eigi alveg fullkomlega við um íslenskan veruleika. Hins vegar er hægt að gera sér í hugarlund að þorskurinn hrygni frekar norðan við Ísland og hætti að hrygna fyrir sunnan land.“ Verðmætin sem felast í veiðum á þorski skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Um helmingur verðmæta sem dregin eru upp úr sjó við Íslandsstrendur kemur frá þorskveiðum. „Súrnunin getur mögulega haft bein neikvæð áhrif á okkar nytjastofna. Þorskurinn er langsamlegast mikilvægasti nytjastofn okkar og súrnun gæti kostað okkur milljarða í krónum á hverju ári,“ segir Hreiðar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira