Nýr Volvo lögreglunnar átti ekkert í þjófa á stolnum Porsche jeppa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 11:31 Frá vettvangi glæpsins á Kaffi kjós í nótt. Kaffi Kjós Þrír karlar og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á Vesturlandi grunuð um innbrot, meðal annars í Kaffi Kjós í nótt. Þau óku stolnum Porsche jeppa og náðu meðal annars að stinga lögreglumenn á Akranesi af á fjórða tímanum í nótt. Áður höfðu þau hrist af sér eiganda Kaffi Kjós. Hermann Ingólfsson, bóndi í Kjós sem á og rekur Kaffi Kjós, segist hafa vaknað við tilkynningu um að þjófarvarnakerfið hafi farið í gang um þrjúleytið í nótt. Hann býr steinsnar frá kaffihúsinu og dreif sig á vettvang. Á leiðinni mætti hann Porsche jeppa á mikilli ferð. Tilraun hans til að elta jeppann uppi bar engan árangur en ökumaður jeppans steig vel á bensínið.Þjófarnir brutu neðstu rúðuna úr hurðinni og skriðu inn.Kaffi KjósÁ vergangi í Borgarnesi Hermann tilkynnti innbrotið til lögreglu sem brást við. Lögreglan á Akranesi fór neðan af Skaga og mætti jeppanum. Nýr Volvo lögreglunnar átti hins vegar engan möguleika í Porsche jeppann sem þeystist norður þjóðveginn. Lögreglan skipti nýlega út stórum hluta bílaflota síns. Kollegar Skagamannanna í Borgarnesi fundu aftur á móti ruplarana fjóra á vergangi í Borgarnesi en þau höfðu þá yfirgefið hinn kraftmikla Porsche jeppa. Honum hafði verið stolið úr fyrirtæki í höfuðborginni. Yfirheyrslur standa yfir en að sögn lögreglufulltrúa í Borgarnesi er grunur um að fjórmenningarnir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Lögreglumenn sem voru á kvöldvakt í gær sinna skýrslutökum en allajafna væru þeir löngu farnir heim af vaktinni. Þá ætti að vera komin skýrari mynd á málið.Skriðu inn í Kaffi Kjós Fyrir liggur að þjófarnir brutust inn í Kaffi kjós með því að brjóta rúðu í útidyrahurðinni. Ekki er hægt að opna dyrnar að innan svo þeir þurftu að hreinsa út neðstu rúðuna og skríða inn. Hermann Ingólfsson segist vera orðinn hundleiður á endurteknum innbrotum í kaffihúsið sitt. Þetta var fjórða innbrotið á tuttugu árum en hann lætur þó engan bilbug á sér finna. „Nei nei, þetta er bara svona. Þetta eru aumingjans grey,“ segir Hermann sem verður með opið um næstu helgi. Þjófarnir hafi líklega aðeins haft áfengi og tóbak upp úr krafsinu. Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Þrír karlar og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á Vesturlandi grunuð um innbrot, meðal annars í Kaffi Kjós í nótt. Þau óku stolnum Porsche jeppa og náðu meðal annars að stinga lögreglumenn á Akranesi af á fjórða tímanum í nótt. Áður höfðu þau hrist af sér eiganda Kaffi Kjós. Hermann Ingólfsson, bóndi í Kjós sem á og rekur Kaffi Kjós, segist hafa vaknað við tilkynningu um að þjófarvarnakerfið hafi farið í gang um þrjúleytið í nótt. Hann býr steinsnar frá kaffihúsinu og dreif sig á vettvang. Á leiðinni mætti hann Porsche jeppa á mikilli ferð. Tilraun hans til að elta jeppann uppi bar engan árangur en ökumaður jeppans steig vel á bensínið.Þjófarnir brutu neðstu rúðuna úr hurðinni og skriðu inn.Kaffi KjósÁ vergangi í Borgarnesi Hermann tilkynnti innbrotið til lögreglu sem brást við. Lögreglan á Akranesi fór neðan af Skaga og mætti jeppanum. Nýr Volvo lögreglunnar átti hins vegar engan möguleika í Porsche jeppann sem þeystist norður þjóðveginn. Lögreglan skipti nýlega út stórum hluta bílaflota síns. Kollegar Skagamannanna í Borgarnesi fundu aftur á móti ruplarana fjóra á vergangi í Borgarnesi en þau höfðu þá yfirgefið hinn kraftmikla Porsche jeppa. Honum hafði verið stolið úr fyrirtæki í höfuðborginni. Yfirheyrslur standa yfir en að sögn lögreglufulltrúa í Borgarnesi er grunur um að fjórmenningarnir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Lögreglumenn sem voru á kvöldvakt í gær sinna skýrslutökum en allajafna væru þeir löngu farnir heim af vaktinni. Þá ætti að vera komin skýrari mynd á málið.Skriðu inn í Kaffi Kjós Fyrir liggur að þjófarnir brutust inn í Kaffi kjós með því að brjóta rúðu í útidyrahurðinni. Ekki er hægt að opna dyrnar að innan svo þeir þurftu að hreinsa út neðstu rúðuna og skríða inn. Hermann Ingólfsson segist vera orðinn hundleiður á endurteknum innbrotum í kaffihúsið sitt. Þetta var fjórða innbrotið á tuttugu árum en hann lætur þó engan bilbug á sér finna. „Nei nei, þetta er bara svona. Þetta eru aumingjans grey,“ segir Hermann sem verður með opið um næstu helgi. Þjófarnir hafi líklega aðeins haft áfengi og tóbak upp úr krafsinu.
Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira