Missti föður sinn og bróður Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 11:00 Alex Ford er að ná sér á strik eftir áföll og erfiða lífsreynslu í hruninu. Hún fær aðstoð sálfræðings og er hjá Umboðsmanni skuldara Fréttablaðið/Anton Brink Alex Ford er fædd árið 1993. Hún er tuttugu og fimm ára gömul námskona og listamaður. Hún segist muna afar lítið eftir upphafi hrunsins og mótmælunum sem urðu í kjölfarið. Eftirleikurinn næstu ár er í brennidepli. „Afleiðingar hrunsins urðu miklar á líf fjölskyldu minnar og við misstum allt,“ segir Alex. Alex bjó með foreldrum sínum og systkinum í rúmgóðri íbúð á Laugavegi. „Foreldrar mínir keyptu íbúðina árið 2005. Hún kostaði þá 21 milljón króna. Svo kom hrunið og það fór allt í klessu og lánin hækkuðu alveg svakalega,“ segir Alex frá og segir fjölskylduna hafa reynt af fremsta megni í fyrstu að halda í við afborganirnar. „Þau gátu það bara ekki. Við fluttum í Garðabæinn í litla stúdíóíbúð sem amma mín átti. Þar fengum við að borga lágmarksleigu. Við bjuggum þar, öll fjölskyldan, og leigðum íbúðina á Laugavegi til námsmanna. Þannig gekk þetta í smá tíma,“ segir Alex. Faðir hennar veiktist og lést árið 2010. Alex segir líklegt að álag í kjölfar atvinnumissis og skuldaklafa hafi haft vond áhrif á heilsu hans. „Pabbi var hjartveikur og það var mikið álag á honum. Það var líka mikið álag á spítalanum þegar hann veiktist og þurfti að leita þangað. Hann var bara 57 ára þegar hann dó,“ segir hún frá. Alex missti bróður sinn einnig úr álagstengdum veikindum. „Hann dó úr blæðandi magasári og fékk einnig ekki þá umönnun sem hann þurfti á að halda,“ segir hún. Alex hefur reynt að takast á við vanlíðan af völdum álags og áfalla með aðstoð sálfræðings. „Ég er greind með áfallastreituröskun. Ég ákvað í samráði við sálfræðinginn minn að vera ekki að róta í áföllunum heldur einbeita mér að framtíðinni. Ég er hins vegar ekki að gera þetta á hnefanum og er miklu frekar meðvitað að einbeita mér að því að komast af,“ segir hún. Hún segist líklega ekki muna eins og aðrir landsmenn eftir hruninu. „Áföllin yfirskyggja það allt saman. Skuldabagginn var svo þungur og við stóðum ekki undir honum. Það var ekki nægilega vel haldið utan um venjulegar fjölskyldur. Vinnuálagið og skuldirnar voru of háar,“ segir Alex. „Svo misstum við íbúðina og þá sundraðist fjölskyldan enn frekar, segir Alex frá. „Mamma flutti á Vatnsleysuströnd því að hún hafði ekki efni á því að leigja íbúð í borginni. Nú býr hún á Akureyri, amma hjálpaði henni að kaupa íbúð þar. Ég fór á leigumarkaðinn, nítján ára gömul,“ segir hún og segist hafa komist af síðustu ár með því að safna skammtímaskuldum. „Ég komst af með því að lifa á yfirdrætti. Þegar bankinn hringdi og bauð mér kreditkort þá sagði ég bara já því ég var staurblönk og þurfti peninga til að lifa af. Ég er núna hjá Umboðsmanni skuldara og að læra að umgangast peninga upp á nýtt. Ég mun komast í gegnum fjárhagsvandann. En ég mun líklega aldrei geta keypt mér íbúð,“ segir Alex. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Alex Ford er fædd árið 1993. Hún er tuttugu og fimm ára gömul námskona og listamaður. Hún segist muna afar lítið eftir upphafi hrunsins og mótmælunum sem urðu í kjölfarið. Eftirleikurinn næstu ár er í brennidepli. „Afleiðingar hrunsins urðu miklar á líf fjölskyldu minnar og við misstum allt,“ segir Alex. Alex bjó með foreldrum sínum og systkinum í rúmgóðri íbúð á Laugavegi. „Foreldrar mínir keyptu íbúðina árið 2005. Hún kostaði þá 21 milljón króna. Svo kom hrunið og það fór allt í klessu og lánin hækkuðu alveg svakalega,“ segir Alex frá og segir fjölskylduna hafa reynt af fremsta megni í fyrstu að halda í við afborganirnar. „Þau gátu það bara ekki. Við fluttum í Garðabæinn í litla stúdíóíbúð sem amma mín átti. Þar fengum við að borga lágmarksleigu. Við bjuggum þar, öll fjölskyldan, og leigðum íbúðina á Laugavegi til námsmanna. Þannig gekk þetta í smá tíma,“ segir Alex. Faðir hennar veiktist og lést árið 2010. Alex segir líklegt að álag í kjölfar atvinnumissis og skuldaklafa hafi haft vond áhrif á heilsu hans. „Pabbi var hjartveikur og það var mikið álag á honum. Það var líka mikið álag á spítalanum þegar hann veiktist og þurfti að leita þangað. Hann var bara 57 ára þegar hann dó,“ segir hún frá. Alex missti bróður sinn einnig úr álagstengdum veikindum. „Hann dó úr blæðandi magasári og fékk einnig ekki þá umönnun sem hann þurfti á að halda,“ segir hún. Alex hefur reynt að takast á við vanlíðan af völdum álags og áfalla með aðstoð sálfræðings. „Ég er greind með áfallastreituröskun. Ég ákvað í samráði við sálfræðinginn minn að vera ekki að róta í áföllunum heldur einbeita mér að framtíðinni. Ég er hins vegar ekki að gera þetta á hnefanum og er miklu frekar meðvitað að einbeita mér að því að komast af,“ segir hún. Hún segist líklega ekki muna eins og aðrir landsmenn eftir hruninu. „Áföllin yfirskyggja það allt saman. Skuldabagginn var svo þungur og við stóðum ekki undir honum. Það var ekki nægilega vel haldið utan um venjulegar fjölskyldur. Vinnuálagið og skuldirnar voru of háar,“ segir Alex. „Svo misstum við íbúðina og þá sundraðist fjölskyldan enn frekar, segir Alex frá. „Mamma flutti á Vatnsleysuströnd því að hún hafði ekki efni á því að leigja íbúð í borginni. Nú býr hún á Akureyri, amma hjálpaði henni að kaupa íbúð þar. Ég fór á leigumarkaðinn, nítján ára gömul,“ segir hún og segist hafa komist af síðustu ár með því að safna skammtímaskuldum. „Ég komst af með því að lifa á yfirdrætti. Þegar bankinn hringdi og bauð mér kreditkort þá sagði ég bara já því ég var staurblönk og þurfti peninga til að lifa af. Ég er núna hjá Umboðsmanni skuldara og að læra að umgangast peninga upp á nýtt. Ég mun komast í gegnum fjárhagsvandann. En ég mun líklega aldrei geta keypt mér íbúð,“ segir Alex.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira