28 prósenta samdráttur í sölu bíla í október Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2018 15:18 Rafmagns- og tengiltvinn bílar eru enn að auka hlutfall sitt af seldum bílum og er hlutfallið komið í 20 prósent samanborið við 15 prósent 2017 og 10 prósent 2016. Vísir/Vilhelm 27,8 prósenta samdráttur varð í sölu bíla í október 2018 samanborið við sama mánuð árið 2017. Alls voru 804 nýir fólksbílar skráðir í október 2018 samanborið við 1.114 í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að heildarfjöldi seldra bíla fyrstu 10 mánuði ársins í ár eru 16,772 fólksbílar. Þegar horft sé til tímabilsins frá janúar til loka október á þessu ári hafi bílasala dregist saman um 13,4 prósent ef miðað er við sama tímabil árið 2017. Ef horft er til ársins 2016 þá er bílasala nánast á pari við það ár þegar horft er á tímabilið janúar til loka október en það ár var búið að selja 16.834 fólksbíla þessa fyrstu 10 mánuði ársins. Rafmagns- og tengiltvinn bílar eru enn að auka hlutfall sitt af seldum bílum og er hlutfallið komið í 20 prósent samanborið við 15 prósent árið á undan. Árið 2016 var hlutfall þessara orkugjafa 10 prósent af heildarsölu fólksbíla. Um er að ræða tvöföldun yfir tveggja ára tímabil. „Margir þættir eru að hafa áhrif á snögg hjaðnanadi bílasölu. Verð á bílum hefur hækkað bæði vegna gengishækkunar en einnig vegna breyttrar aðferðar við mælingu á útblæstri bíla sem leiðir til hærri vörugjalda. Almenningur og innflytjendur bíla bíða eftir að fá niðurstöður frá Alþingi en frumvarp liggur fyrir er varðar breytingar á vörugjöldum til að koma til móts við þau áhrif sem breytt aðferðarfræði er að hafa í för með sér,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst er að þessi seinagangur á Alþingi er að hafa mikil áhrif og ef ekki er brugðist við þegar í stað munum við sjá enn meiri hækkanir þessa síðustu mánuði ársins þegar kemur að verði á bílum. Þær hækkanir munu skila sér af fullum þunga inn í verðbólgu og þar með verðtryggð lán landsmanna.“ Neytendur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
27,8 prósenta samdráttur varð í sölu bíla í október 2018 samanborið við sama mánuð árið 2017. Alls voru 804 nýir fólksbílar skráðir í október 2018 samanborið við 1.114 í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að heildarfjöldi seldra bíla fyrstu 10 mánuði ársins í ár eru 16,772 fólksbílar. Þegar horft sé til tímabilsins frá janúar til loka október á þessu ári hafi bílasala dregist saman um 13,4 prósent ef miðað er við sama tímabil árið 2017. Ef horft er til ársins 2016 þá er bílasala nánast á pari við það ár þegar horft er á tímabilið janúar til loka október en það ár var búið að selja 16.834 fólksbíla þessa fyrstu 10 mánuði ársins. Rafmagns- og tengiltvinn bílar eru enn að auka hlutfall sitt af seldum bílum og er hlutfallið komið í 20 prósent samanborið við 15 prósent árið á undan. Árið 2016 var hlutfall þessara orkugjafa 10 prósent af heildarsölu fólksbíla. Um er að ræða tvöföldun yfir tveggja ára tímabil. „Margir þættir eru að hafa áhrif á snögg hjaðnanadi bílasölu. Verð á bílum hefur hækkað bæði vegna gengishækkunar en einnig vegna breyttrar aðferðar við mælingu á útblæstri bíla sem leiðir til hærri vörugjalda. Almenningur og innflytjendur bíla bíða eftir að fá niðurstöður frá Alþingi en frumvarp liggur fyrir er varðar breytingar á vörugjöldum til að koma til móts við þau áhrif sem breytt aðferðarfræði er að hafa í för með sér,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst er að þessi seinagangur á Alþingi er að hafa mikil áhrif og ef ekki er brugðist við þegar í stað munum við sjá enn meiri hækkanir þessa síðustu mánuði ársins þegar kemur að verði á bílum. Þær hækkanir munu skila sér af fullum þunga inn í verðbólgu og þar með verðtryggð lán landsmanna.“
Neytendur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent