Stærsta baráttumálið Gunnar Einarsson skrifar 20. september 2018 08:00 Sveitarfélögin í landinu verða að vera nægjanlega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum og stjórnsýslu en með stærri og öflugri sveitarfélögum skapast svigrúm til að lækka stjórnsýslukostnað á íbúa og auka skilvirkni. Efling sveitarstjórnarstigsins er því eitt stærsta byggðabaráttumál okkar tíma. Þjónusta við íbúa þarf að vera góð og hagræðing í rekstri býr til aukin tækifæri til að veita hana. Þó þarf að forðast þvingaðar sameiningar sem þykja ekki ákjósanlegur kostur og skoða þarf vel með hvaða hætti hægt er að bæta regluverk Jöfnunarsjóðs svo hann verði hvatning til sameininga. Landshlutasamtökin þurfa líka að vera öflug, sinna hagsmunagæslu íbúa og vinna að auknu samstarfi sveitarfélaganna. Við þurfum að fá fleiri verkefni til sveitarfélaga þar sem þau eru mun betur til þess fallin að veita nærþjónustu en ríkið. En fjármagnið verður að fylgja þeim verkefnum því það dregur úr krafti sveitarfélaga að taka við verkefnum sem ekki fylgir nægt fjármagn. Efla þarf formlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga og efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnunum. Hugsa þarf um landsbyggðina og höfuðborgina sem eitt svæði en það veikir stöðu sveitarfélaga gegn ríkinu ef gjá myndast þar á milli. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður allt frá 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélögin eru handhafar framkvæmdarvaldsins, gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og eru það stjórnvald sem er næst íbúum landsins. Að efla sveitarfélögin í landinu hefur sjaldan verið eins mikilvægt og ef ég næ kjöri sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mun ég leggja mig hart fram til að ná okkar sameiginlegu markmiðum. Mér þykir afar vænt um uppbyggileg samtöl sem ég hef átt á síðustu dögum við flestalla fulltrúa landsþings sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 26.-28. september nk. Sambandið er sameiginlegur málsvari sveitarfélaga og á að vinna að hagsmunamálum þeirra allra. Ég vil leiða það starf og hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni, fái ég tækifæri til.Höfundur býður sig fram sem formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin í landinu verða að vera nægjanlega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum og stjórnsýslu en með stærri og öflugri sveitarfélögum skapast svigrúm til að lækka stjórnsýslukostnað á íbúa og auka skilvirkni. Efling sveitarstjórnarstigsins er því eitt stærsta byggðabaráttumál okkar tíma. Þjónusta við íbúa þarf að vera góð og hagræðing í rekstri býr til aukin tækifæri til að veita hana. Þó þarf að forðast þvingaðar sameiningar sem þykja ekki ákjósanlegur kostur og skoða þarf vel með hvaða hætti hægt er að bæta regluverk Jöfnunarsjóðs svo hann verði hvatning til sameininga. Landshlutasamtökin þurfa líka að vera öflug, sinna hagsmunagæslu íbúa og vinna að auknu samstarfi sveitarfélaganna. Við þurfum að fá fleiri verkefni til sveitarfélaga þar sem þau eru mun betur til þess fallin að veita nærþjónustu en ríkið. En fjármagnið verður að fylgja þeim verkefnum því það dregur úr krafti sveitarfélaga að taka við verkefnum sem ekki fylgir nægt fjármagn. Efla þarf formlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga og efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnunum. Hugsa þarf um landsbyggðina og höfuðborgina sem eitt svæði en það veikir stöðu sveitarfélaga gegn ríkinu ef gjá myndast þar á milli. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður allt frá 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélögin eru handhafar framkvæmdarvaldsins, gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og eru það stjórnvald sem er næst íbúum landsins. Að efla sveitarfélögin í landinu hefur sjaldan verið eins mikilvægt og ef ég næ kjöri sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mun ég leggja mig hart fram til að ná okkar sameiginlegu markmiðum. Mér þykir afar vænt um uppbyggileg samtöl sem ég hef átt á síðustu dögum við flestalla fulltrúa landsþings sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 26.-28. september nk. Sambandið er sameiginlegur málsvari sveitarfélaga og á að vinna að hagsmunamálum þeirra allra. Ég vil leiða það starf og hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni, fái ég tækifæri til.Höfundur býður sig fram sem formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar