Áralangar deilur um hávaða í fjöleignarhúsi enduðu fyrir dómi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2018 06:15 Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Vísir/HARI Kona í Garðabæ var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpum hálfum mánuði sýknuð af kröfu húsfélags um að henni yrði gert skylt að flytja úr íbúð sinni í húsinu og að henni yrði gert að selja fasteignina. Ástæðan fyrir kröfu húsfélagsins var áralangt ónæði úr íbúð konunnar. Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Mikið ónæði hafi verið þaðan vegna tónlistar úr stórum hátölurum og þá hafi öðrum íbúum hússins stafað ógn af sambýlismanni konunnar. Sá á meðal annars að hafa hótað einum íbúa því að henda honum fram af annarri hæð hússins og að hann myndi missa stjórn á bíl sínum þegar viðkomandi íbúi væri nálægur. Þá báru aðrir íbúar hússins um að hann hefði átt það til að ganga í skrokk á konu sinni og hafði lögregla verið minnst einu sinni kölluð til vegna slíks ofbeldis. Málið var ítrekað tekið fyrir á húsfundum félagsins og konunni þar veitt áminning. Staðan var fyrst rædd á fundi árið 2008, aftur ári síðar og ítrekað síðan þá. Að endingu var dómsmál höfðað. „Verður háttsemi [konunnar og sambýlismannsins] með engu móti réttlætt hér. Hins vegar kom fram í skýrslum fyrir dómi, þegar spurt var hvernig háttsemi þeirra hefði verið upp á síðkastið, að ekkert ónæði hafi verið frá íbúð stefndu á þessu ári, fyrir utan að sambýlismaður stefndu hafi í janúar gengið ógnandi á milli íbúða í þeim tilgangi að fá eigendur til að falla frá þessari málsókn, en hann sé nú fluttur úr húsinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ekki þótti sannað að skilyrði fjöleignarhúsalaga um bann við dvöl og skyldu til að selja íbúðina væru uppfyllt. Því var konan sýknuð af kröfunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Kona í Garðabæ var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpum hálfum mánuði sýknuð af kröfu húsfélags um að henni yrði gert skylt að flytja úr íbúð sinni í húsinu og að henni yrði gert að selja fasteignina. Ástæðan fyrir kröfu húsfélagsins var áralangt ónæði úr íbúð konunnar. Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Mikið ónæði hafi verið þaðan vegna tónlistar úr stórum hátölurum og þá hafi öðrum íbúum hússins stafað ógn af sambýlismanni konunnar. Sá á meðal annars að hafa hótað einum íbúa því að henda honum fram af annarri hæð hússins og að hann myndi missa stjórn á bíl sínum þegar viðkomandi íbúi væri nálægur. Þá báru aðrir íbúar hússins um að hann hefði átt það til að ganga í skrokk á konu sinni og hafði lögregla verið minnst einu sinni kölluð til vegna slíks ofbeldis. Málið var ítrekað tekið fyrir á húsfundum félagsins og konunni þar veitt áminning. Staðan var fyrst rædd á fundi árið 2008, aftur ári síðar og ítrekað síðan þá. Að endingu var dómsmál höfðað. „Verður háttsemi [konunnar og sambýlismannsins] með engu móti réttlætt hér. Hins vegar kom fram í skýrslum fyrir dómi, þegar spurt var hvernig háttsemi þeirra hefði verið upp á síðkastið, að ekkert ónæði hafi verið frá íbúð stefndu á þessu ári, fyrir utan að sambýlismaður stefndu hafi í janúar gengið ógnandi á milli íbúða í þeim tilgangi að fá eigendur til að falla frá þessari málsókn, en hann sé nú fluttur úr húsinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ekki þótti sannað að skilyrði fjöleignarhúsalaga um bann við dvöl og skyldu til að selja íbúðina væru uppfyllt. Því var konan sýknuð af kröfunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira