Mannanöfn Sigurður Konráðsson skrifar 2. október 2018 07:00 Mitt í haustönnum venjulegs fólks var frumvarp um mannanöfn lagt fram á Alþingi. Heldur lítið fór fyrir því enda var frumvarpið afar svipað útgáfunni frá síðasta ári. Frumvarpið er örstutt en einn glundroði. Finnst sumum sem kjarni málsins sé afræktur. Sá kjarni er í fyrsta lagi lög og samþykktir Alþingis og í öðru lagi vægi mannanafna í málsamfélagi. Á undanförnum árum hafa margs konar lög verið afgreidd frá Alþingi þar sem íslenskt mál og táknmál koma við sögu. Má þar nefna lög um íslenska tungu og ýmis lög um skóla sem annaðhvort eru reknir af sveitarfélögum eða ríki. Þá eru til lög um örnefni og um ljósvakamiðla. Alþingi á sér málstefnu sem birtist í miklu plaggi sem nefnist Íslenska til alls. Málstefna er einnig til í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum. Loks hefur Alþingi úthlutað nokkru fé til þess að vernda íslenska tungu í stafrænum heimi. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti svo á dögunum aðgerðir til að styrkja stöðu íslenskrar tungu með fjárveitingum til bókaútgáfu og fjölmiðla og boðaði jafnframt þingsályktunartillögu nú í haust í 22 liðum um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi. Alþingi hefur sýnt eftirtektarverðan vilja til þess að íslenskt mál verði enn um sinn þjóðtunga Íslendinga.Rök gegn frumvarpi um mannanöfn Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess að lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari. Mannanöfn eru hluti af íslensku málkerfi. Þau eru nafnorð sem taka mismunandi beygingu, oft sérstakri beygingu og styrkja þannig fjölbreytileika beygingarkerfisins. Yfirleitt eru þau aðeins notuð í eintölu. Mannanöfn eru rúmlega tíunda hvert nafnorð í rituðum texta. Mannanöfn styrkja merkingargrundvöll tungunnar með því að fólk veltir fyrir merkingu eigin nafns og annarra. Mannanöfn styrkja hugleiðingar um uppruna orða og sögu þeirra. Mannanöfn gegna viðamiklu hlutverki í bókmenntum þjóðarinnar, náttúrufræði og sagnfræði. Mannanöfn eru veigamikill hluti af samhengi í íslensku máli. Alþingismenn mega hafa þessi atriði í huga þegar þeir greiða atkvæði um frumvarpið. Þeir mættu einnig minnast þess að lög um mannanöfn eru regla en ekki undantekning þegar litið er til ríkja veraldar og eru ekki alls staðar silkihanskar dregnir á hönd þegar kemur að framkvæmd laganna. Loks mættu þeir íhuga hvort hin venjulegu Jón og Guðrún kærðu sig um að skiptast á nöfnum, hvort þau sæktust eftir því að skaftfellskur nágranni þeirra héti eða börnin O og e=mc2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Mitt í haustönnum venjulegs fólks var frumvarp um mannanöfn lagt fram á Alþingi. Heldur lítið fór fyrir því enda var frumvarpið afar svipað útgáfunni frá síðasta ári. Frumvarpið er örstutt en einn glundroði. Finnst sumum sem kjarni málsins sé afræktur. Sá kjarni er í fyrsta lagi lög og samþykktir Alþingis og í öðru lagi vægi mannanafna í málsamfélagi. Á undanförnum árum hafa margs konar lög verið afgreidd frá Alþingi þar sem íslenskt mál og táknmál koma við sögu. Má þar nefna lög um íslenska tungu og ýmis lög um skóla sem annaðhvort eru reknir af sveitarfélögum eða ríki. Þá eru til lög um örnefni og um ljósvakamiðla. Alþingi á sér málstefnu sem birtist í miklu plaggi sem nefnist Íslenska til alls. Málstefna er einnig til í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum. Loks hefur Alþingi úthlutað nokkru fé til þess að vernda íslenska tungu í stafrænum heimi. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti svo á dögunum aðgerðir til að styrkja stöðu íslenskrar tungu með fjárveitingum til bókaútgáfu og fjölmiðla og boðaði jafnframt þingsályktunartillögu nú í haust í 22 liðum um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi. Alþingi hefur sýnt eftirtektarverðan vilja til þess að íslenskt mál verði enn um sinn þjóðtunga Íslendinga.Rök gegn frumvarpi um mannanöfn Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess að lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari. Mannanöfn eru hluti af íslensku málkerfi. Þau eru nafnorð sem taka mismunandi beygingu, oft sérstakri beygingu og styrkja þannig fjölbreytileika beygingarkerfisins. Yfirleitt eru þau aðeins notuð í eintölu. Mannanöfn eru rúmlega tíunda hvert nafnorð í rituðum texta. Mannanöfn styrkja merkingargrundvöll tungunnar með því að fólk veltir fyrir merkingu eigin nafns og annarra. Mannanöfn styrkja hugleiðingar um uppruna orða og sögu þeirra. Mannanöfn gegna viðamiklu hlutverki í bókmenntum þjóðarinnar, náttúrufræði og sagnfræði. Mannanöfn eru veigamikill hluti af samhengi í íslensku máli. Alþingismenn mega hafa þessi atriði í huga þegar þeir greiða atkvæði um frumvarpið. Þeir mættu einnig minnast þess að lög um mannanöfn eru regla en ekki undantekning þegar litið er til ríkja veraldar og eru ekki alls staðar silkihanskar dregnir á hönd þegar kemur að framkvæmd laganna. Loks mættu þeir íhuga hvort hin venjulegu Jón og Guðrún kærðu sig um að skiptast á nöfnum, hvort þau sæktust eftir því að skaftfellskur nágranni þeirra héti eða börnin O og e=mc2.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar