Eiturlyfjamarkaðurinn sá stöðugasti á Íslandi Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2018 09:00 Um aldamótin kostaði gramm af kókaíni um 25 þúsund krónur. Átján árum síðar kostar það fimmtán þúsund krónur. Fréttablaðið/GVA Verð á helstu fíkniefnum hér á landi hefur verið afar stöðugt það sem af er á þessari öld. Verðið lækkar mjög hægt en örugglega. Ytri hagsveiflur í íslensku efnahagslífi virðast ekki hafa nokkur áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi ef frá er talinn örlítill kippur árið 2008. Verð á kannabis fór hæst í um 5.000 krónur grammið í byrjun árs 2009 en hefur hægt og rólega leitað niður á við síðan þá, eða í rúman áratug. Er svo komið að nú tíu árum eftir hrun er verðið á gramminu komið undir þrjú þúsund krónurnar. Verð á hassi stendur í stað en bæði framboð og eftirspurn þar hefur nánast hrunið enda sinnir innlend framleiðsla kannabis öllum þeim markaði. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir mikið jafnvægi í framboði og eftirspurn. „Þetta er mjög stöðugur markaður þar sem verðið lækkar hægt og rólega. Markaðurinn á þessum efnum lýtur sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og það hefur áhrif á verðið,“ segir Arnþór. „Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf einhverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin,“ heldur Arnþór áfram. „Það kostar alltaf minna og minna að kaupa þessi efni en það gerði hér áður fyrr, það er bara þannig.“ Sama þróun hefur átt sér stað í verðlagningu amfetamíns og kókaíns. Um aldamótin kostaði grammið af kókaíni hérlendis um 25.000 krónur. Nú, átján árum síðar, kostar grammið um fimmtán þúsund krónur og sama þróun á sér stað í amfetamíni sem hefur lækkað um helming á þessu tímabili. Arnþór segir einnig að SÁÁ sé með verðkannanir á ópíóðum og menn séu að nota þau lyf í meiri mæli. „Einnig liggur það fyrir að fleiri og fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda,“ bendir formaður SÁÁ sömuleiðis á. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Verð á helstu fíkniefnum hér á landi hefur verið afar stöðugt það sem af er á þessari öld. Verðið lækkar mjög hægt en örugglega. Ytri hagsveiflur í íslensku efnahagslífi virðast ekki hafa nokkur áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi ef frá er talinn örlítill kippur árið 2008. Verð á kannabis fór hæst í um 5.000 krónur grammið í byrjun árs 2009 en hefur hægt og rólega leitað niður á við síðan þá, eða í rúman áratug. Er svo komið að nú tíu árum eftir hrun er verðið á gramminu komið undir þrjú þúsund krónurnar. Verð á hassi stendur í stað en bæði framboð og eftirspurn þar hefur nánast hrunið enda sinnir innlend framleiðsla kannabis öllum þeim markaði. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir mikið jafnvægi í framboði og eftirspurn. „Þetta er mjög stöðugur markaður þar sem verðið lækkar hægt og rólega. Markaðurinn á þessum efnum lýtur sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og það hefur áhrif á verðið,“ segir Arnþór. „Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf einhverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin,“ heldur Arnþór áfram. „Það kostar alltaf minna og minna að kaupa þessi efni en það gerði hér áður fyrr, það er bara þannig.“ Sama þróun hefur átt sér stað í verðlagningu amfetamíns og kókaíns. Um aldamótin kostaði grammið af kókaíni hérlendis um 25.000 krónur. Nú, átján árum síðar, kostar grammið um fimmtán þúsund krónur og sama þróun á sér stað í amfetamíni sem hefur lækkað um helming á þessu tímabili. Arnþór segir einnig að SÁÁ sé með verðkannanir á ópíóðum og menn séu að nota þau lyf í meiri mæli. „Einnig liggur það fyrir að fleiri og fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda,“ bendir formaður SÁÁ sömuleiðis á.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira