Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 10:56 Á þinginu nú rétt í þessu en þar er loft lævi blandið eftir að ummæli þingmanna Flokks fólksins og Miðflokksins voru opinberuð. visir/vilhelm Nokkrar þingkonur munu koma saman nú klukkan 11:30 til að ræða afar gróf ummæli um sig sem féllu á hinum fræga fundi Miðflokksmanna og þingmanna Flokks fólksins. Þetta kemur fram á RÚV en Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem er ein þeirra sem farið er um afar ófögrum orðum staðfestir þetta. Hún segir reyndar ummælin dæma sig sjálf og að hún vilji ekki setjast í dómarasæti.Sæta stelpan hún Áslaug Vísir náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, en hún er að skoða málið. Samkvæmt heimildum Vísis er hún hin unga Sjálfstæðiskona sem nefnd er í umræddu rausi, að hún væri sæt stelpa sem farið væri að falla á.Gunnar Bragi býður Ingu Sæland hönd sína á þinginu nú í morgun.visir/vilhelmAðrar sem fengu að vera sérstaklega á milli tanna þingmanna þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur auk þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins, voru þær Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu og svo Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingkonu, sem nú starfar fyrir þingið. Oddný er algjör apaköttur Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu hefur sagt að ummælin vitni um stæka kvenfyrirlitningu. Oddný hefur einnig sagt, í samtali við Vísi, að ummælin dæmi sig sjálf. En um hana sagði Gunnar Bragi: „Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“ Um unga ónafngreinda stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum: „Ég held reyndar að [...] geti verið helvíti öflug. Hún er helvíti sæt stelpa.“ Anna Kolbrún Árnadóttir leggur það til málanna, á téðum Klaustursfundi, að strákar séu upp til hópa lesblindir en stelpur talnablindar. „Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þeir sofa hjá,“ svaraði Gunnar Bragi. Hann hefur reyndar sagt í dag að hann hafi orðið steinhissa þá er hann heyrði í sjálfum sér. En, hann kallaði Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu“. Meðal þeirra ummæla sem Bergþór lét falla um Ingu Sæland var svo að hún væri „húrrandi klikkuð kunta“. Bergþór hefur beðið Ingu afsökunar á ummælum sínum en hún segist vilja fyrirgefa það en vill sjá hvað dagurinn ber í skauti sínu. Þó allar þær sem þegar hafa tjáð sig segi að ummælin dæmi sig sjálf bendir flest til þess að við þau verði ekki búið. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Nokkrar þingkonur munu koma saman nú klukkan 11:30 til að ræða afar gróf ummæli um sig sem féllu á hinum fræga fundi Miðflokksmanna og þingmanna Flokks fólksins. Þetta kemur fram á RÚV en Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem er ein þeirra sem farið er um afar ófögrum orðum staðfestir þetta. Hún segir reyndar ummælin dæma sig sjálf og að hún vilji ekki setjast í dómarasæti.Sæta stelpan hún Áslaug Vísir náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, en hún er að skoða málið. Samkvæmt heimildum Vísis er hún hin unga Sjálfstæðiskona sem nefnd er í umræddu rausi, að hún væri sæt stelpa sem farið væri að falla á.Gunnar Bragi býður Ingu Sæland hönd sína á þinginu nú í morgun.visir/vilhelmAðrar sem fengu að vera sérstaklega á milli tanna þingmanna þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur auk þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins, voru þær Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu og svo Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingkonu, sem nú starfar fyrir þingið. Oddný er algjör apaköttur Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu hefur sagt að ummælin vitni um stæka kvenfyrirlitningu. Oddný hefur einnig sagt, í samtali við Vísi, að ummælin dæmi sig sjálf. En um hana sagði Gunnar Bragi: „Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“ Um unga ónafngreinda stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum: „Ég held reyndar að [...] geti verið helvíti öflug. Hún er helvíti sæt stelpa.“ Anna Kolbrún Árnadóttir leggur það til málanna, á téðum Klaustursfundi, að strákar séu upp til hópa lesblindir en stelpur talnablindar. „Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þeir sofa hjá,“ svaraði Gunnar Bragi. Hann hefur reyndar sagt í dag að hann hafi orðið steinhissa þá er hann heyrði í sjálfum sér. En, hann kallaði Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu“. Meðal þeirra ummæla sem Bergþór lét falla um Ingu Sæland var svo að hún væri „húrrandi klikkuð kunta“. Bergþór hefur beðið Ingu afsökunar á ummælum sínum en hún segist vilja fyrirgefa það en vill sjá hvað dagurinn ber í skauti sínu. Þó allar þær sem þegar hafa tjáð sig segi að ummælin dæmi sig sjálf bendir flest til þess að við þau verði ekki búið.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36