Miðbæ Glasgow lokað fyrir Fast and Furious Benedikt Bóas skrifar 25. október 2018 09:00 Tvö mótorhjól elta McLaren-sportbíl yfir George-torgið í Glasgow. Um 200 manns koma að verkefninu. NordicPhotos/Getty Miðbænum í Glasgow hefur verið lokað til 29. október vegna vinnu við gerð Fast and Furious myndarinnar Hobbs & Shaw. Eru Jason Statham, Swayne The Rock Johnson og Idris Elba allir samankomnir til að taka upp atriðin. David Leitch leikstýrir. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að enginn muni fá aðgang að stóru svæði miðbæjarins nema þeir sem vinna að myndinni. Hefur þessi langa lokun farið þversum í eigendur verslana og þjónustufyrirtækja á svæðinu. Glasgow tilkynnti að borgin hefði fengið 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna, fyrir kvikmyndaverkefni.Glasgow-borg hefur fengið um tvo milljarða í kassann fyrir kvikmyndaverkefni að undanförnu. NordicPhotos/gettyGlasgow hefur áður verið sögusvið þessara mynda en Fast and Furious 6 var tekin upp þar árið 2012 en þá komu engar stjörnur til að leika fyrir utan auðvitað bílana sem leika yfirleitt stórt hlutverk. Þingmaðurinn David McDonald sagðist í samtali við skoska miðla vera stoltur af því að fá svona stórt kvikmyndaverkefni til borgarinnar og íbúar Skotlands gætu verið ánægðir með að sjá borgina í svona stórri kvikmynd.Mótórhjólin fá smá malbik að borða.Hobbs and Shaw Myndin er skrifuð með þá Luke Hobbs, sem Dwayne Johnson leikur, og Dechard Shaw, sem Jason Statham, leikur í aðalhlutverkum. Myndin er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári. Þegar myndin var tilkynnt fór Tyrese Gibson, stjarna úr Fast and Furious-seríunni, á Instagram og lét þar móðan mása. Blótaði Johnson í sand og ösku og vildi frekar gera Fast and Furious níu. Myndin verður að megninu til tekin upp í London. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Miðbænum í Glasgow hefur verið lokað til 29. október vegna vinnu við gerð Fast and Furious myndarinnar Hobbs & Shaw. Eru Jason Statham, Swayne The Rock Johnson og Idris Elba allir samankomnir til að taka upp atriðin. David Leitch leikstýrir. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að enginn muni fá aðgang að stóru svæði miðbæjarins nema þeir sem vinna að myndinni. Hefur þessi langa lokun farið þversum í eigendur verslana og þjónustufyrirtækja á svæðinu. Glasgow tilkynnti að borgin hefði fengið 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna, fyrir kvikmyndaverkefni.Glasgow-borg hefur fengið um tvo milljarða í kassann fyrir kvikmyndaverkefni að undanförnu. NordicPhotos/gettyGlasgow hefur áður verið sögusvið þessara mynda en Fast and Furious 6 var tekin upp þar árið 2012 en þá komu engar stjörnur til að leika fyrir utan auðvitað bílana sem leika yfirleitt stórt hlutverk. Þingmaðurinn David McDonald sagðist í samtali við skoska miðla vera stoltur af því að fá svona stórt kvikmyndaverkefni til borgarinnar og íbúar Skotlands gætu verið ánægðir með að sjá borgina í svona stórri kvikmynd.Mótórhjólin fá smá malbik að borða.Hobbs and Shaw Myndin er skrifuð með þá Luke Hobbs, sem Dwayne Johnson leikur, og Dechard Shaw, sem Jason Statham, leikur í aðalhlutverkum. Myndin er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári. Þegar myndin var tilkynnt fór Tyrese Gibson, stjarna úr Fast and Furious-seríunni, á Instagram og lét þar móðan mása. Blótaði Johnson í sand og ösku og vildi frekar gera Fast and Furious níu. Myndin verður að megninu til tekin upp í London.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira