Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Dr. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld var heiðruð sem háskólakona ársins 2018. Félag háskólakvenna er 90 ára í ár og í tilefni stórafmælisins verður efnt til hátíðar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag klukkan 17. Þar munu nokkrar háskólakonur fara með erindi: Eliza Reid forsetafrú, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Afhentur verður 500 þúsund króna rannsóknarstyrkur og veittar heiðursviðurkenningar. Félagið var stofnað í apríl árið 1928. Þá var Háskóli Íslands ekki búinn að vera til lengi og var aðeins 17 ára og aðeins örfáar konur sem voru útskrifaðar með háskólagráðu. Félagið var stofnað til að hvetja ungar konur til mennta og einnig til að berjast fyrir réttindum þeirra. Fyrsta verkefni félagsins var að safna fé til að kaup eitt herbergi á stúdentagarðinum, sem þá var nýrisinn, og átti það að tryggja rétt kvenstúdents til búsetu þar. Í dag eru konur nær tveir þriðju hlutar af þeim tæplega 20 þúsund nemendum sem stunda háskólanám og því hafa áherslur félagsins breyst töluvert frá því sem var í byrjun. Aukin samkennd háskólakvenna er ein af þeim áherslum sem eru hjá félaginu í dag og það er gert með því að skyggnast inn í veröld þeirra og kynnast störfum og viðfangsefnum þeirra. Háskólakona ársins er valin árlega en það var gert í fyrsta sinn í fyrra og var það dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir sem var valin – hún er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum til að kanna samspil erfða, áfalla og heilsufarsvandamála. Í ár var það dr. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld sem var valin. Í stjórn Félags háskólakvenna eru Margrét Kristín Sigurðardóttir formaður, Helga Guðrún Johnson ritari, Hanna Lára Helgadóttir gjaldkeri, Elísabet Sveinsdóttir meðstjórnandi og Halldóra Traustadóttir meðstjórnandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Félag háskólakvenna er 90 ára í ár og í tilefni stórafmælisins verður efnt til hátíðar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag klukkan 17. Þar munu nokkrar háskólakonur fara með erindi: Eliza Reid forsetafrú, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Afhentur verður 500 þúsund króna rannsóknarstyrkur og veittar heiðursviðurkenningar. Félagið var stofnað í apríl árið 1928. Þá var Háskóli Íslands ekki búinn að vera til lengi og var aðeins 17 ára og aðeins örfáar konur sem voru útskrifaðar með háskólagráðu. Félagið var stofnað til að hvetja ungar konur til mennta og einnig til að berjast fyrir réttindum þeirra. Fyrsta verkefni félagsins var að safna fé til að kaup eitt herbergi á stúdentagarðinum, sem þá var nýrisinn, og átti það að tryggja rétt kvenstúdents til búsetu þar. Í dag eru konur nær tveir þriðju hlutar af þeim tæplega 20 þúsund nemendum sem stunda háskólanám og því hafa áherslur félagsins breyst töluvert frá því sem var í byrjun. Aukin samkennd háskólakvenna er ein af þeim áherslum sem eru hjá félaginu í dag og það er gert með því að skyggnast inn í veröld þeirra og kynnast störfum og viðfangsefnum þeirra. Háskólakona ársins er valin árlega en það var gert í fyrsta sinn í fyrra og var það dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir sem var valin – hún er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum til að kanna samspil erfða, áfalla og heilsufarsvandamála. Í ár var það dr. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld sem var valin. Í stjórn Félags háskólakvenna eru Margrét Kristín Sigurðardóttir formaður, Helga Guðrún Johnson ritari, Hanna Lára Helgadóttir gjaldkeri, Elísabet Sveinsdóttir meðstjórnandi og Halldóra Traustadóttir meðstjórnandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira