„Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 15:18 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að henni hugnist ekki heræfingar. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að heræfingar væru ekki eitthvað sem henni hugnast. Kom þetta fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem spurði ráðherra út í heræfingu NATO, Trident Juncture, sem nú fer fram hér á landi. Þórhildur Sunna spurði Katrínu meðal annars út í það sem sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að sérstaklega yrði gætt að því að ekki yrði umhverfisrask vegna æfinganna. Spurði þingmaðurinn hvort að tryggt hafi verið tíu herskip sem muni leggjast hér að bryggju vegna æfingarinnar brenni ekki svartolíu og hvort gert hafi verið mat á umhverfisáhrifum af komu þessara skipa. Þá spurði Þórhildur einnig út í það hvort að forsætisráðherra fyndist það líklegt til þess að tryggja frið og öryggi Íslendinga að hýsa hér á landi hernaðaræfingu „sem líta mætti á sem beina ögrun við kjarnorkuveldið Rússland.“ Katrín svaraði því til að henni væri ekki kunnugt um að mat á umhverfisáhrifum heræfingarinnar hefði farið fram. Hins vegar væri það svo að það þyrfti að huga að svartolíumengun. Landgönguliðar undirbúa æfinguna umkomandi helgi.Vísir/ViilhelmSagði Katrín að Ísland hefði verið í fararbroddi í alþjóðasamstarfi varðandi það að hvetja til banns við notkun svartolíu á höfum úti. Það ætti við um herskip jafnt sem önnur skip. Varðandi svo þann hluta fyrirspurnarinnar sem sneri að friðsamlegum lausnum benti Katrín á að skipulagning heræfingarinnar hefði hafist áður en hún tók við sem forsætisráðherra. „Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast, enda er háttvirtum þingmanni kunnugt um mína afstöðu og hreyfingar minnar til veru okkar í Atlantshafsbandalaginu, en þetta er auðvitað hluti af starfsemi bandalagsins,“ sagði Katrín á þingi í dag en umræðuna í heild má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55 Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að heræfingar væru ekki eitthvað sem henni hugnast. Kom þetta fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem spurði ráðherra út í heræfingu NATO, Trident Juncture, sem nú fer fram hér á landi. Þórhildur Sunna spurði Katrínu meðal annars út í það sem sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að sérstaklega yrði gætt að því að ekki yrði umhverfisrask vegna æfinganna. Spurði þingmaðurinn hvort að tryggt hafi verið tíu herskip sem muni leggjast hér að bryggju vegna æfingarinnar brenni ekki svartolíu og hvort gert hafi verið mat á umhverfisáhrifum af komu þessara skipa. Þá spurði Þórhildur einnig út í það hvort að forsætisráðherra fyndist það líklegt til þess að tryggja frið og öryggi Íslendinga að hýsa hér á landi hernaðaræfingu „sem líta mætti á sem beina ögrun við kjarnorkuveldið Rússland.“ Katrín svaraði því til að henni væri ekki kunnugt um að mat á umhverfisáhrifum heræfingarinnar hefði farið fram. Hins vegar væri það svo að það þyrfti að huga að svartolíumengun. Landgönguliðar undirbúa æfinguna umkomandi helgi.Vísir/ViilhelmSagði Katrín að Ísland hefði verið í fararbroddi í alþjóðasamstarfi varðandi það að hvetja til banns við notkun svartolíu á höfum úti. Það ætti við um herskip jafnt sem önnur skip. Varðandi svo þann hluta fyrirspurnarinnar sem sneri að friðsamlegum lausnum benti Katrín á að skipulagning heræfingarinnar hefði hafist áður en hún tók við sem forsætisráðherra. „Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast, enda er háttvirtum þingmanni kunnugt um mína afstöðu og hreyfingar minnar til veru okkar í Atlantshafsbandalaginu, en þetta er auðvitað hluti af starfsemi bandalagsins,“ sagði Katrín á þingi í dag en umræðuna í heild má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55 Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55
Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45