Hringdi bjöllum í Braggamáli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2018 07:00 Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Fréttablaðið/Stefán Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í grein sinni í blaðinu í dag að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði átt að „taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum“ um framúrkeyrslu í Braggamálinu svokallaða. Segir Örn aukinheldur að hann hafi sjálfur spurst fyrir um málið í desember 2017 og að tvær athugasemdir hafi borist borgarlögmanni sumarið 2017. Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, vill ekki tjá sig um innihald greinar Arnar fyrr en að rannsókn Braggamálsins lokinni.„En það er alveg ljóst í mínum huga að þetta ferli hefur verið meingallað frá upphafi. Þarna er illa farið með almannafé og mér finnst þetta mjög alvarlegt. Nú síðast með þessi strá,“ segir Þórdís Lóa. „Við í Viðreisn komum inn í borgarstjórn og vissum að borgin væri stórt fyrirtæki og örugglega mörg mál sem væru á þannig stað að mætti gera betur. En verkefnin eru stærri en ég átti von á. Ég ætla ekki að setja mig í neinn rannsóknarstól, en það er algjörlega ljóst að þarna er illa farið með fé.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að meðferð málsins sé skólabókardæmi um fúsk í rekstri borgarinnar. „Auðvitað koma meirihlutar og fara. Málið er búið að vera í gangi núna í um tvö ár. En sá sem er búinn að vera við stýrið er framkvæmdastjórinn, Dagur B. Eggertsson,“ segir Eyþór og bætir því við að borgarstjóri hafi bæði séð athugasemdir Arnar og ákall innkauparáðs til borgarlögmanns. „Það má segja að viðvörunarbjöllur hafi hringt og rauð ljós hafi blikkað. Framkvæmdastjórinn hafi ekki sinnt sínu starfi. Hann hefur kannski verið upptekinn í kosningabaráttu eða einhverju öðru. En hann getur ekki bent á aðra starfsmenn því hann fær þessar fundargerðir,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist vera að afla sér gagna um málið. Samkvæmt því sem hún hafi séð hafi málið ekki komið fyrir borgarráð, sem fer með fjármál borgarinnar, fyrr en of seint. „Samkvæmt því sem ég hef séð finnst mér undarlegt að það hafi ekki verið leitað sterkara umboðs kjörinna fulltrúa í meiri- og minnihluta. Ég get ekki séð að það hafi verið gert eins og góðir starfshættir kveða á um,“ segir Dóra Björt en bætir því við að hún geti ekki svarað fyrir grein Arnar. Hún hafi ekki nægar upplýsingar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í grein sinni í blaðinu í dag að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði átt að „taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum“ um framúrkeyrslu í Braggamálinu svokallaða. Segir Örn aukinheldur að hann hafi sjálfur spurst fyrir um málið í desember 2017 og að tvær athugasemdir hafi borist borgarlögmanni sumarið 2017. Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, vill ekki tjá sig um innihald greinar Arnar fyrr en að rannsókn Braggamálsins lokinni.„En það er alveg ljóst í mínum huga að þetta ferli hefur verið meingallað frá upphafi. Þarna er illa farið með almannafé og mér finnst þetta mjög alvarlegt. Nú síðast með þessi strá,“ segir Þórdís Lóa. „Við í Viðreisn komum inn í borgarstjórn og vissum að borgin væri stórt fyrirtæki og örugglega mörg mál sem væru á þannig stað að mætti gera betur. En verkefnin eru stærri en ég átti von á. Ég ætla ekki að setja mig í neinn rannsóknarstól, en það er algjörlega ljóst að þarna er illa farið með fé.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að meðferð málsins sé skólabókardæmi um fúsk í rekstri borgarinnar. „Auðvitað koma meirihlutar og fara. Málið er búið að vera í gangi núna í um tvö ár. En sá sem er búinn að vera við stýrið er framkvæmdastjórinn, Dagur B. Eggertsson,“ segir Eyþór og bætir því við að borgarstjóri hafi bæði séð athugasemdir Arnar og ákall innkauparáðs til borgarlögmanns. „Það má segja að viðvörunarbjöllur hafi hringt og rauð ljós hafi blikkað. Framkvæmdastjórinn hafi ekki sinnt sínu starfi. Hann hefur kannski verið upptekinn í kosningabaráttu eða einhverju öðru. En hann getur ekki bent á aðra starfsmenn því hann fær þessar fundargerðir,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist vera að afla sér gagna um málið. Samkvæmt því sem hún hafi séð hafi málið ekki komið fyrir borgarráð, sem fer með fjármál borgarinnar, fyrr en of seint. „Samkvæmt því sem ég hef séð finnst mér undarlegt að það hafi ekki verið leitað sterkara umboðs kjörinna fulltrúa í meiri- og minnihluta. Ég get ekki séð að það hafi verið gert eins og góðir starfshættir kveða á um,“ segir Dóra Björt en bætir því við að hún geti ekki svarað fyrir grein Arnar. Hún hafi ekki nægar upplýsingar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira