Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2018 06:15 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fréttablaðið/Anton „Reykjavík er í ótvíræðri forystu í húsnæðismálunum. Ekki bara í því að það er verið að byggja meira og hraðar hér en annars staðar eins og við sjáum í talningu Samtaka iðnaðarins. Líka í því að við erum að sinna húsnæðisuppbyggingu fyrir alla hópa. Það þurfa auðvitað öll sveitarfélög að gera sitt og það dugir ekki að Reykjavík ein og sér sé að draga vagninn í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um húsnæðisuppbygginguna í borginni. Samkvæmt nýrri greiningu um fasteignamarkaðinn sem Capacent hefur unnið fyrir borgina og kynnt verður formlega í dag eru tæplega fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Þá kemur fram í greiningunni að yfirstandandi ár verði metár í uppbyggingu íbúða en búist er við að bygging 1.400-1.500 íbúða verði hafin á árinu. Síðastliðin þrjú ár hefur þessi fjöldi verið um 900 íbúðir á ári. Dagur segir að á næstu árum sé verið að sigla inn í meira jafnvægi framboðs og eftirspurnar. „Stóru tíðindin í þessu er að það er lengi búið að kalla eftir uppbyggingu en nú er mjög mikill kraftur í henni og við erum bæði að fá inn á markaðinn í ár, á næsta og þarnæsta ári mjög mikið af íbúðum, inn á kaupendamarkað. Fyrstu mjög stóru árgangarnir getum við sagt af leiguíbúðum á lægra verði á vegum verkalýðshreyfingarinnar og töluvert á vegum stúdenta kemur inn á næsta ári og þarnæsta,“ segir Dagur. Húsnæðismálin hafa töluvert verið í umræðunni í tengslum við kjarasamninga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur til að mynda sagt að það vanti átta þúsund íbúðir og skipulag til framtíðar. Markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði hverju sinni heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks. „Ég kalla eftir því nú í tengslum við kjarasamninga að við í sameiningu leggjum á ráðin um það hvað eigi að byggja mikið í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir stúdenta, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir eldra fólk og hvert verði framlag stjórnvalda inn í þessa heildarmynd. Það mun ekki standa á borginni frekar en hingað til að eiga þetta samtal og leggja fram okkar áætlanir til þess að mæta þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
„Reykjavík er í ótvíræðri forystu í húsnæðismálunum. Ekki bara í því að það er verið að byggja meira og hraðar hér en annars staðar eins og við sjáum í talningu Samtaka iðnaðarins. Líka í því að við erum að sinna húsnæðisuppbyggingu fyrir alla hópa. Það þurfa auðvitað öll sveitarfélög að gera sitt og það dugir ekki að Reykjavík ein og sér sé að draga vagninn í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um húsnæðisuppbygginguna í borginni. Samkvæmt nýrri greiningu um fasteignamarkaðinn sem Capacent hefur unnið fyrir borgina og kynnt verður formlega í dag eru tæplega fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Þá kemur fram í greiningunni að yfirstandandi ár verði metár í uppbyggingu íbúða en búist er við að bygging 1.400-1.500 íbúða verði hafin á árinu. Síðastliðin þrjú ár hefur þessi fjöldi verið um 900 íbúðir á ári. Dagur segir að á næstu árum sé verið að sigla inn í meira jafnvægi framboðs og eftirspurnar. „Stóru tíðindin í þessu er að það er lengi búið að kalla eftir uppbyggingu en nú er mjög mikill kraftur í henni og við erum bæði að fá inn á markaðinn í ár, á næsta og þarnæsta ári mjög mikið af íbúðum, inn á kaupendamarkað. Fyrstu mjög stóru árgangarnir getum við sagt af leiguíbúðum á lægra verði á vegum verkalýðshreyfingarinnar og töluvert á vegum stúdenta kemur inn á næsta ári og þarnæsta,“ segir Dagur. Húsnæðismálin hafa töluvert verið í umræðunni í tengslum við kjarasamninga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur til að mynda sagt að það vanti átta þúsund íbúðir og skipulag til framtíðar. Markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði hverju sinni heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks. „Ég kalla eftir því nú í tengslum við kjarasamninga að við í sameiningu leggjum á ráðin um það hvað eigi að byggja mikið í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir stúdenta, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir eldra fólk og hvert verði framlag stjórnvalda inn í þessa heildarmynd. Það mun ekki standa á borginni frekar en hingað til að eiga þetta samtal og leggja fram okkar áætlanir til þess að mæta þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira