Bieber sagður hafa neitað að gera kaupmála við Baldwin því skilnaður komi ekki til greina Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 20. september 2018 21:29 Hailey Baldwin og Justin Bieber. Vísir/Getty Erlendir miðlar hafa verið duglegir við að færa lesendum sínum fregnir af sambandi tónlistarmannsins Justin Bieber og fyrirsætunnar Hailey Baldwin.Í síðustu viku hélt bandaríska fréttasíðan TMZ því fram að parið hefði farið í dómshús í New York í Bandaríkjunum til að verða sér úti um hjúskaparvottorð. Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin. Bróðir hans, leikarinn Alec Baldwin, tjáði fjölmiðlum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudag að parið hefði rokið af stað og gengið í hjónaband „án þess að hlusta á neinn.“Bieber og Baldwin eru sögð afar ástfangin.Vísir/GettyÁ vef tímaritsins People var fullyrt að þau hefðu gengið í hjónaband en Hailey birti tíst þar sem hún sagðist vera meðvituð um orðróm þess efnis en sagði þau ekki hafa látið pússa sig saman, að svo stöddu. Hún eyddi síðar meir tístinu. Hvað sem er satt í þessu þá heldur US Weekly því fram að þau hafi fengið hjúskaparvottorð en ástæðan fyrir því að þau segjast ekki vera gengin í hjónaband er sögð sú að enn eigi eftir að staðfesta það fyrir framan guð við trúarlega athöfn.Baldwin og Bieber á góðri stundu.Vísir/GettyÞá er því einnig haldið fram að á vef US Magazine að parið hefði ekki gengið frá kaupmála áður en þau fengu hjúskaparvottorðið. Auðæfi Biebers eru metin á 265 milljónir dollara, eða því sem nemur um 29 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Er hann jafnframt sagður hafa þénað 85 milljónir dollara á árinu 2017, sem eru um 9 milljarðar íslenskra króna. Eru auðæfi Baldwins metin á tvær milljónir dollara, eða því sem nemur um 219 milljónir króna, og því hvorugt þeirra á flæðiskeri statt.Bandaríska slúðurblaðið In Touch Weekly hefur eftir heimildarmanni sínum að Bieber hafi ekki kært sig um kaupmála. Bieber hafi þá trú að hjónaband eigi að vara að eilífu og skilnaður komi ekki til greina. Hollywood Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Erlendir miðlar hafa verið duglegir við að færa lesendum sínum fregnir af sambandi tónlistarmannsins Justin Bieber og fyrirsætunnar Hailey Baldwin.Í síðustu viku hélt bandaríska fréttasíðan TMZ því fram að parið hefði farið í dómshús í New York í Bandaríkjunum til að verða sér úti um hjúskaparvottorð. Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin. Bróðir hans, leikarinn Alec Baldwin, tjáði fjölmiðlum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudag að parið hefði rokið af stað og gengið í hjónaband „án þess að hlusta á neinn.“Bieber og Baldwin eru sögð afar ástfangin.Vísir/GettyÁ vef tímaritsins People var fullyrt að þau hefðu gengið í hjónaband en Hailey birti tíst þar sem hún sagðist vera meðvituð um orðróm þess efnis en sagði þau ekki hafa látið pússa sig saman, að svo stöddu. Hún eyddi síðar meir tístinu. Hvað sem er satt í þessu þá heldur US Weekly því fram að þau hafi fengið hjúskaparvottorð en ástæðan fyrir því að þau segjast ekki vera gengin í hjónaband er sögð sú að enn eigi eftir að staðfesta það fyrir framan guð við trúarlega athöfn.Baldwin og Bieber á góðri stundu.Vísir/GettyÞá er því einnig haldið fram að á vef US Magazine að parið hefði ekki gengið frá kaupmála áður en þau fengu hjúskaparvottorðið. Auðæfi Biebers eru metin á 265 milljónir dollara, eða því sem nemur um 29 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Er hann jafnframt sagður hafa þénað 85 milljónir dollara á árinu 2017, sem eru um 9 milljarðar íslenskra króna. Eru auðæfi Baldwins metin á tvær milljónir dollara, eða því sem nemur um 219 milljónir króna, og því hvorugt þeirra á flæðiskeri statt.Bandaríska slúðurblaðið In Touch Weekly hefur eftir heimildarmanni sínum að Bieber hafi ekki kært sig um kaupmála. Bieber hafi þá trú að hjónaband eigi að vara að eilífu og skilnaður komi ekki til greina.
Hollywood Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira