Við viljum starfsmannaleigur Þórlindur Kjartansson skrifar 5. október 2018 07:00 Hún er ekki falleg myndin sem dregin hefur verið upp í fréttaskýringarþættinum Kveikur af aðbúnaði og vinnuaðstöðu útlendinga sem hingað hafa komið í gegnum svokallaðar starfsmannaleigur. Það er skiljanlegt að margir hneykslist mjög á græðgi og siðleysi þeirra sem byggja rekstur sinn á því að nýta sér þetta vinnuafl. Sögurnar eru heldur ekki fallegar. Það er ekki nóg með að fólki séu borguð algjör lágmarkslaun heldur virðast sumar starfsmannaleigur og sumir verktakar færa sér það í ítrustu nyt að starfsmennirnir eru algjörlega utangátta í íslensku samfélagi, kunna hvorki hver er réttur þeirra eða hvernig á að leita hans—og eiga óhægt með að komast aftur heim jafnvel þótt þeim misbjóði hvernig komið er fram við þá. Starfsmennirnir eru sagðir borga himinháa leigu fyrir að hafa aðgang að litlum beddum í óhrjálegum kytrum, þurfa að troða sér í þröng bílsæti á leið til vinnu og þurfa svo jafnvel að ganga örna sinna ofan í húsgrunna. Ef gerð væri skoðanakönnun í dag er líklegt að samstaða þjóðarinnar væri næstum algjör um að þessar aðstæður erlends verkafólks séu ólíðandi. Það hefur heldur ekki staðið á fordæmingum úr öllum áttum. Þingmenn og ráðherrar, fræðingar, forstjórar og verkalýðsleiðtogar—„aðilar vinnumarkaðarins“—allir eru sammála um að þessa þjóðarskömm verði umsvifalaust að uppræta. En þarf þetta að koma á óvart?Hvaðan kemur þetta fólk? Út um alla borg og víða um land má sjá byggingarkrana og stillansa og þar í kring eru tugir verkamanna, klæddir eftir veðri, að keppast við að klára þetta og hitt hótelið, íbúðabygginguna eða verslunarhúsnæðið. Og út um allt land bölvar fólk því hversu erfitt er að fá iðnaðarmenn til þess að flísaleggja, draga rafmagn, mála og slá upp garðhúsum. Og hvert sem litið er eru hótel og gistiheimili og matsölustaðir og sjoppur þar sem starfsmennirnir standa tólf tíma vaktir við fremur óspennandi og einhæfar aðstæður, gegn lágum launum. Hvaðan kemur þetta fólk sem er tilbúið til þess að manna vaktirnar, þrífa herbergin, vaska upp og bera morgunmatinn á borð? Kemur það úr Háskóla Íslands? Sennilega ekki. Á sama tíma og þessi veruleiki blasir við, þá berast fréttir af því að launakjör opinberra starfsmanna séu nú að jafnaði umtalsvert betri heldur en þeirra sem vinna hjá einkafyrirtækjum. Ekki nóg með að starfsöryggið sé nánast pottþétt, heldur eru launin hærri líka. Og þrátt fyrir þessa stöðu heyrist sú krafa frá háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum að skólaganga sé ekki metin nægilega hátt til launa á Íslandi. Krafan er sú að launamunurinn á þeim sem stendur í slyddu uppi á þaki og þeim sem nýtur skjólsins sé meiri—ekki minni. En svona erum við búin að ákveða að hafa þetta, og ef eitthvað er þá er krafan sú að við göngum jafnvel lengra á þessari braut.Meðvituð stefna Þetta er nefnilega algjörlega meðvitað val, og það endurspeglast fullkomlega í allri opinberri umræðu—að þegar valið stendur um það hvort gera eigi hlutina vel eða ódýrt, þá verður ódýrt alltaf fyrir valinu. Flesta hryllir við því að þekkja aðbúnað starfsmannanna sem framleiða tvö þúsund króna stuttermabolina fyrir alþjóðlegar fatakeðjur—en það er bara of góður díll til að sleppa honum. Þótt við vitum að það taki eina manneskju meira en heilan dag að prjóna góða peysu, þá veljum við að trúa því að hægt sé að selja sambærilega vöru á níu þúsund krónur út úr búð. Það er líka meðvituð þróun í samfélaginu sem hefur leitt til þess að byggingaframkvæmdir á Íslandi eru ómögulegar nema með aðkomu vinnuafls frá útlöndum. Hún felst í ofuráherslu á bóklegan lærdóm fyrir langstærstan hluta þjóðarinnar á meðan við höfum leyft risastórum gloppum að myndast í þeirri þekkingu og verkviti sem þarf til þess að byggja upp og viðhalda grundvallariðnviðum samfélagsins. Og það er líka meðvituð þróun að sú freisting er nánast ómótstæðileg fyrir framkvæmdaaðila að notast við starfsmannaleigur til þess að ná niður kostnaði. Er það ekki háværasta krafan út um allt í dag að tryggja þurfi fólki aðgang að ódýru húsnæði? Hvernig á að byggja þetta ódýra húsnæði, ef það er ekki til fólk sem kann að byggja það? Og hvernig á það að vera ódýrt ef það á að vera hægt að borga fólki mannsæmandi laun?Falinn kostnaður Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Á meðan við veljum alltaf ódýrasta matinn, ódýrustu flíkurnar og viljum ódýrara húsnæði—þá geta framleiðendur ekki annað en svarað þeim kröfum. Það er ekki fyrr en fólk er tilbúið til þess að færa einhverjar fórnir og velja öðruvísi—með því að borga hærra verð, sinna sjálft erfiðari vinnu eða sætta sig við minni eða öðruvísi neyslu—sem hneykslunin yfir meðferðinni á erlendum starfsmönnum fer að verða raunverulega trúverðug. Þegar hlutir eru grunsamlega ódýrir, þá er það oftast vegna þess að einhver annar ber kostnaðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Hún er ekki falleg myndin sem dregin hefur verið upp í fréttaskýringarþættinum Kveikur af aðbúnaði og vinnuaðstöðu útlendinga sem hingað hafa komið í gegnum svokallaðar starfsmannaleigur. Það er skiljanlegt að margir hneykslist mjög á græðgi og siðleysi þeirra sem byggja rekstur sinn á því að nýta sér þetta vinnuafl. Sögurnar eru heldur ekki fallegar. Það er ekki nóg með að fólki séu borguð algjör lágmarkslaun heldur virðast sumar starfsmannaleigur og sumir verktakar færa sér það í ítrustu nyt að starfsmennirnir eru algjörlega utangátta í íslensku samfélagi, kunna hvorki hver er réttur þeirra eða hvernig á að leita hans—og eiga óhægt með að komast aftur heim jafnvel þótt þeim misbjóði hvernig komið er fram við þá. Starfsmennirnir eru sagðir borga himinháa leigu fyrir að hafa aðgang að litlum beddum í óhrjálegum kytrum, þurfa að troða sér í þröng bílsæti á leið til vinnu og þurfa svo jafnvel að ganga örna sinna ofan í húsgrunna. Ef gerð væri skoðanakönnun í dag er líklegt að samstaða þjóðarinnar væri næstum algjör um að þessar aðstæður erlends verkafólks séu ólíðandi. Það hefur heldur ekki staðið á fordæmingum úr öllum áttum. Þingmenn og ráðherrar, fræðingar, forstjórar og verkalýðsleiðtogar—„aðilar vinnumarkaðarins“—allir eru sammála um að þessa þjóðarskömm verði umsvifalaust að uppræta. En þarf þetta að koma á óvart?Hvaðan kemur þetta fólk? Út um alla borg og víða um land má sjá byggingarkrana og stillansa og þar í kring eru tugir verkamanna, klæddir eftir veðri, að keppast við að klára þetta og hitt hótelið, íbúðabygginguna eða verslunarhúsnæðið. Og út um allt land bölvar fólk því hversu erfitt er að fá iðnaðarmenn til þess að flísaleggja, draga rafmagn, mála og slá upp garðhúsum. Og hvert sem litið er eru hótel og gistiheimili og matsölustaðir og sjoppur þar sem starfsmennirnir standa tólf tíma vaktir við fremur óspennandi og einhæfar aðstæður, gegn lágum launum. Hvaðan kemur þetta fólk sem er tilbúið til þess að manna vaktirnar, þrífa herbergin, vaska upp og bera morgunmatinn á borð? Kemur það úr Háskóla Íslands? Sennilega ekki. Á sama tíma og þessi veruleiki blasir við, þá berast fréttir af því að launakjör opinberra starfsmanna séu nú að jafnaði umtalsvert betri heldur en þeirra sem vinna hjá einkafyrirtækjum. Ekki nóg með að starfsöryggið sé nánast pottþétt, heldur eru launin hærri líka. Og þrátt fyrir þessa stöðu heyrist sú krafa frá háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum að skólaganga sé ekki metin nægilega hátt til launa á Íslandi. Krafan er sú að launamunurinn á þeim sem stendur í slyddu uppi á þaki og þeim sem nýtur skjólsins sé meiri—ekki minni. En svona erum við búin að ákveða að hafa þetta, og ef eitthvað er þá er krafan sú að við göngum jafnvel lengra á þessari braut.Meðvituð stefna Þetta er nefnilega algjörlega meðvitað val, og það endurspeglast fullkomlega í allri opinberri umræðu—að þegar valið stendur um það hvort gera eigi hlutina vel eða ódýrt, þá verður ódýrt alltaf fyrir valinu. Flesta hryllir við því að þekkja aðbúnað starfsmannanna sem framleiða tvö þúsund króna stuttermabolina fyrir alþjóðlegar fatakeðjur—en það er bara of góður díll til að sleppa honum. Þótt við vitum að það taki eina manneskju meira en heilan dag að prjóna góða peysu, þá veljum við að trúa því að hægt sé að selja sambærilega vöru á níu þúsund krónur út úr búð. Það er líka meðvituð þróun í samfélaginu sem hefur leitt til þess að byggingaframkvæmdir á Íslandi eru ómögulegar nema með aðkomu vinnuafls frá útlöndum. Hún felst í ofuráherslu á bóklegan lærdóm fyrir langstærstan hluta þjóðarinnar á meðan við höfum leyft risastórum gloppum að myndast í þeirri þekkingu og verkviti sem þarf til þess að byggja upp og viðhalda grundvallariðnviðum samfélagsins. Og það er líka meðvituð þróun að sú freisting er nánast ómótstæðileg fyrir framkvæmdaaðila að notast við starfsmannaleigur til þess að ná niður kostnaði. Er það ekki háværasta krafan út um allt í dag að tryggja þurfi fólki aðgang að ódýru húsnæði? Hvernig á að byggja þetta ódýra húsnæði, ef það er ekki til fólk sem kann að byggja það? Og hvernig á það að vera ódýrt ef það á að vera hægt að borga fólki mannsæmandi laun?Falinn kostnaður Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Á meðan við veljum alltaf ódýrasta matinn, ódýrustu flíkurnar og viljum ódýrara húsnæði—þá geta framleiðendur ekki annað en svarað þeim kröfum. Það er ekki fyrr en fólk er tilbúið til þess að færa einhverjar fórnir og velja öðruvísi—með því að borga hærra verð, sinna sjálft erfiðari vinnu eða sætta sig við minni eða öðruvísi neyslu—sem hneykslunin yfir meðferðinni á erlendum starfsmönnum fer að verða raunverulega trúverðug. Þegar hlutir eru grunsamlega ódýrir, þá er það oftast vegna þess að einhver annar ber kostnaðinn.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun