Rislítið mektarmanna-partí Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. september 2018 08:30 Tölur eru gjarnan taldar hafa merkingu. Talan níu er heilög í heiðni. Í Kína er talan 250 talin í orðræðu móðgun en orðið þýðir líka heimskingi á kínversku. Hræðsla við töluna þrettán kallast „triskaidekafóbía“. Í háhýsinu við Höfðatorg er engin 13. hæð. Höfðatorgsturninn er 74 metrar að hæð. Vindhraði fellibyls er að lágmarki 74 hnútar. Fellibylurinn Irma sem olli víða hörmungum árið 2017 er kraftmesti fellibylur sem myndast hefur á Atlantshafi síðan mælingar hófust. 45 konur á Íslandi bera kvenmannsnafnið Irma. Talan 22 hefur verið landsmönnum hugleikin þessa vikuna. Í tarotspilastokki eru 22 spil. Í lotukerfinu hefur málmurinn títan sætistöluna 22. Í fótbolta spila 22 leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Í vor lauk Frakkinn Arsène Wenger störfum hjá Arsenal eftir 22 ára starf. Á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar spilaði franska landsliðið án Arsenal-leikmanns á stórmóti í fyrsta sinn í 22 ár. Í dag er 22. september. Það kostar 22 milljónir að setja upp ljósabúnað fyrir beina sjónvarpsútsendingu á Þingvöllum. 100% fram úr áætlun Enn lýsir kastljósið upp hátíðarfund Alþingis sem haldinn var á Þingvöllum í sumar; réttilega kynnu einhverjir að segja, enda kostaði lýsingin 22 milljónir eins og fram kom í fréttum í vikunni. Upphaflega var áætlað að kostnaður við hátíðarfundinn á Þingvöllum yrði 45 milljónir króna. Heildarkostnaðurinn varð hins vegar 87 milljónir og fór verkefnið næstum 100% fram úr áætlun. Mörgum mislíkaði frávikið en gremjan beindist einkum að kostnaði við lýsingu fundarins sem hljóðaði upp á 22 milljónir og var næststærsti kostnaðarliðurinn. En hvað segir talan okkur? Jú, hún segir okkur hvað það kostar að lýsa upp partí á Þingvöllum um hábjartan dag. Hún segir okkur að ráðamenn eiga oft auðvelt með bruðla með almannafé. Hún segir okkur að stjórnmálastéttin ber illa skynbragð á andrúmsloftið í landinu. Jafnframt því að varpa ljósi á Þingvelli varpar talan ljósi á undarlega forgangsröðun, skrýtin gildi og óstjórn. En talan segir okkur fleira. Hættulegasti sjúkdómur samtímans Í síðustu viku var tilkynnt um að heilbrigðisráðuneytið hygðist veita 25 milljónum til að fylgja eftir aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Í nýrri skýrslu frá Embætti landlæknis kemur fram að 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Sérfræðingar kalla eftir aukinni geðrækt innan skólakerfisins og forvörnum í samfélaginu. Önnur ógn sem stafar að ungu fólki hefur verið í deiglunni síðustu daga. Að minnsta kosti 30 fíklar undir fertugu hafa látist það sem af er ári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fíkn vera einn hættulegasta sjúkdóm samtímans og þann algengasta hjá ungu fólki. „Þetta er sá sjúkdómur sem ... veldur dauða líklega flestra á aldrinum fimmtán ára til fertugs.“ Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 80 milljónum króna í átak gegn fíkniefnum. Gæði til framtíðar Í tilkynningu á vef Alþingis er gefin skýring á því hvers vegna hátíðarfundurinn á Þingvöllum fór „nokkuð fram úr áætlun“. Segir þar að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa „lýsingu og hljóð af bestu gæðum“ meðal annars svo að „upptaka af fundinum myndi varðveitast til framtíðar“. Af orðum þessum að dæma mætti draga þá ályktun að Alþingi sé umhugað um framtíðina. En hvað segja milljónirnar 22 um málið? Því miður segir talan skuggalegri sögu en þá sem virðist í fyrstu. Talan 22 milljónir segir meira um hve lág upphæðin er sem á að bjarga geði komandi kynslóða en hvað ljósabúnaðurinn á Þingvöllum var dýr. Kostnaðurinn við hátíðarfundinn allan, 87 milljónir króna, segir skuggalega sögu um hve lágt fjárframlagið er í raun til átaks gegn fíkniefnum. Ef Alþingi væri sannarlega annt um framtíðina fjárfesti það hærri upphæðum í velferð ungs fólks en því sem nemur kostnaði við eitt rislítið mektarmanna-partí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Tölur eru gjarnan taldar hafa merkingu. Talan níu er heilög í heiðni. Í Kína er talan 250 talin í orðræðu móðgun en orðið þýðir líka heimskingi á kínversku. Hræðsla við töluna þrettán kallast „triskaidekafóbía“. Í háhýsinu við Höfðatorg er engin 13. hæð. Höfðatorgsturninn er 74 metrar að hæð. Vindhraði fellibyls er að lágmarki 74 hnútar. Fellibylurinn Irma sem olli víða hörmungum árið 2017 er kraftmesti fellibylur sem myndast hefur á Atlantshafi síðan mælingar hófust. 45 konur á Íslandi bera kvenmannsnafnið Irma. Talan 22 hefur verið landsmönnum hugleikin þessa vikuna. Í tarotspilastokki eru 22 spil. Í lotukerfinu hefur málmurinn títan sætistöluna 22. Í fótbolta spila 22 leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Í vor lauk Frakkinn Arsène Wenger störfum hjá Arsenal eftir 22 ára starf. Á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar spilaði franska landsliðið án Arsenal-leikmanns á stórmóti í fyrsta sinn í 22 ár. Í dag er 22. september. Það kostar 22 milljónir að setja upp ljósabúnað fyrir beina sjónvarpsútsendingu á Þingvöllum. 100% fram úr áætlun Enn lýsir kastljósið upp hátíðarfund Alþingis sem haldinn var á Þingvöllum í sumar; réttilega kynnu einhverjir að segja, enda kostaði lýsingin 22 milljónir eins og fram kom í fréttum í vikunni. Upphaflega var áætlað að kostnaður við hátíðarfundinn á Þingvöllum yrði 45 milljónir króna. Heildarkostnaðurinn varð hins vegar 87 milljónir og fór verkefnið næstum 100% fram úr áætlun. Mörgum mislíkaði frávikið en gremjan beindist einkum að kostnaði við lýsingu fundarins sem hljóðaði upp á 22 milljónir og var næststærsti kostnaðarliðurinn. En hvað segir talan okkur? Jú, hún segir okkur hvað það kostar að lýsa upp partí á Þingvöllum um hábjartan dag. Hún segir okkur að ráðamenn eiga oft auðvelt með bruðla með almannafé. Hún segir okkur að stjórnmálastéttin ber illa skynbragð á andrúmsloftið í landinu. Jafnframt því að varpa ljósi á Þingvelli varpar talan ljósi á undarlega forgangsröðun, skrýtin gildi og óstjórn. En talan segir okkur fleira. Hættulegasti sjúkdómur samtímans Í síðustu viku var tilkynnt um að heilbrigðisráðuneytið hygðist veita 25 milljónum til að fylgja eftir aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Í nýrri skýrslu frá Embætti landlæknis kemur fram að 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Sérfræðingar kalla eftir aukinni geðrækt innan skólakerfisins og forvörnum í samfélaginu. Önnur ógn sem stafar að ungu fólki hefur verið í deiglunni síðustu daga. Að minnsta kosti 30 fíklar undir fertugu hafa látist það sem af er ári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fíkn vera einn hættulegasta sjúkdóm samtímans og þann algengasta hjá ungu fólki. „Þetta er sá sjúkdómur sem ... veldur dauða líklega flestra á aldrinum fimmtán ára til fertugs.“ Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 80 milljónum króna í átak gegn fíkniefnum. Gæði til framtíðar Í tilkynningu á vef Alþingis er gefin skýring á því hvers vegna hátíðarfundurinn á Þingvöllum fór „nokkuð fram úr áætlun“. Segir þar að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa „lýsingu og hljóð af bestu gæðum“ meðal annars svo að „upptaka af fundinum myndi varðveitast til framtíðar“. Af orðum þessum að dæma mætti draga þá ályktun að Alþingi sé umhugað um framtíðina. En hvað segja milljónirnar 22 um málið? Því miður segir talan skuggalegri sögu en þá sem virðist í fyrstu. Talan 22 milljónir segir meira um hve lág upphæðin er sem á að bjarga geði komandi kynslóða en hvað ljósabúnaðurinn á Þingvöllum var dýr. Kostnaðurinn við hátíðarfundinn allan, 87 milljónir króna, segir skuggalega sögu um hve lágt fjárframlagið er í raun til átaks gegn fíkniefnum. Ef Alþingi væri sannarlega annt um framtíðina fjárfesti það hærri upphæðum í velferð ungs fólks en því sem nemur kostnaði við eitt rislítið mektarmanna-partí.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar