Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2018 09:00 Carol Turley lofaði athuganir Hafró á súrnun sjávar við Ísland. Mæliröðin er sú lengsta sem til er fyrir kaldan sjó. Vísir/Vilhelm Súrnun sem hefur orðið á höfum jarðar af völdum manna eftir iðnbyltingu er fordæmalaus á jörðinni í að minnsta kosti tugi milljóna ára og ástand þess á ekki eftir að færast í fyrra horf næstu hundruð árþúsundin. Enskur sjávarsérfræðingur segir nauðsynlegt að rannsaka áhrif súrnunarinnar vegna óvissu um hvaða áhrif hún hefur á lífríki hafsins og nytjastofna. Hafið sé í fremstu víglínu loftslagsbreytinga á jörðinni. Áætlað er að höfin hafi drukkið í sig tæpan þriðjung þess koltvísýrings sem menn hafa sleppt út í lofthjúp jarðarinnar, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, frá iðnbyltingu. Uppleysti koltvísýringurinn hefur lækkað sýrustig hafsins um 0,1 pH stig á þeim tíma, að því er kemur fram í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem birt var í gær. Það er um 30% hækkun á sýrustigi. Haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir af sama móð og nú má gera ráð fyrir að súrnunin nemi 150% miðað við ástandið fyrir iðnbyltingu. Þessi súrnun hafsins er sögð án fordæma í að minnsta kosti 65 milljónir ára og jafnvel í 300 milljónir ára. Síðast þegar hafið súrnaði í líkingu við núverandi aðstæður reikuðu risaeðlur enn um jörðina. Þrátt fyrir að vísindamenn hafi um áratugaskeið vitað af og varað við áhrifum losunar gróðurhúsalofttegunda á loftslag jarðarinnar var það ekki fyrr en upp úr aldamótum sem þeir áttuðu sig á hættunni af súrnun sjávar. Rannsóknir á henni eru enn tiltölulega skammt á veg komnar en sterkar vísbendingar eru um að súrnunin hafi skaðleg áhrif á lífríki hafsins.Kaldsjávarkórallar eru dæmi um kalkmyndandi lífverur sem eiga undir högg að sækja þegar hafið súrnar og hlýnar. Kórallar eru mikilvægir vistkerfum hafsins.HafrannsóknastofnunBreytt vistkerfi munu hafa áhrif á fiskveiðar Dr. Carol Turley, vísindamaður við Hafrannsóknastöðina í Plymouth á Englandi, hefur rannsakað lífefnafræðilegar hringrásir í hafinu og beint sjónum sínum að súrnun hafsins á undanförnum árum. Hún hefur meðal annars unnið við fyrri vísindaskýrslur IPCC. Í samtali við Vísi segir Turley að breytingarnar sem menn valda nú á höfum jarðar séu ótrúlegar á sinn hátt. Jafnvel þó að menn hætti að losa gróðurhúsalofttegundir strax haldi súrnunin áfram í einhvern tíma. Hún muni hafa áhrif á sjávardýr, fæðukeðjur, líffræðilegan fjölbreytileika og lífefnafræðilega ferla. Breytingar á vistkerfi hafsins muni einnig hafa áhrif á fiskveiðar. Engu að síður segir Turley að menn viti nær ekkert um áhrif súrnunar sjávar á fiska og telur hún það virkilegt áhyggjuefni að þau vísindi hafi ekki verið þróuð frekar áfram. „Við þurfum rannsóknir og athuganir. Stjórnmálamenn og iðnaður er að spyrja spurninga og við getum ekki svarað „já, kannski“. Við verðum að gera rannsóknir til að kanna hvar hættan er,“ segir Turley. Hún lofar mæliröð Hafrannsóknastofnunar á sýrustigi hafsins í kringum Íslandi sem nær um þrjátíu ár aftur í tímann. Athuganirnar séu lengsta samfellda mæliröðin í köldum sjó á jörðinni. Kaldur sjór er þeim eðlisfræðilega eiginleika gæddur að geta tekið meira upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu en hlýrri og því hefur súrnun sjávar í kringum Ísland verið enn meiri og hraðari en á heimsvísu. Turley segir að athuganir Hafró sýni fram á þetta og að Íslendingar ættu að taka mark á þeim.Svörtu punktarnir sýna mælistöðvar Hafró þar sem fylgst er með súrnun hafsins. Súrnunin hefur verið sérstaklega mikil í hafinu fyrir norðan Ísland.Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingarÁhrifin á fiskinn áhyggjuefni Kalkmyndandi lífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru taldar sérstaklega viðkvæmar fyrir súrnun sjávar. Upptaka sjávar á koltvísýringi veldur einnig því að kalkmettunarstig hans lækkar. Kalkmettunarstig er þegar lægra í svalari sjó en hlýrri og því hafa vísindamenn áhyggjur af því að hafið á norðurslóðum verði fyrst undirmettað af kalki. Þó að enn sé óvíst um bein skaðleg áhrif súrnunar hafsins á fisktegundir eru vísbendingar um örlög þeirra gætu verið bundin þessum kalkmyndandi lífverunum sem þær nærast á. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út í vor kom fram að fjölmargar kalkmyndandi tegundir sé að finna í lífríki hafsins við Ísland. Sumar þeirra, eins og hörpudiskur og kræklingur, séu nýttar sem matvæli og kalkþörungar séu unnir til framleiðslu á kalki. Fjöldi annarra tegunda sé hluti af fjölbreytilegu lífríki og gegni misstóru hlutverki í fæðuvef hafsins. „Við vitum að hafið í kringum Ísland verður súrara í framtíðinni. Það er áhyggjuefni hvernig það hefur áhrif á fiskinn beint en það sem mikilvægara er, hvernig það hefur áhrif á það sem hann étur. Fiskar lifa ekki einir í hafinu. Þeir reiða sig á heilt vistkerfi þar sem þeir eru efstir í fæðukeðjunni,“ segir Turley. Hún segir að áhrifin á fiska gætu verið bæði bein og óbein. Óvissan um það sé vegna skorts á rannsóknum. Einhverjar rannsóknir hafi þó bent til þess að hegðun fiska breytist af völdum súrnunar sjávar. Með samverkun við hlýnun hafsins geti breytingar einnig orðið á fiskstofnum. Vísindanefnd SÞ tekur í sama streng í skýrslu sinni. Þar kemur fram að súrnun sjávar eigi eftir að magna upp áhrif hlýnunar hafsins. Það muni hafa áhrif á vöxt, þroska, kalkmyndun, afkomu og þar með gnægt fjölda sjávartegunda, allt frá þörungum til fiska. Þeirra áhrifa verði þegar vart við 1,5°C hlýnun og enn frekar við 2°C hlýnun. Hafið hefur tekið við um 93% þeirrar hnattrænnu hlýnunar sem menn hafa valdið. Sú hlýnun lækkar súrefnismettun hafsins. Allir þessir þættir; hlýnun, súrnun og súrefnistap, leggjast þannig á eitt til að setja álag á lífríki hafsins. „Hafið er í framvarðarlínu loftslagsbreytinga,“ sagði Turley í fyrirlestri sem hún hélt á vegum Hafró og Náttúruverndarsamtaka Íslands í gær.Vegna þess að hafið súrnar hraðar þar sem sjór er kaldur verður afleiðinganna einna fyrst vart við Ísland. Turley líkti Íslandi sem nokkurs konar kanarífugl í kolanámunni. Námumenn fyrri tíðar höfðu kanarífugla með sér til vinnu. Væri metan- eða komónoxíðleki í námunni drapst fuglinn áður en styrkur gassins var orðinn hættulegur mönnum.Vísir/VilhelmHættan fyrir lífríki eykst verulega eftir því sem hlýnun verður meiri Turley sagði í fyrirlestri sínum að núverandi landsmarkmið þjóða heims samkvæmt Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ekki duga til að vinna verulega gegn breytingum á umhverfi hafsins og forðast mikla hættu á skaðlegum áhrifum á vistkerfi og þau gæði sem þau veita. Líkt og kom fram í nýju skýrslu IPCC er þýðingarmikill munur á því hvort að hlýnun jarðar nái 1,5°C, 2°C eða þaðan af meira, að sögn Turley. Með því að takmarka hana við 1,5°C dragi úr súrnun sjávar. Hættan á óafturkræfu tapi á tegundum aukist verulega við 2°C. Geri menn ekkert til að koma böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum verða þeir heppnir ef 10% kóralrifja heims lifir af. Jafnvel ef menn ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C þá muni aðeins um þriðjungur rifjanna hafa það af. Mikill skaði er hins vegar nú þegar skeður. Koltvísýringurinn sem höfin hafa tekið upp og munu gera af fyrirsjáanlegri losun manna verður áfram bundinn í hafinu á tímaskala sem er mældur í hundruð þúsundum ára. „Þannig að grípið til aðgerða núna strax,“ mætli Turley með. Turley vitnar í skýrslu IPCC þegar hún segir að ætli menn sér að forðast verstu afleiðingar súrnunar sjávar og hlýnunar jarðar þurfi þeir ekki aðeins að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum heldur byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpi jarðar. Sú tækni er þó enn sem komið er dýr og tiltölulega skammt á veg komin.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá fyrirlestur dr. Carol Turley hjá Hafrannsóknastofnun á mánudag. Á undan henni talar Hrönn Egilsdóttir, sjávarlíffræðingur, sem hefur rannsakað súrnun sjávar við Ísland. Loftslagsmál Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Ráðherra boðar aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga á Íslandi Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi dregur upp dökka mynd af náttúrufari landsins haldi hlýnun áfram. Breytingarnar munu hafa veruleg áhrif á íslenskt náttúrufar og samfélag. 4. maí 2018 08:00 Höfum tólf ár til að ná loftslagsmarkmiðum Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðana gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. 8. október 2018 19:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Súrnun sem hefur orðið á höfum jarðar af völdum manna eftir iðnbyltingu er fordæmalaus á jörðinni í að minnsta kosti tugi milljóna ára og ástand þess á ekki eftir að færast í fyrra horf næstu hundruð árþúsundin. Enskur sjávarsérfræðingur segir nauðsynlegt að rannsaka áhrif súrnunarinnar vegna óvissu um hvaða áhrif hún hefur á lífríki hafsins og nytjastofna. Hafið sé í fremstu víglínu loftslagsbreytinga á jörðinni. Áætlað er að höfin hafi drukkið í sig tæpan þriðjung þess koltvísýrings sem menn hafa sleppt út í lofthjúp jarðarinnar, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, frá iðnbyltingu. Uppleysti koltvísýringurinn hefur lækkað sýrustig hafsins um 0,1 pH stig á þeim tíma, að því er kemur fram í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem birt var í gær. Það er um 30% hækkun á sýrustigi. Haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir af sama móð og nú má gera ráð fyrir að súrnunin nemi 150% miðað við ástandið fyrir iðnbyltingu. Þessi súrnun hafsins er sögð án fordæma í að minnsta kosti 65 milljónir ára og jafnvel í 300 milljónir ára. Síðast þegar hafið súrnaði í líkingu við núverandi aðstæður reikuðu risaeðlur enn um jörðina. Þrátt fyrir að vísindamenn hafi um áratugaskeið vitað af og varað við áhrifum losunar gróðurhúsalofttegunda á loftslag jarðarinnar var það ekki fyrr en upp úr aldamótum sem þeir áttuðu sig á hættunni af súrnun sjávar. Rannsóknir á henni eru enn tiltölulega skammt á veg komnar en sterkar vísbendingar eru um að súrnunin hafi skaðleg áhrif á lífríki hafsins.Kaldsjávarkórallar eru dæmi um kalkmyndandi lífverur sem eiga undir högg að sækja þegar hafið súrnar og hlýnar. Kórallar eru mikilvægir vistkerfum hafsins.HafrannsóknastofnunBreytt vistkerfi munu hafa áhrif á fiskveiðar Dr. Carol Turley, vísindamaður við Hafrannsóknastöðina í Plymouth á Englandi, hefur rannsakað lífefnafræðilegar hringrásir í hafinu og beint sjónum sínum að súrnun hafsins á undanförnum árum. Hún hefur meðal annars unnið við fyrri vísindaskýrslur IPCC. Í samtali við Vísi segir Turley að breytingarnar sem menn valda nú á höfum jarðar séu ótrúlegar á sinn hátt. Jafnvel þó að menn hætti að losa gróðurhúsalofttegundir strax haldi súrnunin áfram í einhvern tíma. Hún muni hafa áhrif á sjávardýr, fæðukeðjur, líffræðilegan fjölbreytileika og lífefnafræðilega ferla. Breytingar á vistkerfi hafsins muni einnig hafa áhrif á fiskveiðar. Engu að síður segir Turley að menn viti nær ekkert um áhrif súrnunar sjávar á fiska og telur hún það virkilegt áhyggjuefni að þau vísindi hafi ekki verið þróuð frekar áfram. „Við þurfum rannsóknir og athuganir. Stjórnmálamenn og iðnaður er að spyrja spurninga og við getum ekki svarað „já, kannski“. Við verðum að gera rannsóknir til að kanna hvar hættan er,“ segir Turley. Hún lofar mæliröð Hafrannsóknastofnunar á sýrustigi hafsins í kringum Íslandi sem nær um þrjátíu ár aftur í tímann. Athuganirnar séu lengsta samfellda mæliröðin í köldum sjó á jörðinni. Kaldur sjór er þeim eðlisfræðilega eiginleika gæddur að geta tekið meira upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu en hlýrri og því hefur súrnun sjávar í kringum Ísland verið enn meiri og hraðari en á heimsvísu. Turley segir að athuganir Hafró sýni fram á þetta og að Íslendingar ættu að taka mark á þeim.Svörtu punktarnir sýna mælistöðvar Hafró þar sem fylgst er með súrnun hafsins. Súrnunin hefur verið sérstaklega mikil í hafinu fyrir norðan Ísland.Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingarÁhrifin á fiskinn áhyggjuefni Kalkmyndandi lífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru taldar sérstaklega viðkvæmar fyrir súrnun sjávar. Upptaka sjávar á koltvísýringi veldur einnig því að kalkmettunarstig hans lækkar. Kalkmettunarstig er þegar lægra í svalari sjó en hlýrri og því hafa vísindamenn áhyggjur af því að hafið á norðurslóðum verði fyrst undirmettað af kalki. Þó að enn sé óvíst um bein skaðleg áhrif súrnunar hafsins á fisktegundir eru vísbendingar um örlög þeirra gætu verið bundin þessum kalkmyndandi lífverunum sem þær nærast á. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út í vor kom fram að fjölmargar kalkmyndandi tegundir sé að finna í lífríki hafsins við Ísland. Sumar þeirra, eins og hörpudiskur og kræklingur, séu nýttar sem matvæli og kalkþörungar séu unnir til framleiðslu á kalki. Fjöldi annarra tegunda sé hluti af fjölbreytilegu lífríki og gegni misstóru hlutverki í fæðuvef hafsins. „Við vitum að hafið í kringum Ísland verður súrara í framtíðinni. Það er áhyggjuefni hvernig það hefur áhrif á fiskinn beint en það sem mikilvægara er, hvernig það hefur áhrif á það sem hann étur. Fiskar lifa ekki einir í hafinu. Þeir reiða sig á heilt vistkerfi þar sem þeir eru efstir í fæðukeðjunni,“ segir Turley. Hún segir að áhrifin á fiska gætu verið bæði bein og óbein. Óvissan um það sé vegna skorts á rannsóknum. Einhverjar rannsóknir hafi þó bent til þess að hegðun fiska breytist af völdum súrnunar sjávar. Með samverkun við hlýnun hafsins geti breytingar einnig orðið á fiskstofnum. Vísindanefnd SÞ tekur í sama streng í skýrslu sinni. Þar kemur fram að súrnun sjávar eigi eftir að magna upp áhrif hlýnunar hafsins. Það muni hafa áhrif á vöxt, þroska, kalkmyndun, afkomu og þar með gnægt fjölda sjávartegunda, allt frá þörungum til fiska. Þeirra áhrifa verði þegar vart við 1,5°C hlýnun og enn frekar við 2°C hlýnun. Hafið hefur tekið við um 93% þeirrar hnattrænnu hlýnunar sem menn hafa valdið. Sú hlýnun lækkar súrefnismettun hafsins. Allir þessir þættir; hlýnun, súrnun og súrefnistap, leggjast þannig á eitt til að setja álag á lífríki hafsins. „Hafið er í framvarðarlínu loftslagsbreytinga,“ sagði Turley í fyrirlestri sem hún hélt á vegum Hafró og Náttúruverndarsamtaka Íslands í gær.Vegna þess að hafið súrnar hraðar þar sem sjór er kaldur verður afleiðinganna einna fyrst vart við Ísland. Turley líkti Íslandi sem nokkurs konar kanarífugl í kolanámunni. Námumenn fyrri tíðar höfðu kanarífugla með sér til vinnu. Væri metan- eða komónoxíðleki í námunni drapst fuglinn áður en styrkur gassins var orðinn hættulegur mönnum.Vísir/VilhelmHættan fyrir lífríki eykst verulega eftir því sem hlýnun verður meiri Turley sagði í fyrirlestri sínum að núverandi landsmarkmið þjóða heims samkvæmt Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ekki duga til að vinna verulega gegn breytingum á umhverfi hafsins og forðast mikla hættu á skaðlegum áhrifum á vistkerfi og þau gæði sem þau veita. Líkt og kom fram í nýju skýrslu IPCC er þýðingarmikill munur á því hvort að hlýnun jarðar nái 1,5°C, 2°C eða þaðan af meira, að sögn Turley. Með því að takmarka hana við 1,5°C dragi úr súrnun sjávar. Hættan á óafturkræfu tapi á tegundum aukist verulega við 2°C. Geri menn ekkert til að koma böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum verða þeir heppnir ef 10% kóralrifja heims lifir af. Jafnvel ef menn ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C þá muni aðeins um þriðjungur rifjanna hafa það af. Mikill skaði er hins vegar nú þegar skeður. Koltvísýringurinn sem höfin hafa tekið upp og munu gera af fyrirsjáanlegri losun manna verður áfram bundinn í hafinu á tímaskala sem er mældur í hundruð þúsundum ára. „Þannig að grípið til aðgerða núna strax,“ mætli Turley með. Turley vitnar í skýrslu IPCC þegar hún segir að ætli menn sér að forðast verstu afleiðingar súrnunar sjávar og hlýnunar jarðar þurfi þeir ekki aðeins að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum heldur byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpi jarðar. Sú tækni er þó enn sem komið er dýr og tiltölulega skammt á veg komin.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá fyrirlestur dr. Carol Turley hjá Hafrannsóknastofnun á mánudag. Á undan henni talar Hrönn Egilsdóttir, sjávarlíffræðingur, sem hefur rannsakað súrnun sjávar við Ísland.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Ráðherra boðar aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga á Íslandi Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi dregur upp dökka mynd af náttúrufari landsins haldi hlýnun áfram. Breytingarnar munu hafa veruleg áhrif á íslenskt náttúrufar og samfélag. 4. maí 2018 08:00 Höfum tólf ár til að ná loftslagsmarkmiðum Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðana gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. 8. október 2018 19:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Ráðherra boðar aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga á Íslandi Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi dregur upp dökka mynd af náttúrufari landsins haldi hlýnun áfram. Breytingarnar munu hafa veruleg áhrif á íslenskt náttúrufar og samfélag. 4. maí 2018 08:00
Höfum tólf ár til að ná loftslagsmarkmiðum Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðana gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. 8. október 2018 19:30