Hjartaheilsu Íslendinga hrakaði og streita á meðal kvenna jókst í kjölfar hrunsins. Þá breyttist heilsuhegðun þjóðarinnar til hins betra þar sem landsmenn drukku minna af áfengi, reyktu minna og sváfu meira. Þetta sýna hinar ýmsu rannsóknir sem íslenskir fræðimenn hafa gert undanfarin ár á heilsu þjóðarinnar eftir hrun. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslans, sem rannsakað hefur hvaða áhrif efnahagssveiflur hafa á heilsufar fólks segist merkja það í niðurstöðum rannsókna hérlendis hvað hrunið hafi verið mikið áfall. Tinna Laufey segir að sambandið á milli efnahagssveiflna og heilsufars sé töluvert flókið. Niðurstöðurnar þannig mjög mismunandi eftir því hvaða heislu verið sé að skoða. Þannig séu sumir heilsufarsþættir jákvæðir í góðæri og aðrir slæmir. Þá skipir það máli hvers lags efnahagssveiflan er því það eru ekki allar efnahagssveiflur eins.„Fólki er kannski brugðið hér umfram það sem gerist annars staðar“ „Eins og þetta hrun okkar, það er um margt sérstakt, þá fyrir það hvað það gerist hratt og með dramatískum hætti. Það veldur því að það er sumt í þessum niðurstöðum okkar hér á Íslandi sem er líkt því sem gerist erlendis varðandi efnahagssveiflur og heilsu en svo er sumt sem á ýmislegt skylt með því sem maður sér erlendis um áhrif áfalla á heilsufar,“ segir Tinna Laufey. Þannig var hrunið ekki niðursveifla sem bar hægt að heldur eitthvað sem bar hratt að. „Og fólki er kannski brugðið hér umfram það sem gerist annars staðar. Við erum að sjá það í niðurstöðunum að það hefur áhrif á ýmsum sviðum.“ Einn af þeim heilsufarsþáttum sem rannsakaðir hafa verið nokkuð ítarlega í kjölfar hrunsins er hjartaheilsa þjóðarinnar. Tinna Laufey segir að niðurstöður þeirra rannsókna sýni svolítið öðruvísi niuðrstöður miðað við það sem sjáist erlendis í rannsóknum á áhrifum efnahagssveiflna á hjartaheilsu. Þá séu niðurstöðurnar einnig ólíkar því sem sjáist í öðrum efnahagssveiflum hér á landi. „Svo ég taki það sem dæmi, hjartaheilsu, þá má, með nokkurri einföldun segja að við allavega ýmsar aðstæður erlendis þá hefur niðurstaða manna verið sú að góðæri sé ekkert endilega gott fyrir hjartaheilsu. Að svona uppskrúfað hagkerfi hefur ýmsa galla hvað hjartasjúkdóma varðar og þá að það dragi úr hjartasjúkdómum og það dragi úr dánartíðni af völdum þeirra erlendis þegar það er niðursveifla,“ segir Tinna Laufey og bætir við að ef þetta sé skoðað á Íslandi, óháð hruninu, þá sjáist sambærilegt mynstur.Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði, hefur rannsakað áhrif efnahagssveiflna á heilsufar fólks.vísir/vilhelmGóðæri á Íslandi ekki verið sérstaklega gott fyrir hjartaheilsu „Það er að góðæri á Íslandi hefur ekkert verið sérstaklega hagfellt hjartaheilsu. Þetta er svona yfir langan tíma ef maður tekur þessar hefðbundnu efnahagssveiflur sem gerast frekar rólega.“ Tinna Laufey tekur dæmi af árinu 1987 sem var skattlaust ár þar sem verið var að gera breytingar á tekjuskattskerfinu. Fólk borgaði ekki tekjuskatt til ríkisins og því var mikill hvati til að vinna töluvert. „Þetta er eins konar góðæri sem verður þetta ár. Við sjáum að það er frekar slæmt fyrir hjartaheilsu og það er í samræmi við þessar erlendu niðurstöður og það er í samræmi ef við horfum yfir lengri tíma á Íslandi.“ Einhver gæti því ályktað út frá þessu að þar sem góðæri sé slæmt fyrir hjartaheilsu þá hafi hrunið verið gott fyrir hjartaheilsu. „En það er ekki því þar koma inn þessi áhrif að hér verður kannski eitthvað áfall líka. Þetta er ekki bara ein rannsókn, og ekki bara tvær rannsóknir, við erum með nokkrar rannsóknir sem virðast vera með sambærilegar niðurstöður að hjartaheilsu hrakað í hruninu. Bæði hjartatilfellum til skamms tíma og aðeins lengri tíma í hruninu og líka svona áhættuþættir hjartasjúkdóma, eins og til dæmis háþrýstingur, hann eykst eftir hrun á Íslandi. Þar kemur svolítið skýrt fram þessi sérstaða hrunsins. Þetta er sérstakt ekki bara miðað við alþjóðlegu niðurstöðurnar heldur líka við önnur tímabil á Íslandi. Þetta er dæmi um það hvernig heilsu gat hrakað í hruninu,“ segir Tinna Laufey.Tinna Laufey segir að þó áhrif hrunsins á hjartaheilsu þjóðarinnar séu merkjanleg þá hafi það ekki verið svo að allt hafi farið á annan endann á hjartadeildum sjúkrahúsa landsins.vísir/hannaÁstandið ekki þannig að fólk væri að fá hjartaáfall í öðru hverju húsi Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á hjartaheilsu eftir hrun eru nokkrar og hafa verið gerðar af mismunandi rannsakendum, með mismunandi gögn og á mismunandi hópum að sögn Tinnu Laufeyjar. „Sumar þessara rannsókna eru gerðar þar sem notast er við heilbrigðisskrár. Í ákveðnum tilfellum er öll íslenska þjóðin undir þar sem er mjög mikið af gögnum og það er hægt að gera mjög nákvæmar rannsóknir. Þar sést hvernig fólk hefur komið inn í okkar kerfi þegar það leitar sér aðstoðar vegna hjartaeinkenna. [...] Síðan eru gögn úr stórum spurningakönnum þar sem þúsundir einstaklinga eru spurðir út í sína heilsu. Það er oft gott af því að þá getur maður fengið mildari heilsufarseinkenni en þau þar sem fólk lendir inni í heilbrigðiskerfinu út af. Þannig að við erum bæði með mjög alvarlegar útkomur og ekki jafn alvarlegar og svo erum við líka með upplýsingar um í rauninni stundum þar sem allir eru undir, síðan eru líka rannsóknir þar sem verið er að skoða háþrýsting þungaðra kvenna til dæmis. Þannig að það er búið að snúa við mörgum steinum með margvíslegum gögnum,“ segir Tinna Laufey. Hún tekur þó fram að ástandið hafi ekki verið þannig að fólk hafi verið að fá hjartaáfall í öðru hverju húsi eftir hrun. Áhrif hrunsins á hjartaheilsu séu merkjanleg, svo sannarlega, en það hafi ekki verið þannig að allt hafi farið á annan endann á hjartadeildum sjúkrahúsa landsins. „Margt af þessu eru merkjanleg áhrif en ekkert yfirdrifið mikil því auðvitað eru svo margir áhrifaþættir á svona sjúkdóma. Hrunið er bara einn þeirra.“Arna Hauksdóttir er prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.vísir/vilhelmAukin streita hjá konum og fleiri léttburafæðingar Arna Hauksdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, hefur einnig komið að nokkrum rannsóknum á heilsu Íslendinga eftir hrun. Hún segir að eitt af því sem hafi komið í ljós í þeim rannsóknum sem hún hefur komið að sé að skammtímaáhrif hrunsins hafi verið verri fyrir heilsu kvenna heldur en karla hvað varðar andlega og álagstengda þætti. Þannig hafi streita aukist hjá konum eftir hrun en ekki hjá körlum. Þá var aukin tíðni í fæðingum léttbura eftir hrun og segir Arna að það hafi sýnt sig í fyrri rannsóknum að streita og áföll á meðgöngu geti haft slíkar afleiðingar í för með sér. Arna segir það hafa verið ákveðna áskorun að útskýra þennan mun á heilsu kynjanna eftir hrun. „Fyrri rannsóknir höfðu líka sýnt að efnahagshrun hefur yfirleitt meiri áhrif á karla heldur en konur og oft skýrist það af því að karlmenn annars staðar taka meiri þátt í atvinnulífinu og það er hærra hlutfall útivinnandi,“ segir Arna en bendir á að hér á landi sé mjög hátt kvenna útivinnandi. Atvinnutengt álag sé því jafnmikið á konum og körlum auk þess sem fólk hér á landi eignast mörg börn miðað við fólk í öðrum löndum. „Svo er hér mjög sterkur félagslegur strúktúr. Það eru mikil tengsl á milli fjölskyldna og vina hér, oft meiri en í öðrum löndum. Það hefur mjög góð áhrif á okkur en kannski ef það gerist eitthvað slæmt í samfélaginu, þar með höfum við meiri áhyggjur af okkar nánustu, við höfum kannski áhyggjur af foreldrum, systkinum eða einhverjum sem var að ganga í gegnum efnahagslega erfiðleika. Þetta eru þó allt bara túlkunaratriði, getgátur um hvernig maður getur reynt að útskýra þennan mun,“ segir Arna.Geðsvið Landspítalans.vísir/vilhelmAukning í sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum á meðal karla í góðærinu Eitt af því sem skoðað hefur verið til langtíma eru komur á bráðamóttöku Landspítalans vegna sjálfsskaða og sjáfsvígstilrauna fyrir og eftir hrun. Arna segir að rannsóknir erlendis hafi sýnt að sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir aukist eftir efnahagshrun. „En við sáum enga hækkun hér eftir hrun í þessum útkomum. Hins vegar sáum við aukningu í sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum meðal karla í góðærinu. Það kom okkur svolítið mikið á óvart og við þurftum aðeins að velta því fyrir okkur í fyrsta lagi af hverju sjáum við ekki þessa aukningu hér en líka af hverju sjáum við aukningu í góðærinu meðal karlmanna.“ Við rannsókn á tíðni sjálfsvíga voru skoðuð gögn frá árunum 2002 til 2012. Rannsóknin leiddi í ljós að engin breyting varð á tíðni sjálfsvíga fyrir og eftir hrun nema hjá einum hópi, eldri karlmönnum. „Þar var aukning en ekki hjá öðrum hópum. Þannig að þetta sýnir allt svona samantekið að áhrifin eru ekki almenn heldur eru þau að koma fram í mismunandi hópum,“ segir Arna.Í heildina batnaði heilsuhegðun Annað sem skoðað hefur verið í tengslum við heilsu þjóðarinnar eftir hrun er heilsuhegðun en í því sambandi nefnir Tinna Laufey þá sérstöðu efnahagshrunsins hér að það verður í litlu hagkerfi með sjálfstæðum gjaldmiðli sem hríðfellur, sem gerir það svo að verkum að verð á neysluvörum fer á mikið flug. „Það stýrir heilsuhegðun að mjög stórum hluta. Við sjáum að það er mjög margt í heilsuhegðun okkar sem virðist vera stýrt af þessum verðbreytingum. Margt af því er til góðs, ekki að öllu leyti, en að stórum hluta. Það dregur úr ofneyslu áfengis og það dregur úr neyslu tóbaks. Þetta eru vörur sem verða töluvert dýrari og virðist í raun vera í nokkru samræmi við hækkun verðs hversu mikið dregst saman,“ segir Tinna Laufey. Þá varð lýsi einnig ódýrara og þjóðin fór að neyta meira af því. „Það er auðvitað einföldun að draga bara fram þessa þætti því það er ekki allt í heilsuhegðun sem verður betra en það má samt segja í heildina að heilsuhegðun batnaði við hrunið af þeim þáttum sem mældir hafa verið.“ Annar þáttur sem mældur hefur verið þegar heilsuhegðun landsmanna eftir hrun er skoðuð er svefn. Tinna Laufey segir að þjóðin hafi sofið meira eftir hrunið og að það sé mælanlegur munur. Hann sé ekki mjög mikill, ekki þannig að það sé að bætast stórkostlegur tími við svefninn, en munurinn er merkjanlegur og í raun í samræmi við þá sem breyttust með hruninu. „Fórnarkostnaðurinn við það að sofa er það sem maður getur verið að gera þegar maður er vakandi. Það var kannski ansi margt spennandi þegar vel áraði, hvort sem fólk gat aflað betur ef það var að vinna eða að gera eitthvað skemmtilegra þegar það hafði verið með meira á milli handanna, þá er fórnarkostnaðurinn við það að sofa dálítið mikill árið 2007 miðað við í þessari rannsókn árið 2009,“ segir Tinna Laufey.Einhverjir kunna að hafa það á tilfinningunni að þjóðin hafi farið að hreyfa sig meira eftir hrun en Tinna Laufey segir ekki hægt að gera slíkan samanburð þar sem spurningar tengdar hreyfingu í könnuninni hafi breyst milli ára.fréttablaðið/stefánEkki hægt að gera samanburð á því hvort að landsmenn hreyfi sig meira eða minna Spurningakönnunin Heilsa og líðan Íslendinga sem lögð hefur verið fyrir þúsundir landsmanna reglulega frá árinu 2007 hefur nýst vel við rannsóknir á því hvað breyttist varðandi heilsu þjóðarinnar eftir hrun. Hún hefur til dæmis nýst vel við að bera saman heilsuhegðun fyrir og eftir hrun þar sem hún var lögð fyrir árið 2007 og svo aftur árið 2009 og 2012. Tinna Laufey segir að þótt könnunin hafi nýst rannsakendum mjög vel þá hafi hún því miður ekki komið að notum við að bera saman hvort landsmenn hafi hreyft sig meira eða minna eftir hrun. Spurningum í könnuninni sem snúa að hreyfingu hafi nefnilega verið breytt og því hafi ekki verið hægt að gera samanburð á þessum áhrifaþætti á heilsufar fólks. Að sögn Tinnu Laufeyjar er erfitt að alhæfa eitthvað í þá veru að heilsa þjóðarinnar batnaði almennt eða versnaði almennt í kjölfar hrunsins. Sumt varð betra og annað verra. „Ég held að aðalpunkturinn sé hvað þetta er í raun og veru flókið því heilsa er ekki eitthvað eitt og efnahagssveifla er ekki eitthvað. Það sem við sjáum hér er mjög í samræmi við það umhverfi sem efnahagssveiflan skapaði.“Ásta Snorradóttir rannsakaði hvaða áhrif hrunið hafði á líðan bankastarfsfólks.vísir/vilhelmKannaði líðan og heilsu bankastarfsfólks Bæði Tinna Laufey og Arna munu kynna niðurstöður þeirra rannsókna sem þær hafa komið að á ráðstefnunni Hrunið, þið munið sem hefst í Háskóla Íslands í dag. Auk þeirra munu fleiri fræðimenn kynna niðurstöður sínar en ein þeirra er Ásta Snorradóttir, lektor við félagsráðgjafardeild HÍ. Rannsókn Ástu, sem fór fram aðeins nokkrum mánuðum eftir hrunið, snýr að heilsu og líðan bankastarfsfólks, en um var að ræða doktorsverkefni hennar í félagsfræði. Spurningakönnun var lögð fyrir um 2000 starfsmenn í stóru bönkunum þremur, Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka, og hjá sparisjóðum. Könnunin fór fram í mars 2009 en í þeim sama mánuði féll SPRON. Ásta segir að svarhlutfallið hafi því verið lægra í þeim hluta könnunarinnar og fókusinn hafi í raun farið á stóru viðskiptabankana þrjá. Svarhlutfall var 60 prósent. Auk þessara gagna fékk Ásta einnig aðgang að niðurstöðum annarrar rannsóknar þar sem nemandi í sálfræði við HÍ hafði skoðað líðan og heilsu þeirra sem misst höfðu vinnuna í bönkunum. Þar með gat Ásta gert samanburð á þessum tveimur hópum, það er þeir sem héldu áfram að vinna í bönkunum eftir hrun og svo þeim sem misstu vinnuna vegna hrunsins. Ásta segir að rannsóknin hafi meðal annars leitt það í ljós að þeir sem upplifað höfðu einhverjar skipulagsbreytingar í sínum deildum í bönkunum leið verr en öðru starfsfólki. Skipulagsbreytingarnar fólu til dæmis í sér endurskipulagningu innan deildar, fækkun starfsfólks vegna uppsagna eða þá að starfsfólkið sem eftir var í bönkunum hafði sjálft verið flutt í aðra deild eða fengið ný verkefni. Niðurstöðurnar sýna að sögn Ástu að svo miklar og hraðar breytingar eins og áttu sér stað í bönkunum strax eftir hrun hafi áhrif á starfsfólk. „Það fer að upplifa meiri streitueinkenni. Þetta var bæði tengt því að það var meira álag sem fólk var að upplifa og minni úrræði til þess að leysa úr því álagi sem varð inni í bönkunum,“ segir Ásta.Innan úr höfuðstöðvum Kaupþings.fréttablaðið/vilhelmFall bankanna mikið áfall Auk könnunarinnar tók Ásta viðtöl við tuttugu bankastarfsmenn. Hún segir ekki hægt að alhæfa út frá því sem kom út úr viðtölunum heldur hafi meira komið fram innri upplýsingar um hvað átti sér stað. „Þau viðtöl leiddu í ljós að víða var meira álag, fólk var að glíma við fleiri verkefni. Það þurfti kannski að vinna hratt einhver ný verkefni sem ekki höfðu verið til staðar áður. Þá erum við að tala um þá sem voru að starfa í höfuðstöðvunum. [...] Þeir sem voru í meiri tengslum við kúnnana voru að upplifa að það komu miklu fleiri í bankana heldur en áður hafði verið. [...] Þannig að þeir þurftu að sinna fleirum og mörg málin þyngdust og voru erfiðari þannig að það tók líka á starfsfólk.“ Þá hafi það jafnframt komið skýrt fram í viðtölunum hversu mikið áfall það var þegar bankarnir hrundu. Aðstæðurnar sem sköpuðust hafi þjappað bankastarfsfólki saman. „Reiðin beindist að bönkunum, beindist að bankastarfsfólki og það var neikvæð umræða um bankana, um þeirra vinnustaði alla daga. Sumir voru farnir að draga sig út úr samskiptum, voru ekki að fara í fjölskylduboð eða hættu að fara á einhverja almenna staði því það var sífellt verið að tala um bankafólkið og jafnvel beina að þeim einhverjum orðum og jafnvel ráðist á þau úti á götu með einhverjum orðum eða ásökunum. Þannig að fleiri en einn og fleiri en tveir sögðu mér það að þeir hefðu haldið sér til hlés eftir bankahrunið. Ásta segir að það hafi komið skýrt fram í rannsókn hennar hversu miklu það skipti fyrir starfsfólkið að hafa góðan stjórnanda í jafnmiklum breytingum og urðu í bönkunum í hruninu. Ef stjórnandinn var sýnilegur og studdi við bakið á starfsfólkinu þá dró það úr vanlíðan.Miklar breytingar urðu í stóru bönkunum þremur við hrunið sem höfðu töluverð áhrif á heilsu starfsfólks.fréttablaðið/heiðaMiklar breytingar á stundum tíma Varðandi þann samanburð sem gerður var á heilsu og líðan þeirra sem störfuðu áfram í bönkunum og svo þeim sem sögðu upp þæa segir Ásta að þær niðurstöður hafi verið mjög áhugaverðar, en gögnum um þá sem misst höfðu vinnuna var safnað í júní 2009. „Við skoðuðum andlega heilsu, líkamlega heilsu og svo líka svona vellíðan hjá báðum hópunum. Við skoðuðum eingöngu á meðal fólks sem var með háskólamenntun. Það sem þessi samanburður leiddi í ljós var að starfsfólki sem starfaði áfram í bönkunum, því leið verr. Bæði andleg heilsa þeirra var verri, líkamlega heilsa og þau lýstu yfir verri jákvæðri vellíðan. Þannig að á öllum þessum þremur mælikvörðum kemur það í ljós að þeir sem störfuðu áfram í bönkunum leið verr en þeim sem var sagt upp.“ Ásta segir að þessi niðurstaða dragi enn betur fram hversu erfitt það er að vinna í fyrirtæki sem er að ganga í gegnum svo miklar skipulagsbreytingar eins og raunin var í bönkunum. „Þar sem allt í raun og veru breytist á mjög stuttum tíma. Þetta voru fyrirtæki sem voru í alþjóðlegum tengslum og voru fjárfestingabankar en verða síðan bara innlendir bankar. Þannig að það er svo margt sem breytist við þetta og þetta verður allt öðruvísi fyrirtæki í raun og veru. Þetta kemur alveg heim og saman við það sem maður sér í öðrum rannsóknum sem þessum, að það að ganga í gegnum miklar breytingar í fyrirtækjum það hefur mikil áhrif á líðan og heilsu starfsfólks. Þannig að það er eitthvað sem þarf virkilega að huga að.“Óvissan stór þáttur í því að fólki leið verr Aðspurð hvers vegna þessi munur á líðan og heilsu þessara tveggja hópa var með þeim hætti sem raun bar vitni nefnir Ásta óvissuna sem skapaðist. „Ef að fólk óttaðist um að missa vinnuna sína þá var það stór þáttur í því að fólki leið verr í þessum samanburðarhópum. Þannig að það að upplifa að vita ekki hvort maður hafi starf eftir tvo mánuði eða ekki, hvort það komi til frekari uppsagna, það skapar ákveðna vanlíðan hjá fólki.“ Þremur árum eftir hrunið, árið 2011, var aftur lögð fyrir könnun á meðal bankastarfsfólks og var kulnun í starfi þá sérstaklega könnuð með kvarðanum Copenhagen Burn Out Inventory. Ásta segir að hann hafi meðal annars verið notaður til að gera rannsóknir hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu í Danmörku. Niðurstöður rannsóknarinnar sem gerð var hérlendis sýnri að árið 2011 er hátt hlutfall bankastarfsfólks farið að sýna talsverð einkenni kulnunar. „Meðaltal kulnunar á meðal bankastarfsfólks árið 2011 var fimm stigum hærra en meðaltal kulnunar starfsfólks sem tók þátt í þessari dönsku rannsókn. [...] Þannig að þetta er langvarandi ástand, þetta hefur ekki gengið hratt yfir heldur hefur þetta verið að einhverju leyti ástand sem varði í einhvern tíma,“ segir Ásta. Hrunið Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Tíu ár frá hruni: Sér eftir því að hafa treyst bankastarfsmönnum Maður sem tapaði nánast öllu sparifé sínu í hruninu og missti svo íbúðina sína á nauðungarsölu vegna gengisláns segist sjá eftir því að hafa ekki treyst innsæinu heldur bankastarfsmönnum í aðdraganda hrunsins. 4. október 2018 09:45 Tíu ár frá hruni: Sáu í hvað stefndi eftir Kryddsíldarmótmælin Þúsundir manna komu saman á Austurvelli haustið 2008 og í janúar 2009 til þess að mótmæla ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og bara ástandinu í þjóðfélaginu almennt. Mótmælin eru best þekkt sem Búsáhaldabyltingin eftir að mótmælendur komu saman með potta, pönnur og önnur búsáhöld og létu í sér heyra. 1. október 2018 15:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent
Hjartaheilsu Íslendinga hrakaði og streita á meðal kvenna jókst í kjölfar hrunsins. Þá breyttist heilsuhegðun þjóðarinnar til hins betra þar sem landsmenn drukku minna af áfengi, reyktu minna og sváfu meira. Þetta sýna hinar ýmsu rannsóknir sem íslenskir fræðimenn hafa gert undanfarin ár á heilsu þjóðarinnar eftir hrun. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslans, sem rannsakað hefur hvaða áhrif efnahagssveiflur hafa á heilsufar fólks segist merkja það í niðurstöðum rannsókna hérlendis hvað hrunið hafi verið mikið áfall. Tinna Laufey segir að sambandið á milli efnahagssveiflna og heilsufars sé töluvert flókið. Niðurstöðurnar þannig mjög mismunandi eftir því hvaða heislu verið sé að skoða. Þannig séu sumir heilsufarsþættir jákvæðir í góðæri og aðrir slæmir. Þá skipir það máli hvers lags efnahagssveiflan er því það eru ekki allar efnahagssveiflur eins.„Fólki er kannski brugðið hér umfram það sem gerist annars staðar“ „Eins og þetta hrun okkar, það er um margt sérstakt, þá fyrir það hvað það gerist hratt og með dramatískum hætti. Það veldur því að það er sumt í þessum niðurstöðum okkar hér á Íslandi sem er líkt því sem gerist erlendis varðandi efnahagssveiflur og heilsu en svo er sumt sem á ýmislegt skylt með því sem maður sér erlendis um áhrif áfalla á heilsufar,“ segir Tinna Laufey. Þannig var hrunið ekki niðursveifla sem bar hægt að heldur eitthvað sem bar hratt að. „Og fólki er kannski brugðið hér umfram það sem gerist annars staðar. Við erum að sjá það í niðurstöðunum að það hefur áhrif á ýmsum sviðum.“ Einn af þeim heilsufarsþáttum sem rannsakaðir hafa verið nokkuð ítarlega í kjölfar hrunsins er hjartaheilsa þjóðarinnar. Tinna Laufey segir að niðurstöður þeirra rannsókna sýni svolítið öðruvísi niuðrstöður miðað við það sem sjáist erlendis í rannsóknum á áhrifum efnahagssveiflna á hjartaheilsu. Þá séu niðurstöðurnar einnig ólíkar því sem sjáist í öðrum efnahagssveiflum hér á landi. „Svo ég taki það sem dæmi, hjartaheilsu, þá má, með nokkurri einföldun segja að við allavega ýmsar aðstæður erlendis þá hefur niðurstaða manna verið sú að góðæri sé ekkert endilega gott fyrir hjartaheilsu. Að svona uppskrúfað hagkerfi hefur ýmsa galla hvað hjartasjúkdóma varðar og þá að það dragi úr hjartasjúkdómum og það dragi úr dánartíðni af völdum þeirra erlendis þegar það er niðursveifla,“ segir Tinna Laufey og bætir við að ef þetta sé skoðað á Íslandi, óháð hruninu, þá sjáist sambærilegt mynstur.Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði, hefur rannsakað áhrif efnahagssveiflna á heilsufar fólks.vísir/vilhelmGóðæri á Íslandi ekki verið sérstaklega gott fyrir hjartaheilsu „Það er að góðæri á Íslandi hefur ekkert verið sérstaklega hagfellt hjartaheilsu. Þetta er svona yfir langan tíma ef maður tekur þessar hefðbundnu efnahagssveiflur sem gerast frekar rólega.“ Tinna Laufey tekur dæmi af árinu 1987 sem var skattlaust ár þar sem verið var að gera breytingar á tekjuskattskerfinu. Fólk borgaði ekki tekjuskatt til ríkisins og því var mikill hvati til að vinna töluvert. „Þetta er eins konar góðæri sem verður þetta ár. Við sjáum að það er frekar slæmt fyrir hjartaheilsu og það er í samræmi við þessar erlendu niðurstöður og það er í samræmi ef við horfum yfir lengri tíma á Íslandi.“ Einhver gæti því ályktað út frá þessu að þar sem góðæri sé slæmt fyrir hjartaheilsu þá hafi hrunið verið gott fyrir hjartaheilsu. „En það er ekki því þar koma inn þessi áhrif að hér verður kannski eitthvað áfall líka. Þetta er ekki bara ein rannsókn, og ekki bara tvær rannsóknir, við erum með nokkrar rannsóknir sem virðast vera með sambærilegar niðurstöður að hjartaheilsu hrakað í hruninu. Bæði hjartatilfellum til skamms tíma og aðeins lengri tíma í hruninu og líka svona áhættuþættir hjartasjúkdóma, eins og til dæmis háþrýstingur, hann eykst eftir hrun á Íslandi. Þar kemur svolítið skýrt fram þessi sérstaða hrunsins. Þetta er sérstakt ekki bara miðað við alþjóðlegu niðurstöðurnar heldur líka við önnur tímabil á Íslandi. Þetta er dæmi um það hvernig heilsu gat hrakað í hruninu,“ segir Tinna Laufey.Tinna Laufey segir að þó áhrif hrunsins á hjartaheilsu þjóðarinnar séu merkjanleg þá hafi það ekki verið svo að allt hafi farið á annan endann á hjartadeildum sjúkrahúsa landsins.vísir/hannaÁstandið ekki þannig að fólk væri að fá hjartaáfall í öðru hverju húsi Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á hjartaheilsu eftir hrun eru nokkrar og hafa verið gerðar af mismunandi rannsakendum, með mismunandi gögn og á mismunandi hópum að sögn Tinnu Laufeyjar. „Sumar þessara rannsókna eru gerðar þar sem notast er við heilbrigðisskrár. Í ákveðnum tilfellum er öll íslenska þjóðin undir þar sem er mjög mikið af gögnum og það er hægt að gera mjög nákvæmar rannsóknir. Þar sést hvernig fólk hefur komið inn í okkar kerfi þegar það leitar sér aðstoðar vegna hjartaeinkenna. [...] Síðan eru gögn úr stórum spurningakönnum þar sem þúsundir einstaklinga eru spurðir út í sína heilsu. Það er oft gott af því að þá getur maður fengið mildari heilsufarseinkenni en þau þar sem fólk lendir inni í heilbrigðiskerfinu út af. Þannig að við erum bæði með mjög alvarlegar útkomur og ekki jafn alvarlegar og svo erum við líka með upplýsingar um í rauninni stundum þar sem allir eru undir, síðan eru líka rannsóknir þar sem verið er að skoða háþrýsting þungaðra kvenna til dæmis. Þannig að það er búið að snúa við mörgum steinum með margvíslegum gögnum,“ segir Tinna Laufey. Hún tekur þó fram að ástandið hafi ekki verið þannig að fólk hafi verið að fá hjartaáfall í öðru hverju húsi eftir hrun. Áhrif hrunsins á hjartaheilsu séu merkjanleg, svo sannarlega, en það hafi ekki verið þannig að allt hafi farið á annan endann á hjartadeildum sjúkrahúsa landsins. „Margt af þessu eru merkjanleg áhrif en ekkert yfirdrifið mikil því auðvitað eru svo margir áhrifaþættir á svona sjúkdóma. Hrunið er bara einn þeirra.“Arna Hauksdóttir er prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.vísir/vilhelmAukin streita hjá konum og fleiri léttburafæðingar Arna Hauksdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, hefur einnig komið að nokkrum rannsóknum á heilsu Íslendinga eftir hrun. Hún segir að eitt af því sem hafi komið í ljós í þeim rannsóknum sem hún hefur komið að sé að skammtímaáhrif hrunsins hafi verið verri fyrir heilsu kvenna heldur en karla hvað varðar andlega og álagstengda þætti. Þannig hafi streita aukist hjá konum eftir hrun en ekki hjá körlum. Þá var aukin tíðni í fæðingum léttbura eftir hrun og segir Arna að það hafi sýnt sig í fyrri rannsóknum að streita og áföll á meðgöngu geti haft slíkar afleiðingar í för með sér. Arna segir það hafa verið ákveðna áskorun að útskýra þennan mun á heilsu kynjanna eftir hrun. „Fyrri rannsóknir höfðu líka sýnt að efnahagshrun hefur yfirleitt meiri áhrif á karla heldur en konur og oft skýrist það af því að karlmenn annars staðar taka meiri þátt í atvinnulífinu og það er hærra hlutfall útivinnandi,“ segir Arna en bendir á að hér á landi sé mjög hátt kvenna útivinnandi. Atvinnutengt álag sé því jafnmikið á konum og körlum auk þess sem fólk hér á landi eignast mörg börn miðað við fólk í öðrum löndum. „Svo er hér mjög sterkur félagslegur strúktúr. Það eru mikil tengsl á milli fjölskyldna og vina hér, oft meiri en í öðrum löndum. Það hefur mjög góð áhrif á okkur en kannski ef það gerist eitthvað slæmt í samfélaginu, þar með höfum við meiri áhyggjur af okkar nánustu, við höfum kannski áhyggjur af foreldrum, systkinum eða einhverjum sem var að ganga í gegnum efnahagslega erfiðleika. Þetta eru þó allt bara túlkunaratriði, getgátur um hvernig maður getur reynt að útskýra þennan mun,“ segir Arna.Geðsvið Landspítalans.vísir/vilhelmAukning í sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum á meðal karla í góðærinu Eitt af því sem skoðað hefur verið til langtíma eru komur á bráðamóttöku Landspítalans vegna sjálfsskaða og sjáfsvígstilrauna fyrir og eftir hrun. Arna segir að rannsóknir erlendis hafi sýnt að sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir aukist eftir efnahagshrun. „En við sáum enga hækkun hér eftir hrun í þessum útkomum. Hins vegar sáum við aukningu í sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum meðal karla í góðærinu. Það kom okkur svolítið mikið á óvart og við þurftum aðeins að velta því fyrir okkur í fyrsta lagi af hverju sjáum við ekki þessa aukningu hér en líka af hverju sjáum við aukningu í góðærinu meðal karlmanna.“ Við rannsókn á tíðni sjálfsvíga voru skoðuð gögn frá árunum 2002 til 2012. Rannsóknin leiddi í ljós að engin breyting varð á tíðni sjálfsvíga fyrir og eftir hrun nema hjá einum hópi, eldri karlmönnum. „Þar var aukning en ekki hjá öðrum hópum. Þannig að þetta sýnir allt svona samantekið að áhrifin eru ekki almenn heldur eru þau að koma fram í mismunandi hópum,“ segir Arna.Í heildina batnaði heilsuhegðun Annað sem skoðað hefur verið í tengslum við heilsu þjóðarinnar eftir hrun er heilsuhegðun en í því sambandi nefnir Tinna Laufey þá sérstöðu efnahagshrunsins hér að það verður í litlu hagkerfi með sjálfstæðum gjaldmiðli sem hríðfellur, sem gerir það svo að verkum að verð á neysluvörum fer á mikið flug. „Það stýrir heilsuhegðun að mjög stórum hluta. Við sjáum að það er mjög margt í heilsuhegðun okkar sem virðist vera stýrt af þessum verðbreytingum. Margt af því er til góðs, ekki að öllu leyti, en að stórum hluta. Það dregur úr ofneyslu áfengis og það dregur úr neyslu tóbaks. Þetta eru vörur sem verða töluvert dýrari og virðist í raun vera í nokkru samræmi við hækkun verðs hversu mikið dregst saman,“ segir Tinna Laufey. Þá varð lýsi einnig ódýrara og þjóðin fór að neyta meira af því. „Það er auðvitað einföldun að draga bara fram þessa þætti því það er ekki allt í heilsuhegðun sem verður betra en það má samt segja í heildina að heilsuhegðun batnaði við hrunið af þeim þáttum sem mældir hafa verið.“ Annar þáttur sem mældur hefur verið þegar heilsuhegðun landsmanna eftir hrun er skoðuð er svefn. Tinna Laufey segir að þjóðin hafi sofið meira eftir hrunið og að það sé mælanlegur munur. Hann sé ekki mjög mikill, ekki þannig að það sé að bætast stórkostlegur tími við svefninn, en munurinn er merkjanlegur og í raun í samræmi við þá sem breyttust með hruninu. „Fórnarkostnaðurinn við það að sofa er það sem maður getur verið að gera þegar maður er vakandi. Það var kannski ansi margt spennandi þegar vel áraði, hvort sem fólk gat aflað betur ef það var að vinna eða að gera eitthvað skemmtilegra þegar það hafði verið með meira á milli handanna, þá er fórnarkostnaðurinn við það að sofa dálítið mikill árið 2007 miðað við í þessari rannsókn árið 2009,“ segir Tinna Laufey.Einhverjir kunna að hafa það á tilfinningunni að þjóðin hafi farið að hreyfa sig meira eftir hrun en Tinna Laufey segir ekki hægt að gera slíkan samanburð þar sem spurningar tengdar hreyfingu í könnuninni hafi breyst milli ára.fréttablaðið/stefánEkki hægt að gera samanburð á því hvort að landsmenn hreyfi sig meira eða minna Spurningakönnunin Heilsa og líðan Íslendinga sem lögð hefur verið fyrir þúsundir landsmanna reglulega frá árinu 2007 hefur nýst vel við rannsóknir á því hvað breyttist varðandi heilsu þjóðarinnar eftir hrun. Hún hefur til dæmis nýst vel við að bera saman heilsuhegðun fyrir og eftir hrun þar sem hún var lögð fyrir árið 2007 og svo aftur árið 2009 og 2012. Tinna Laufey segir að þótt könnunin hafi nýst rannsakendum mjög vel þá hafi hún því miður ekki komið að notum við að bera saman hvort landsmenn hafi hreyft sig meira eða minna eftir hrun. Spurningum í könnuninni sem snúa að hreyfingu hafi nefnilega verið breytt og því hafi ekki verið hægt að gera samanburð á þessum áhrifaþætti á heilsufar fólks. Að sögn Tinnu Laufeyjar er erfitt að alhæfa eitthvað í þá veru að heilsa þjóðarinnar batnaði almennt eða versnaði almennt í kjölfar hrunsins. Sumt varð betra og annað verra. „Ég held að aðalpunkturinn sé hvað þetta er í raun og veru flókið því heilsa er ekki eitthvað eitt og efnahagssveifla er ekki eitthvað. Það sem við sjáum hér er mjög í samræmi við það umhverfi sem efnahagssveiflan skapaði.“Ásta Snorradóttir rannsakaði hvaða áhrif hrunið hafði á líðan bankastarfsfólks.vísir/vilhelmKannaði líðan og heilsu bankastarfsfólks Bæði Tinna Laufey og Arna munu kynna niðurstöður þeirra rannsókna sem þær hafa komið að á ráðstefnunni Hrunið, þið munið sem hefst í Háskóla Íslands í dag. Auk þeirra munu fleiri fræðimenn kynna niðurstöður sínar en ein þeirra er Ásta Snorradóttir, lektor við félagsráðgjafardeild HÍ. Rannsókn Ástu, sem fór fram aðeins nokkrum mánuðum eftir hrunið, snýr að heilsu og líðan bankastarfsfólks, en um var að ræða doktorsverkefni hennar í félagsfræði. Spurningakönnun var lögð fyrir um 2000 starfsmenn í stóru bönkunum þremur, Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka, og hjá sparisjóðum. Könnunin fór fram í mars 2009 en í þeim sama mánuði féll SPRON. Ásta segir að svarhlutfallið hafi því verið lægra í þeim hluta könnunarinnar og fókusinn hafi í raun farið á stóru viðskiptabankana þrjá. Svarhlutfall var 60 prósent. Auk þessara gagna fékk Ásta einnig aðgang að niðurstöðum annarrar rannsóknar þar sem nemandi í sálfræði við HÍ hafði skoðað líðan og heilsu þeirra sem misst höfðu vinnuna í bönkunum. Þar með gat Ásta gert samanburð á þessum tveimur hópum, það er þeir sem héldu áfram að vinna í bönkunum eftir hrun og svo þeim sem misstu vinnuna vegna hrunsins. Ásta segir að rannsóknin hafi meðal annars leitt það í ljós að þeir sem upplifað höfðu einhverjar skipulagsbreytingar í sínum deildum í bönkunum leið verr en öðru starfsfólki. Skipulagsbreytingarnar fólu til dæmis í sér endurskipulagningu innan deildar, fækkun starfsfólks vegna uppsagna eða þá að starfsfólkið sem eftir var í bönkunum hafði sjálft verið flutt í aðra deild eða fengið ný verkefni. Niðurstöðurnar sýna að sögn Ástu að svo miklar og hraðar breytingar eins og áttu sér stað í bönkunum strax eftir hrun hafi áhrif á starfsfólk. „Það fer að upplifa meiri streitueinkenni. Þetta var bæði tengt því að það var meira álag sem fólk var að upplifa og minni úrræði til þess að leysa úr því álagi sem varð inni í bönkunum,“ segir Ásta.Innan úr höfuðstöðvum Kaupþings.fréttablaðið/vilhelmFall bankanna mikið áfall Auk könnunarinnar tók Ásta viðtöl við tuttugu bankastarfsmenn. Hún segir ekki hægt að alhæfa út frá því sem kom út úr viðtölunum heldur hafi meira komið fram innri upplýsingar um hvað átti sér stað. „Þau viðtöl leiddu í ljós að víða var meira álag, fólk var að glíma við fleiri verkefni. Það þurfti kannski að vinna hratt einhver ný verkefni sem ekki höfðu verið til staðar áður. Þá erum við að tala um þá sem voru að starfa í höfuðstöðvunum. [...] Þeir sem voru í meiri tengslum við kúnnana voru að upplifa að það komu miklu fleiri í bankana heldur en áður hafði verið. [...] Þannig að þeir þurftu að sinna fleirum og mörg málin þyngdust og voru erfiðari þannig að það tók líka á starfsfólk.“ Þá hafi það jafnframt komið skýrt fram í viðtölunum hversu mikið áfall það var þegar bankarnir hrundu. Aðstæðurnar sem sköpuðust hafi þjappað bankastarfsfólki saman. „Reiðin beindist að bönkunum, beindist að bankastarfsfólki og það var neikvæð umræða um bankana, um þeirra vinnustaði alla daga. Sumir voru farnir að draga sig út úr samskiptum, voru ekki að fara í fjölskylduboð eða hættu að fara á einhverja almenna staði því það var sífellt verið að tala um bankafólkið og jafnvel beina að þeim einhverjum orðum og jafnvel ráðist á þau úti á götu með einhverjum orðum eða ásökunum. Þannig að fleiri en einn og fleiri en tveir sögðu mér það að þeir hefðu haldið sér til hlés eftir bankahrunið. Ásta segir að það hafi komið skýrt fram í rannsókn hennar hversu miklu það skipti fyrir starfsfólkið að hafa góðan stjórnanda í jafnmiklum breytingum og urðu í bönkunum í hruninu. Ef stjórnandinn var sýnilegur og studdi við bakið á starfsfólkinu þá dró það úr vanlíðan.Miklar breytingar urðu í stóru bönkunum þremur við hrunið sem höfðu töluverð áhrif á heilsu starfsfólks.fréttablaðið/heiðaMiklar breytingar á stundum tíma Varðandi þann samanburð sem gerður var á heilsu og líðan þeirra sem störfuðu áfram í bönkunum og svo þeim sem sögðu upp þæa segir Ásta að þær niðurstöður hafi verið mjög áhugaverðar, en gögnum um þá sem misst höfðu vinnuna var safnað í júní 2009. „Við skoðuðum andlega heilsu, líkamlega heilsu og svo líka svona vellíðan hjá báðum hópunum. Við skoðuðum eingöngu á meðal fólks sem var með háskólamenntun. Það sem þessi samanburður leiddi í ljós var að starfsfólki sem starfaði áfram í bönkunum, því leið verr. Bæði andleg heilsa þeirra var verri, líkamlega heilsa og þau lýstu yfir verri jákvæðri vellíðan. Þannig að á öllum þessum þremur mælikvörðum kemur það í ljós að þeir sem störfuðu áfram í bönkunum leið verr en þeim sem var sagt upp.“ Ásta segir að þessi niðurstaða dragi enn betur fram hversu erfitt það er að vinna í fyrirtæki sem er að ganga í gegnum svo miklar skipulagsbreytingar eins og raunin var í bönkunum. „Þar sem allt í raun og veru breytist á mjög stuttum tíma. Þetta voru fyrirtæki sem voru í alþjóðlegum tengslum og voru fjárfestingabankar en verða síðan bara innlendir bankar. Þannig að það er svo margt sem breytist við þetta og þetta verður allt öðruvísi fyrirtæki í raun og veru. Þetta kemur alveg heim og saman við það sem maður sér í öðrum rannsóknum sem þessum, að það að ganga í gegnum miklar breytingar í fyrirtækjum það hefur mikil áhrif á líðan og heilsu starfsfólks. Þannig að það er eitthvað sem þarf virkilega að huga að.“Óvissan stór þáttur í því að fólki leið verr Aðspurð hvers vegna þessi munur á líðan og heilsu þessara tveggja hópa var með þeim hætti sem raun bar vitni nefnir Ásta óvissuna sem skapaðist. „Ef að fólk óttaðist um að missa vinnuna sína þá var það stór þáttur í því að fólki leið verr í þessum samanburðarhópum. Þannig að það að upplifa að vita ekki hvort maður hafi starf eftir tvo mánuði eða ekki, hvort það komi til frekari uppsagna, það skapar ákveðna vanlíðan hjá fólki.“ Þremur árum eftir hrunið, árið 2011, var aftur lögð fyrir könnun á meðal bankastarfsfólks og var kulnun í starfi þá sérstaklega könnuð með kvarðanum Copenhagen Burn Out Inventory. Ásta segir að hann hafi meðal annars verið notaður til að gera rannsóknir hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu í Danmörku. Niðurstöður rannsóknarinnar sem gerð var hérlendis sýnri að árið 2011 er hátt hlutfall bankastarfsfólks farið að sýna talsverð einkenni kulnunar. „Meðaltal kulnunar á meðal bankastarfsfólks árið 2011 var fimm stigum hærra en meðaltal kulnunar starfsfólks sem tók þátt í þessari dönsku rannsókn. [...] Þannig að þetta er langvarandi ástand, þetta hefur ekki gengið hratt yfir heldur hefur þetta verið að einhverju leyti ástand sem varði í einhvern tíma,“ segir Ásta.
Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30
Tíu ár frá hruni: Sér eftir því að hafa treyst bankastarfsmönnum Maður sem tapaði nánast öllu sparifé sínu í hruninu og missti svo íbúðina sína á nauðungarsölu vegna gengisláns segist sjá eftir því að hafa ekki treyst innsæinu heldur bankastarfsmönnum í aðdraganda hrunsins. 4. október 2018 09:45
Tíu ár frá hruni: Sáu í hvað stefndi eftir Kryddsíldarmótmælin Þúsundir manna komu saman á Austurvelli haustið 2008 og í janúar 2009 til þess að mótmæla ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og bara ástandinu í þjóðfélaginu almennt. Mótmælin eru best þekkt sem Búsáhaldabyltingin eftir að mótmælendur komu saman með potta, pönnur og önnur búsáhöld og létu í sér heyra. 1. október 2018 15:30