Fertugasti árgangur Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaður Heimsljós kynnir 9. október 2018 11:00 Útskriftarnemar Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna 2018 ásamt kennurum skólans. Jarðhitaskólinn Í síðustu viku útskrifuðust 24 nemendur úr Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, níu konur og fimmtán karlar, frá fjórtán löndum. Þetta er í fertugasta sinn sem skólinn útskrifar nemendur úr sex mánaða námi á Íslandi, en skólinn hóf starfsemi árið 1979. Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu lagði ríka áherslu á mikilvægi jarðhitanýtingar fyrir framfarir og betri lífskjör í þróunarríkjum í ávarpi sínu við útskriftina. Hann greindi frá þeirri áherslu sem íslensk stjórnvöld hafa lagt á endurnýjanlega orku þegar kemur að sjálfbærri þróun, en nýting jarðhita er eitt af áherslusviðum íslenskrar þróunarsamvinnu. Þá undirstrikaði hann mikilvægi kynjajafnréttis í þróunarsamvinnu Íslands og samþættingu kynjasjónarmiða í verkefnum á sviði orkumála.Frá upphafi hafa alls 694 nemendur frá 61 landi útskrifast úr Jarðhitaskólanum. Um 39% nemenda hafa komið frá Afríku og 35% frá Asíu, 14% frá Rómönsku Ameríku, 11% frá Evrópu og 1% frá Eyjaálfu. Þá hafa 158 konur útskrifast frá upphafi eða rúmlega 22%, en undanfarin tíu ár hefur hlutfallið hækkað og verið um 31%. Á þessu ári hafa þar að auki sextán nemendur stundað meistaranám við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og fjórir nemendur stundað doktorsnám við HÍ á styrk frá Jarðhitaskólanum. Auk þjálfunar jarðhitasérfræðinga hér á landi hefur skólinn um árabil haldið styttri námskeið í Austur-Afríku, Rómönsku Ameríku og á Karíbahafseyjum þar sem fleiri sérfræðingum gefst færi á þjálfun. Námskeiðin hafa sterka tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Lykillinn að góðum árangri starfsemi Jarðhitaskólans er sá sterki bakhjarl sem skólinn hefur notið í fjárlögum íslenska ríkisins en skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Í síðustu viku útskrifuðust 24 nemendur úr Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, níu konur og fimmtán karlar, frá fjórtán löndum. Þetta er í fertugasta sinn sem skólinn útskrifar nemendur úr sex mánaða námi á Íslandi, en skólinn hóf starfsemi árið 1979. Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu lagði ríka áherslu á mikilvægi jarðhitanýtingar fyrir framfarir og betri lífskjör í þróunarríkjum í ávarpi sínu við útskriftina. Hann greindi frá þeirri áherslu sem íslensk stjórnvöld hafa lagt á endurnýjanlega orku þegar kemur að sjálfbærri þróun, en nýting jarðhita er eitt af áherslusviðum íslenskrar þróunarsamvinnu. Þá undirstrikaði hann mikilvægi kynjajafnréttis í þróunarsamvinnu Íslands og samþættingu kynjasjónarmiða í verkefnum á sviði orkumála.Frá upphafi hafa alls 694 nemendur frá 61 landi útskrifast úr Jarðhitaskólanum. Um 39% nemenda hafa komið frá Afríku og 35% frá Asíu, 14% frá Rómönsku Ameríku, 11% frá Evrópu og 1% frá Eyjaálfu. Þá hafa 158 konur útskrifast frá upphafi eða rúmlega 22%, en undanfarin tíu ár hefur hlutfallið hækkað og verið um 31%. Á þessu ári hafa þar að auki sextán nemendur stundað meistaranám við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og fjórir nemendur stundað doktorsnám við HÍ á styrk frá Jarðhitaskólanum. Auk þjálfunar jarðhitasérfræðinga hér á landi hefur skólinn um árabil haldið styttri námskeið í Austur-Afríku, Rómönsku Ameríku og á Karíbahafseyjum þar sem fleiri sérfræðingum gefst færi á þjálfun. Námskeiðin hafa sterka tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Lykillinn að góðum árangri starfsemi Jarðhitaskólans er sá sterki bakhjarl sem skólinn hefur notið í fjárlögum íslenska ríkisins en skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent