Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 14:19 Friðrik Dór ber síðara eiginnafni sínu vel söguna. Fréttablaðið/Eyþór Ein helsta poppstjarna landsins var heldur rugluð í ríminu þegar Vísir ræddi við hana nú áðan. Mannanafnanefnd hefur, í nýlegum úrskurði, hafnað beiðni um millinafnið Dór. RÚV greindi fyrst frá í morgun og brást Friðrik Dór við á Instagram reikningi sínum. Sagði hann þetta risaskell fyrir sig. „Ég veit ekki hvað er málið. þeir bara dæmdu mig ólöglegan. Dæmdur úr leik. Þarf ég nokkuð að skipta, er það?“ spyr Friðrik Dór blaðamann Vísis. Tónlistarmaðurinn þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Hann ber nafnið sem eiginnafn sem er í rauninni ástæðan fyrir því að annar aðili, sem vill nafnið sem millinafn, verður ekki að ósk sinni. Má ekki vera nafnbera til ama Í úrskurði Mannanafnanefndar segir meðal annars að til að hægt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá þurfi öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru þau sem að þessu snúa að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofnum og að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Og, millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Í niðurstöðu Mannanafnanefndar segir: „Nafnið Dór hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla og er skráð sem slíkt á mannanafnaskrá. Þess vegna er ekki hægt að fallast á millinafnið Dór.“ Sökum þess að Friðrik og fleiri íslenskir karlmenn bera nafnið Dór sem eiginnafn, og hefð er komin á, er ekki hægt að bera það sem millinafn. Almennt eru millinöfn ættarnöfn sem bæði kyn bera, svo sem Arnfjörð, Sædal, Vattnes. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannanöfn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Ein helsta poppstjarna landsins var heldur rugluð í ríminu þegar Vísir ræddi við hana nú áðan. Mannanafnanefnd hefur, í nýlegum úrskurði, hafnað beiðni um millinafnið Dór. RÚV greindi fyrst frá í morgun og brást Friðrik Dór við á Instagram reikningi sínum. Sagði hann þetta risaskell fyrir sig. „Ég veit ekki hvað er málið. þeir bara dæmdu mig ólöglegan. Dæmdur úr leik. Þarf ég nokkuð að skipta, er það?“ spyr Friðrik Dór blaðamann Vísis. Tónlistarmaðurinn þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Hann ber nafnið sem eiginnafn sem er í rauninni ástæðan fyrir því að annar aðili, sem vill nafnið sem millinafn, verður ekki að ósk sinni. Má ekki vera nafnbera til ama Í úrskurði Mannanafnanefndar segir meðal annars að til að hægt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá þurfi öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru þau sem að þessu snúa að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofnum og að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Og, millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Í niðurstöðu Mannanafnanefndar segir: „Nafnið Dór hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla og er skráð sem slíkt á mannanafnaskrá. Þess vegna er ekki hægt að fallast á millinafnið Dór.“ Sökum þess að Friðrik og fleiri íslenskir karlmenn bera nafnið Dór sem eiginnafn, og hefð er komin á, er ekki hægt að bera það sem millinafn. Almennt eru millinöfn ættarnöfn sem bæði kyn bera, svo sem Arnfjörð, Sædal, Vattnes. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannanöfn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00
Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49