Fjárlagafrumvarpið brást eldri borgurum! Björgvin Guðmundsson skrifar 4. október 2018 07:00 Eldri borgarar biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá fjárlagafrumvarpið fyrir 2019 til þess að sjá hvað hækka ætti lífeyri þeirra frá almannatryggingum. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hækkunin er aðeins 3,4% og tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Þetta er alger hungurlús. Þetta þýðir, að lífeyrir eftir skatt muni hækka um rúmlega 6.000 kr. á mánuði eða úr 243 þúsund kr. mánuði eftir skatt í 249 þúsund eftir skatt hjá einstaklingum. Þetta er fyrsta hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja, sem ríkisstjórn Katrínar getur eignað sér. Fram til þessa hefur lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekki hækkað um eina krónu fyrir frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar. Þó var sérstök beiðni send til Katrínar strax í byrjun ársins um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna þess að þessi lífeyrir dygði ekki til framfærslu. Það hefði verið eðlilegt að Katrín Jakobsdóttir hefði brugðist við strax af tveimur ástæðum: 1) vegna þess, að að í stefnu VG fyrir síðustu kosningar sagði, að bæta þyrfti kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri 2) Katrín sagði á síðasta ári, þegar hún var í stjórnarandstöðu, að réttlætinu yrði ekki frestað. En því miður. Katrín hefur brugðist eldri borgurum; Katrín hefur brugðist öryrkjum. Hún hefur frestað réttlætinu. Þurfa 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; lágmark Starfandi er á vegum ríkisstjórnarinnar starfshópur, sem á að fjalla um afkomu þeirra, sem verst eru staddir og þar á meðal eldri borgara hækkun. Mér kæmi ekki á óvart þó sá starfshópur mundi ákveða öldruðum aðra álíka hungurlús, t.d. önnur 3,4% í hækkun. En það dugar ekki. Það á að mínu mati að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum það mikið, að það dugi til mannsæmandi lífs. Það á að duga til þess að eldri borgarar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Og það á að duga til þess að aldraðir geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir þurfa að geta keypt og rekið tölvu. Þeir þurfa helst að geta átt bíl og rekið hann. Og þeir þurfa að eiga fyrir afþreyingu, geta farið í leikhús og á tónleika, ferðast innanlands og geta gefið barnabörnum sínum gjafir. Ég tel ekki upp það nauðsynlegasta eins og mat, fæði og húsnæði, það er svo sjálfsagt. En ég tel, að sem lágmark til þess að ná framangreindu markmiði og uppfylla það sem ég taldi upp þurfi einstaklingur 318 þúsund á mánuði eftir skatt. Það þýðir 420 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það sem ég hef hér rætt um á fyrst og fremst við um þá lægst launuðu, þ.e. þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. En þeir, sem hafa lítinn lífeyrissjóð til viðbótar t.d. 50-100 þúsund úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir. Þeir verða að sæta það mikilli skerðingu auk skatta. Í grófum dráttum getur skerðing verið það mikil í þessum tilvikum, að það jafngildi því að ríkið hrifsi 30-50% af þessum lífeyri. Gróf skerðing hjá eldri borgara Margir eldri borgarar, sem ég hef samband við hafa nefnt mér dæmi um skerðingar, sem þeir sæta: Dæmi: Eldri borgari er 73ja ára. Fær kr. 152 þús. á mánuði fyrir skatt úr lífeyrissjóði og frá TR 182.334 kr. fyrir skatt, eða samtals 334.334 kr. fyrir skatt og eftir skatt eru þetta 264.726 kr. Ef þessi eldri borgari hefði ekkert fengið úr lífeyrissjóði og aldrei greitt í hann þá væru tekjurnar þessar: Frá TR 239.484 kr. á mánuði fyrir skatta. Eftir skatta væri upphæðin 204.914 kr. Vegna greiðslu frá lífeyrissjóði að fjárhæð 152 þúsund kr. á mánuði skerðist lífeyrir þessa eldri borgara frá almannatryggingum um 57.150 kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta þýðir, að mismunur á greiðslum til hans og manns sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð eru kr. 59.182 eftir skatt. Eldri borgarinn, sem ég hef hér fjallað um, fær 264.726 kr. eftir skatt samanlagt frá TR og lífeyrissjóði. Þetta er óásættanlegt. Þessi skerðing hjá eldri borgara, sem greitt hefur í lífeyrissjóð alla sína starfsævi er alls óeðlileg. Það verður að afnema slíka skerðingu; það verður að afnema alla tekjutengingu vegna lífeyrissjóða. Hún gengur í berhögg við það, sem lagt var upp með: Að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Við það verður að standa. Annað eru svik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Eldri borgarar biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá fjárlagafrumvarpið fyrir 2019 til þess að sjá hvað hækka ætti lífeyri þeirra frá almannatryggingum. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hækkunin er aðeins 3,4% og tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Þetta er alger hungurlús. Þetta þýðir, að lífeyrir eftir skatt muni hækka um rúmlega 6.000 kr. á mánuði eða úr 243 þúsund kr. mánuði eftir skatt í 249 þúsund eftir skatt hjá einstaklingum. Þetta er fyrsta hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja, sem ríkisstjórn Katrínar getur eignað sér. Fram til þessa hefur lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekki hækkað um eina krónu fyrir frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar. Þó var sérstök beiðni send til Katrínar strax í byrjun ársins um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna þess að þessi lífeyrir dygði ekki til framfærslu. Það hefði verið eðlilegt að Katrín Jakobsdóttir hefði brugðist við strax af tveimur ástæðum: 1) vegna þess, að að í stefnu VG fyrir síðustu kosningar sagði, að bæta þyrfti kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri 2) Katrín sagði á síðasta ári, þegar hún var í stjórnarandstöðu, að réttlætinu yrði ekki frestað. En því miður. Katrín hefur brugðist eldri borgurum; Katrín hefur brugðist öryrkjum. Hún hefur frestað réttlætinu. Þurfa 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; lágmark Starfandi er á vegum ríkisstjórnarinnar starfshópur, sem á að fjalla um afkomu þeirra, sem verst eru staddir og þar á meðal eldri borgara hækkun. Mér kæmi ekki á óvart þó sá starfshópur mundi ákveða öldruðum aðra álíka hungurlús, t.d. önnur 3,4% í hækkun. En það dugar ekki. Það á að mínu mati að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum það mikið, að það dugi til mannsæmandi lífs. Það á að duga til þess að eldri borgarar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Og það á að duga til þess að aldraðir geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir þurfa að geta keypt og rekið tölvu. Þeir þurfa helst að geta átt bíl og rekið hann. Og þeir þurfa að eiga fyrir afþreyingu, geta farið í leikhús og á tónleika, ferðast innanlands og geta gefið barnabörnum sínum gjafir. Ég tel ekki upp það nauðsynlegasta eins og mat, fæði og húsnæði, það er svo sjálfsagt. En ég tel, að sem lágmark til þess að ná framangreindu markmiði og uppfylla það sem ég taldi upp þurfi einstaklingur 318 þúsund á mánuði eftir skatt. Það þýðir 420 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það sem ég hef hér rætt um á fyrst og fremst við um þá lægst launuðu, þ.e. þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. En þeir, sem hafa lítinn lífeyrissjóð til viðbótar t.d. 50-100 þúsund úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir. Þeir verða að sæta það mikilli skerðingu auk skatta. Í grófum dráttum getur skerðing verið það mikil í þessum tilvikum, að það jafngildi því að ríkið hrifsi 30-50% af þessum lífeyri. Gróf skerðing hjá eldri borgara Margir eldri borgarar, sem ég hef samband við hafa nefnt mér dæmi um skerðingar, sem þeir sæta: Dæmi: Eldri borgari er 73ja ára. Fær kr. 152 þús. á mánuði fyrir skatt úr lífeyrissjóði og frá TR 182.334 kr. fyrir skatt, eða samtals 334.334 kr. fyrir skatt og eftir skatt eru þetta 264.726 kr. Ef þessi eldri borgari hefði ekkert fengið úr lífeyrissjóði og aldrei greitt í hann þá væru tekjurnar þessar: Frá TR 239.484 kr. á mánuði fyrir skatta. Eftir skatta væri upphæðin 204.914 kr. Vegna greiðslu frá lífeyrissjóði að fjárhæð 152 þúsund kr. á mánuði skerðist lífeyrir þessa eldri borgara frá almannatryggingum um 57.150 kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta þýðir, að mismunur á greiðslum til hans og manns sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð eru kr. 59.182 eftir skatt. Eldri borgarinn, sem ég hef hér fjallað um, fær 264.726 kr. eftir skatt samanlagt frá TR og lífeyrissjóði. Þetta er óásættanlegt. Þessi skerðing hjá eldri borgara, sem greitt hefur í lífeyrissjóð alla sína starfsævi er alls óeðlileg. Það verður að afnema slíka skerðingu; það verður að afnema alla tekjutengingu vegna lífeyrissjóða. Hún gengur í berhögg við það, sem lagt var upp með: Að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Við það verður að standa. Annað eru svik.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun