Kostnaður við hátíðarfundinn bliknar í samanburði við þjóðfundi síðustu ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. september 2018 11:05 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ávarpar hátíðarfund á Þingvöllum þann 18. júlí síðastliðinn. Boð hennar á fundinn reyndist umdeilt. Vísir/Anton Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir hátíðarfundinn á Þingvöllum í sumar hafa verið mun ódýrari en þjóðfundir sem haldnir hafa verið á Þingvöllum síðustu ár. Kostnaður við Kristnihátíð árið 2000 og Lýðveldishátíð árið 1994 hafi til að mynda hlaupið á hundruð milljónum króna.Sjá einnig: Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Skúli var fenginn til að ræða málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði Skúli það sjálfsögðu slæmt ef kostnaðaráætlanir standist ekki, en greint hefur verið frá því að kostnaður við hátíðarfundinn í sumar fór um fjörutíu milljónir fram úr áætlun. Fundurinn kostaði að endingu tæpar 87 milljónir króna og var haldinn í tilefni hundrað ára fullveldisafmælis á Íslandi. Þá þótti mörgum kostnaðurinn fram úr öllu hófi og fjörugar umræður spunnust um fundinn á samfélagsmiðlum.Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi.Vísir/AntonHefðu kostað 770 og 340 milljónir í dag Ríkisendurskoðandi gerir ekki upp bókhald Alþingis en Skúli sagði þó að kostnaður við fundi sem þessa hefði verið skoðaður af embættinu. Hann fullyrti til að mynda að reynt hefði verið að hafa fundinn á Þingvöllum í sumar eins ódýran og hægt væri, auk þess sem kostnaður við fundinn hefði verið mun lægri en við sambærileg tilefni síðustu ár. „Það eru tveir aðrir fundir sem voru haldnir árið 2000 og síðan '94 og þessi fundur er langódýrastur af þeim,“ sagði Skúli. Þar átti hann annars vegar við Kristnihátíðina sem boðað var til á Þingvöllum árið 2000 í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Íslandi og hins vegar Lýðveldishátíðina árið 1994, einnig haldin á Þingvöllum, í tilefni af hálfrar aldar afmæli lýðveldisstofnunarinnar. „Kristnihátíðin sem haldin var árið 2000 kostaði 341 milljón og ef það er nú framreiknað þá er það í kringum 770 milljónir, þannig að það er miklu meiri kostnaður þar,“ sagði Skúli. Síðari talan vísar þannig til kostnaðar við Kristnihátíðina, væri hún haldin í dag. „Lýðveldishátíðin sem haldin var 1994 kostaði 129,5 milljónir og ef það er framreiknað er það í kringum 340 milljónir rúmlega. Þannig að þetta sem var gert á Þingvöllum í sumar er allt önnur stærðargráða og miklu miklu lægra, en það var líka sérstaklega að því stefnt að hafa þetta hógvært og lágt, mér er kunnugt um það.“Viðtal við Skúla í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir hátíðarfundinn á Þingvöllum í sumar hafa verið mun ódýrari en þjóðfundir sem haldnir hafa verið á Þingvöllum síðustu ár. Kostnaður við Kristnihátíð árið 2000 og Lýðveldishátíð árið 1994 hafi til að mynda hlaupið á hundruð milljónum króna.Sjá einnig: Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Skúli var fenginn til að ræða málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði Skúli það sjálfsögðu slæmt ef kostnaðaráætlanir standist ekki, en greint hefur verið frá því að kostnaður við hátíðarfundinn í sumar fór um fjörutíu milljónir fram úr áætlun. Fundurinn kostaði að endingu tæpar 87 milljónir króna og var haldinn í tilefni hundrað ára fullveldisafmælis á Íslandi. Þá þótti mörgum kostnaðurinn fram úr öllu hófi og fjörugar umræður spunnust um fundinn á samfélagsmiðlum.Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi.Vísir/AntonHefðu kostað 770 og 340 milljónir í dag Ríkisendurskoðandi gerir ekki upp bókhald Alþingis en Skúli sagði þó að kostnaður við fundi sem þessa hefði verið skoðaður af embættinu. Hann fullyrti til að mynda að reynt hefði verið að hafa fundinn á Þingvöllum í sumar eins ódýran og hægt væri, auk þess sem kostnaður við fundinn hefði verið mun lægri en við sambærileg tilefni síðustu ár. „Það eru tveir aðrir fundir sem voru haldnir árið 2000 og síðan '94 og þessi fundur er langódýrastur af þeim,“ sagði Skúli. Þar átti hann annars vegar við Kristnihátíðina sem boðað var til á Þingvöllum árið 2000 í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Íslandi og hins vegar Lýðveldishátíðina árið 1994, einnig haldin á Þingvöllum, í tilefni af hálfrar aldar afmæli lýðveldisstofnunarinnar. „Kristnihátíðin sem haldin var árið 2000 kostaði 341 milljón og ef það er nú framreiknað þá er það í kringum 770 milljónir, þannig að það er miklu meiri kostnaður þar,“ sagði Skúli. Síðari talan vísar þannig til kostnaðar við Kristnihátíðina, væri hún haldin í dag. „Lýðveldishátíðin sem haldin var 1994 kostaði 129,5 milljónir og ef það er framreiknað er það í kringum 340 milljónir rúmlega. Þannig að þetta sem var gert á Þingvöllum í sumar er allt önnur stærðargráða og miklu miklu lægra, en það var líka sérstaklega að því stefnt að hafa þetta hógvært og lágt, mér er kunnugt um það.“Viðtal við Skúla í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06
Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29