Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2018 08:20 Viðræðurnar eru vegna uppfærðar EBITDA-spár félagsins. vísir/rakel Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. Nafnvirði bréfanna eru 190 milljónir dollara, eða um 21,5 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair Group og vísað til uppfærðrar EBITDA-spár fyrirtækisins sem birt var hinn 27. ágúst síðastliðinn. „Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að í ljósi spárinnar sé félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, „til til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl.“ Tilkynningu Icelandair Group vegna málsins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Vísað er til uppfærðrar EBITDA spár Icelandair Group sem birt var hinn 27. ágúst sl. og óveðtryggðra skuldabréfa félagsins með auðkennið ISIN NO0010776982 að nafnvirði 190 milljónir USD. Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar. Í dag hóf Icelandair Group viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50% af hinum útgefnu bréfum.Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár Icelandair Group er félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl. Eigið fé nam 530 milljónum USD og eiginfjárhlutfall félagsins var 32%. Bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna nam 673 milljónum USD og fyrirframgreiðslur inn á nýjar flugvélar í efnahagsreikningi námu 143 milljónum USD. Á sama tíma nam heildarfjárhæð vaxtaberandi skulda 343 milljónum USD en þar af voru 121 milljón USD veðtryggðar. Icelandair Group hefur ráðið DNB Bank Markets sem fjárhagslegan ráðgjafa félagsins vegna ofangreinds. Icelandair Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. Nafnvirði bréfanna eru 190 milljónir dollara, eða um 21,5 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair Group og vísað til uppfærðrar EBITDA-spár fyrirtækisins sem birt var hinn 27. ágúst síðastliðinn. „Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að í ljósi spárinnar sé félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, „til til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl.“ Tilkynningu Icelandair Group vegna málsins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Vísað er til uppfærðrar EBITDA spár Icelandair Group sem birt var hinn 27. ágúst sl. og óveðtryggðra skuldabréfa félagsins með auðkennið ISIN NO0010776982 að nafnvirði 190 milljónir USD. Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar. Í dag hóf Icelandair Group viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50% af hinum útgefnu bréfum.Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár Icelandair Group er félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl. Eigið fé nam 530 milljónum USD og eiginfjárhlutfall félagsins var 32%. Bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna nam 673 milljónum USD og fyrirframgreiðslur inn á nýjar flugvélar í efnahagsreikningi námu 143 milljónum USD. Á sama tíma nam heildarfjárhæð vaxtaberandi skulda 343 milljónum USD en þar af voru 121 milljón USD veðtryggðar. Icelandair Group hefur ráðið DNB Bank Markets sem fjárhagslegan ráðgjafa félagsins vegna ofangreinds.
Icelandair Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01
Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00
Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34