Alþjóða klósettdagurinn: Þegar náttúran kallar Heimsljós kynnir 19. nóvember 2018 16:00 Þegar náttúran kallar er yfirskrift alþjóðlega klósettdagsins, í dag 19. nóvember. Hálfur fimmti milljarður jarðarbúa hefur ekki viðunandi aðgang að salernisaðstöðu og tæplega einn milljarður hefur að engu klósetti að ganga þegar náttúran kallar – og verður að gera þarfir sínar undir berum himni. Skortur á salernisaðstöðu er mikið alvörumál sem sést á því að þetta aðstöðuleysi dregur rúmlega 2,7 milljónir manna til dauða árlega, í langflestum tilvikum börn yngri en fimm ára. Alþjóðlegi klósettdagurinn er nýttur til vitundarvakningar um þennan alvarleika. „Salernisaðstaða í heiminum gefur meira en flest annað til kynna þann reginmun á þjónustu þegar fólk gengur að öruggri salernisaðstöðu eða hefur enga,“ segir Cararina de Albuquerque sérlegur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði. Sjötta Heimsmarkmiðið fjallar einmitt um að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu, með áherslu á að sérstaklega verði hugað að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu. Þar er til dæmis átt við það tímabil mánaðarins þegar konur eru á blæðingum. „Blæðingar kvenna stoppa ekki í hamförum,“ sagði í Fréttablaðinu í morgun í grein sem tveir fulltrúar Rauða krossins skrifa í tilefni dagsins. Þar segja þeir meðal annars að eitt mikilvægasta verkefni alþjóðlegrar þróunarsamvinnu sé að tryggja fólki á neyðarsvæðum hreinlæti, þ.e. bæði hreint vatn og salernisaðstöðu. „Fjöldi kvenna og stúlkna sem eru í flóttamannabúðum bíða í örvæntingu eftir sólsetri, til þess eins að komast á klósettið óséðar þegar þær eru á blæðingum, þar sem þeim þykir skömm að því að aðrir verði þess var að þær eru á blæðingum. Það er ekki alls staðar samfélagslega viðurkennt að ræða blæðingar kvenna á jafn opinskáan hátt og hér á landi. Ferðir á klósettið í myrkri auka einnig líkur á því að konur og stúlkur verði fyrir ofbeldi. Hreinlæti er einnig oft ábótavant svo þær eiga á hættu að smitast af banvænum sjúkdómum. Aðgengi að hreinu vatni og salernisaðstöðu, getur skilið á milli lífs og dauða,“ segir í greininni sem er skrifuð af Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs, og Sólrúnu Maríu Ólafsdóttur, verkefnastjóra í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og alþjóðastarfi.Íslendingar leggja sitt af mörkumÍ þróunarsamvinnu Íslands eru úrbætur varðandi vatns- og salernisaðstöðu veigamiklir þættir í báðum samstarfslöndunum, Malaví og Úganda, auk þess sem annað tveggja verkefna sem enn er unnið að í Mósambík er svokallað WASH verkefni (Water and Sanitation, Hygiene) unnið af vegum UNICEF í fátækasta fylki landsins, Zambezíu. Nýlega birtist ánægjuleg frétt í Monitor, úgöndsku dagblaði, um aukin lífsgæði íbúa í Buikwe héraði þar sem Íslendingar hafa unnið með héraðsstjórninni meðal annars að því að koma hreinu neysluvatni til íbúanna og reisa 137 gjaldfrjáls almenningssalerni. Í Malaví hefur um langt árabil verið jafnt og þétt bætt við vatnspóstum í samstarfshéraðinu Mangochi með góðum árangri en umbætur í salernismálunum ganga hægar, eins og hvarvetna er reyndin. Því er við að bæta að miklar vonir eru bundnar við verkefni Bill Gates stofnunarinnar sem hófst árið 2011 um nýjar lausnir í klósettmálum en sex frumgerðir nýrra salerna voru kynntar nýlega eins og fram kemur í meðfylgjandi myndbandi. Þá er enn eitt árið hér heima vakin athygli á þeim. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Þegar náttúran kallar er yfirskrift alþjóðlega klósettdagsins, í dag 19. nóvember. Hálfur fimmti milljarður jarðarbúa hefur ekki viðunandi aðgang að salernisaðstöðu og tæplega einn milljarður hefur að engu klósetti að ganga þegar náttúran kallar – og verður að gera þarfir sínar undir berum himni. Skortur á salernisaðstöðu er mikið alvörumál sem sést á því að þetta aðstöðuleysi dregur rúmlega 2,7 milljónir manna til dauða árlega, í langflestum tilvikum börn yngri en fimm ára. Alþjóðlegi klósettdagurinn er nýttur til vitundarvakningar um þennan alvarleika. „Salernisaðstaða í heiminum gefur meira en flest annað til kynna þann reginmun á þjónustu þegar fólk gengur að öruggri salernisaðstöðu eða hefur enga,“ segir Cararina de Albuquerque sérlegur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði. Sjötta Heimsmarkmiðið fjallar einmitt um að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu, með áherslu á að sérstaklega verði hugað að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu. Þar er til dæmis átt við það tímabil mánaðarins þegar konur eru á blæðingum. „Blæðingar kvenna stoppa ekki í hamförum,“ sagði í Fréttablaðinu í morgun í grein sem tveir fulltrúar Rauða krossins skrifa í tilefni dagsins. Þar segja þeir meðal annars að eitt mikilvægasta verkefni alþjóðlegrar þróunarsamvinnu sé að tryggja fólki á neyðarsvæðum hreinlæti, þ.e. bæði hreint vatn og salernisaðstöðu. „Fjöldi kvenna og stúlkna sem eru í flóttamannabúðum bíða í örvæntingu eftir sólsetri, til þess eins að komast á klósettið óséðar þegar þær eru á blæðingum, þar sem þeim þykir skömm að því að aðrir verði þess var að þær eru á blæðingum. Það er ekki alls staðar samfélagslega viðurkennt að ræða blæðingar kvenna á jafn opinskáan hátt og hér á landi. Ferðir á klósettið í myrkri auka einnig líkur á því að konur og stúlkur verði fyrir ofbeldi. Hreinlæti er einnig oft ábótavant svo þær eiga á hættu að smitast af banvænum sjúkdómum. Aðgengi að hreinu vatni og salernisaðstöðu, getur skilið á milli lífs og dauða,“ segir í greininni sem er skrifuð af Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs, og Sólrúnu Maríu Ólafsdóttur, verkefnastjóra í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og alþjóðastarfi.Íslendingar leggja sitt af mörkumÍ þróunarsamvinnu Íslands eru úrbætur varðandi vatns- og salernisaðstöðu veigamiklir þættir í báðum samstarfslöndunum, Malaví og Úganda, auk þess sem annað tveggja verkefna sem enn er unnið að í Mósambík er svokallað WASH verkefni (Water and Sanitation, Hygiene) unnið af vegum UNICEF í fátækasta fylki landsins, Zambezíu. Nýlega birtist ánægjuleg frétt í Monitor, úgöndsku dagblaði, um aukin lífsgæði íbúa í Buikwe héraði þar sem Íslendingar hafa unnið með héraðsstjórninni meðal annars að því að koma hreinu neysluvatni til íbúanna og reisa 137 gjaldfrjáls almenningssalerni. Í Malaví hefur um langt árabil verið jafnt og þétt bætt við vatnspóstum í samstarfshéraðinu Mangochi með góðum árangri en umbætur í salernismálunum ganga hægar, eins og hvarvetna er reyndin. Því er við að bæta að miklar vonir eru bundnar við verkefni Bill Gates stofnunarinnar sem hófst árið 2011 um nýjar lausnir í klósettmálum en sex frumgerðir nýrra salerna voru kynntar nýlega eins og fram kemur í meðfylgjandi myndbandi. Þá er enn eitt árið hér heima vakin athygli á þeim. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent