Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Gissur Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2018 07:08 Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Vísir/Hanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði björgunarsveitir út í nótt eftir mikið varð um útköll vegna veðurs þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og örðu sem fyrir varð. Annars er þegar farið að draga úr vindstyrk í borginni, en þar eru þó enn gul stormviðvörun í gildi fram að hádegi á morgun líkt og alls staðar annarsstaðar á landinu nema á Suðaustur landi þar sem appelsínu gul viðvörun er í gildi fram yfir hádegi í dag, vegna ofsaveðurs, einkum sunnan jökla og í Fljótshlíð og Öræfum. Vindmælirinn á Lómagnúpi austan við Klaustur, brast eða fauk um koll þegar mælingar hans í hviðu voru komnar upp í 50 metra á sekúndu. Þá hefur talsvert snjóað á Norðausturlandi. Annars hefur veðurofsinn náð hámarki og úr þessu fer hægt og rólega að draga úr honum, að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings, nú undir morgun. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa staðið vaktina við lokunarpósta Vegagerðarinnar í nótt til að beina vegfarendum frá hættulegum vegköflum. Þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli austur að Vík í Mýrdal og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni var lokað, einnig um Kjalarnes, Öræfi, Öxi, Fjarðarheiði, Nesjavallaleið, Vestfjarðaleið um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og Bíldudalsvegi. Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Áhersla hefur verið lögð á að koma skilaboðum til þeirra með öllum tiltækum ráðum og er fréttastofunni ekki kunnugt um að neinir ferðamenn hafi lent í vanda. Vegagerðarmenn eru byrjaðir að kanna aðstæður og verður væntanlega farið að opna leiðir með morgninum eftir því sem það telst óhætt. Mýrdalshreppur Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði björgunarsveitir út í nótt eftir mikið varð um útköll vegna veðurs þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og örðu sem fyrir varð. Annars er þegar farið að draga úr vindstyrk í borginni, en þar eru þó enn gul stormviðvörun í gildi fram að hádegi á morgun líkt og alls staðar annarsstaðar á landinu nema á Suðaustur landi þar sem appelsínu gul viðvörun er í gildi fram yfir hádegi í dag, vegna ofsaveðurs, einkum sunnan jökla og í Fljótshlíð og Öræfum. Vindmælirinn á Lómagnúpi austan við Klaustur, brast eða fauk um koll þegar mælingar hans í hviðu voru komnar upp í 50 metra á sekúndu. Þá hefur talsvert snjóað á Norðausturlandi. Annars hefur veðurofsinn náð hámarki og úr þessu fer hægt og rólega að draga úr honum, að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings, nú undir morgun. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa staðið vaktina við lokunarpósta Vegagerðarinnar í nótt til að beina vegfarendum frá hættulegum vegköflum. Þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli austur að Vík í Mýrdal og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni var lokað, einnig um Kjalarnes, Öræfi, Öxi, Fjarðarheiði, Nesjavallaleið, Vestfjarðaleið um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og Bíldudalsvegi. Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Áhersla hefur verið lögð á að koma skilaboðum til þeirra með öllum tiltækum ráðum og er fréttastofunni ekki kunnugt um að neinir ferðamenn hafi lent í vanda. Vegagerðarmenn eru byrjaðir að kanna aðstæður og verður væntanlega farið að opna leiðir með morgninum eftir því sem það telst óhætt.
Mýrdalshreppur Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira