Fengu rúmar fjórar milljónir fyrir að semja veiðigjaldafrumvarpið Jóhann Óli Eiðsson. skrifar 31. október 2018 06:30 Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Fréttablaðið Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Aton, og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa samtals fengið greiddar rúmar 4,4 milljónir króna vegna vinnu þeirra við gerð veiðigjaldafrumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið fékk afrit frá atvinnuvegaráðuneytinu af samningum sem gerðir voru við Hugin og Teit vegna þessa.Huginn Freyr Þorsteinsson.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ samningunum segir að þeir veiti ráðherra ráðgjöf og aðstoð við samningu frumvarps um veiðigjöld. Var þeim falið að fullgera frumvarpið. Fyrir þetta skyldu þeir fá greitt 13 þúsund krónur á tímann, án virðisaukaskatts, og giltu samningarnir frá 13. júní til 1. ágúst. Í verkáætlun samkomulagsins er gert ráð fyrir að verkefnið verði að hámarki 150 tímar. Samningur vegna Hugins var gerður við félagið Principa en í tilfelli Teits við hann sjálfan. Síðar meir var gerður viðauki við samkomulagið þar sem verkefnið reyndist meira að umfangi en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í viðaukanum var kveðið á um að greitt yrði fyrir fimmtíu stundir til viðbótar. Frágangur frumvarpsins tæki þar allt að tuttugu stundir, fundir og samtöl tíu til fimmtán og vinna vegna samráðsnefndar ráðherra og fyrir þingflokka annað eins. Gilti viðaukinn frá upphafi ágúst til loka september. Samtals fékk Huginn rúmar 2,5 milljónir fyrir 193 stunda vinnu og Teitur tæpar tvær milljónir fyrir 149,5 stundir. Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Þá hefur fyrirtækið Aton meðal annars unnið skýrslur fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.Teitur Björn EinarssonFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Aton, og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa samtals fengið greiddar rúmar 4,4 milljónir króna vegna vinnu þeirra við gerð veiðigjaldafrumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið fékk afrit frá atvinnuvegaráðuneytinu af samningum sem gerðir voru við Hugin og Teit vegna þessa.Huginn Freyr Þorsteinsson.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ samningunum segir að þeir veiti ráðherra ráðgjöf og aðstoð við samningu frumvarps um veiðigjöld. Var þeim falið að fullgera frumvarpið. Fyrir þetta skyldu þeir fá greitt 13 þúsund krónur á tímann, án virðisaukaskatts, og giltu samningarnir frá 13. júní til 1. ágúst. Í verkáætlun samkomulagsins er gert ráð fyrir að verkefnið verði að hámarki 150 tímar. Samningur vegna Hugins var gerður við félagið Principa en í tilfelli Teits við hann sjálfan. Síðar meir var gerður viðauki við samkomulagið þar sem verkefnið reyndist meira að umfangi en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í viðaukanum var kveðið á um að greitt yrði fyrir fimmtíu stundir til viðbótar. Frágangur frumvarpsins tæki þar allt að tuttugu stundir, fundir og samtöl tíu til fimmtán og vinna vegna samráðsnefndar ráðherra og fyrir þingflokka annað eins. Gilti viðaukinn frá upphafi ágúst til loka september. Samtals fékk Huginn rúmar 2,5 milljónir fyrir 193 stunda vinnu og Teitur tæpar tvær milljónir fyrir 149,5 stundir. Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Þá hefur fyrirtækið Aton meðal annars unnið skýrslur fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.Teitur Björn EinarssonFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira