Aldursgreiningar umsækjenda um alþjóðlega vernd Lilja Rós Pálsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Í nýlegri grein Jónu Þóreyjar Pétursdóttur, stúdentaráðsliða og oddvita Röskvu, um fyrirhugaðan samning Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands um aldursgreiningar, er því haldið fram að við ákvörðun Útlendingastofnunar um hvort einstaklingur fái alþjóðlega vernd hér á landi sé gerð krafa um tiltekinn aldur. Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víðar hefur borið á í umræðunni.Ástæður aldursgreininga Rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn hér á landi eiga einstaklingar sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Engin skilyrði eða kröfur eru gerðar um aldur við ákvörðun um veitingu verndar. Aldur er hins vegar hluti af auðkenni einstaklings og við mat á þörf og rétti umsækjanda um alþjóðlega vernd til tiltekinnar þjónustu er mikilvægt að fyrir liggi hvort umsækjandi sé barn eða fullorðinn. Börn eiga rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn, t.d. aðgengi að menntun, aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu umfram fullorðna og eftir atvikum öðrum félagslegum stuðningi og aðstoð. Þá ber að taka tillit til sérstakrar stöðu barna þegar metið er hvort viðkomandi og aðstæður hans uppfylli skilyrði alþjóðlegrar verndar. Hluti af því að tryggja sérstök réttindi barna er jafnframt að tryggja að fullorðnir einstaklingar séu ekki ranglega álitnir börn og vistaðir með börnum.Heildræn nálgun við ákvörðun aldurs Við rannsókn á aldri einstaklings sem sækir um alþjóðlega vernd og kveðst vera fylgdarlaust barn fer fram heildstætt mat á aðstæðum og frásögn viðkomandi af ævi sinni en auk þess má beita líkamsrannsókn til greiningar á aldri. Geti umsækjandi ekki fært sönnur á aldur sinn er til dæmis reynt að varpa ljósi á reynslu umsækjanda á ólíkum aldursskeiðum sem gæti rennt stoðum undir framburð um aldur. Ef grunur leikur á að umsækjandi sem segist vera barn sé lögráða, og ekki er hægt að staðfesta það á óyggjandi hátt, er Útlendingastofnun skylt að leggja fyrir umsækjanda að gangast undir líkamsrannsókn til þess að ákvarða um aldur. Slík rannsókn fer þó einungis fram með upplýstu samþykki umsækjanda. Líkamsrannsókn til aldursgreiningar felst hér á landi í greiningu á aldri út frá tannþroska. Til að tryggja sem mesta nákvæmni er fjórum mismunandi aðferðum beitt og gefinn upp meðalaldur samkvæmt þeim og staðalfrávik. Er þetta gert til að tryggja að vafi sé metinn umsækjanda í hag og viðkomandi ekki greindur eldri en hann er í raun og veru. Þess má geta að annars staðar á Norðurlöndunum er aldur einnig greindur út frá þroska tanna en samhliða er þar notast við greiningu á þroska beina. Danir einir greina aldur auk þess út frá kynþroska. Niðurstaða líkamsrannsóknarinnar er ekki ein og sér lögð til grundvallar við mat á aldri heldur er hún metin í samhengi við önnur atriði málsins svo sem frásögn umsækjanda og fyrirliggjandi gögn. Neiti umsækjandi að gangast undir líkamsrannsókn til aldursgreiningar er aldur viðkomandi metinn á grundvelli trúverðugleika og gagna málsins.Áhrif aldurs á málsmeðferð Mat á aldri umsækjanda felur ekki í sér afstöðu til umsóknar viðkomandi um alþjóðlega vernd. Við rannsókn á aðstæðum umsækjanda er litið til frásagnar, framlagðra gagna og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um aðstæður í upprunaríki viðkomandi. Aldur getur ekki verið grundvöllur alþjóðlegrar verndar en hann er einn þeirra þátta sem litið er til við einstaklingsbundið heildarmat á þörf hvers og eins fyrir alþjóðlega vernd. Ef aðstæður umsækjanda falla undir flóttamannahugtakið eða viðbótarvernd fær hann réttarstöðu flóttamanns hér á landi óháð því hvort hann er barn eða fullorðinn. Útlendingastofnun fagnar því að stúdentaráð Háskóla Íslands láti sig aldursgreiningar umsækjenda um alþjóðlega vernd varða og hvetur ráðið til að kynna sér málið frá öllum hliðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein Jónu Þóreyjar Pétursdóttur, stúdentaráðsliða og oddvita Röskvu, um fyrirhugaðan samning Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands um aldursgreiningar, er því haldið fram að við ákvörðun Útlendingastofnunar um hvort einstaklingur fái alþjóðlega vernd hér á landi sé gerð krafa um tiltekinn aldur. Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víðar hefur borið á í umræðunni.Ástæður aldursgreininga Rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn hér á landi eiga einstaklingar sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Engin skilyrði eða kröfur eru gerðar um aldur við ákvörðun um veitingu verndar. Aldur er hins vegar hluti af auðkenni einstaklings og við mat á þörf og rétti umsækjanda um alþjóðlega vernd til tiltekinnar þjónustu er mikilvægt að fyrir liggi hvort umsækjandi sé barn eða fullorðinn. Börn eiga rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn, t.d. aðgengi að menntun, aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu umfram fullorðna og eftir atvikum öðrum félagslegum stuðningi og aðstoð. Þá ber að taka tillit til sérstakrar stöðu barna þegar metið er hvort viðkomandi og aðstæður hans uppfylli skilyrði alþjóðlegrar verndar. Hluti af því að tryggja sérstök réttindi barna er jafnframt að tryggja að fullorðnir einstaklingar séu ekki ranglega álitnir börn og vistaðir með börnum.Heildræn nálgun við ákvörðun aldurs Við rannsókn á aldri einstaklings sem sækir um alþjóðlega vernd og kveðst vera fylgdarlaust barn fer fram heildstætt mat á aðstæðum og frásögn viðkomandi af ævi sinni en auk þess má beita líkamsrannsókn til greiningar á aldri. Geti umsækjandi ekki fært sönnur á aldur sinn er til dæmis reynt að varpa ljósi á reynslu umsækjanda á ólíkum aldursskeiðum sem gæti rennt stoðum undir framburð um aldur. Ef grunur leikur á að umsækjandi sem segist vera barn sé lögráða, og ekki er hægt að staðfesta það á óyggjandi hátt, er Útlendingastofnun skylt að leggja fyrir umsækjanda að gangast undir líkamsrannsókn til þess að ákvarða um aldur. Slík rannsókn fer þó einungis fram með upplýstu samþykki umsækjanda. Líkamsrannsókn til aldursgreiningar felst hér á landi í greiningu á aldri út frá tannþroska. Til að tryggja sem mesta nákvæmni er fjórum mismunandi aðferðum beitt og gefinn upp meðalaldur samkvæmt þeim og staðalfrávik. Er þetta gert til að tryggja að vafi sé metinn umsækjanda í hag og viðkomandi ekki greindur eldri en hann er í raun og veru. Þess má geta að annars staðar á Norðurlöndunum er aldur einnig greindur út frá þroska tanna en samhliða er þar notast við greiningu á þroska beina. Danir einir greina aldur auk þess út frá kynþroska. Niðurstaða líkamsrannsóknarinnar er ekki ein og sér lögð til grundvallar við mat á aldri heldur er hún metin í samhengi við önnur atriði málsins svo sem frásögn umsækjanda og fyrirliggjandi gögn. Neiti umsækjandi að gangast undir líkamsrannsókn til aldursgreiningar er aldur viðkomandi metinn á grundvelli trúverðugleika og gagna málsins.Áhrif aldurs á málsmeðferð Mat á aldri umsækjanda felur ekki í sér afstöðu til umsóknar viðkomandi um alþjóðlega vernd. Við rannsókn á aðstæðum umsækjanda er litið til frásagnar, framlagðra gagna og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um aðstæður í upprunaríki viðkomandi. Aldur getur ekki verið grundvöllur alþjóðlegrar verndar en hann er einn þeirra þátta sem litið er til við einstaklingsbundið heildarmat á þörf hvers og eins fyrir alþjóðlega vernd. Ef aðstæður umsækjanda falla undir flóttamannahugtakið eða viðbótarvernd fær hann réttarstöðu flóttamanns hér á landi óháð því hvort hann er barn eða fullorðinn. Útlendingastofnun fagnar því að stúdentaráð Háskóla Íslands láti sig aldursgreiningar umsækjenda um alþjóðlega vernd varða og hvetur ráðið til að kynna sér málið frá öllum hliðum.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar