Kaldasta septembernótt í níu ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 15:58 Fjöldi höfuðborgarbúa þurfti að skafa af framrúðum bíla sinna eftir næturfrostið. Vísir/Stefán Óli Ætla má að síðastliðin nótt hafi verið kaldasta septembernótt á landinu í níu ár. Þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið í höfuðborginni í morgun er enn nokkur bið eftir fyrstu alvöru snjókomunni að mati veðurfræðings. Það hefur verið napurt víða á landinu að undanförnu og hefur fjöldi landsmanna þurft að skafa af framrúðum bíla sinna síðustu morgna. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir að kuldinn í september hafi vart verið meiri í um áratug. „Frostið fór ansi neðarlega svona miðað við hvað er snemma haustsins, það var tæplega 9° stiga frost á Þingvöllum, 8° stig á Árnesi upp við Þjórsá. Á hálendinu fór frost í svona 10° til 11° stig á stöðum sem við þekkjum ágætlega til. Mér sýnist á öllu að þetta sé svona kaldasta septembernótt í 9 ár. Svipað ástand var seint í september 2009.“ Einar segir að ástæðan sé að í morgun hafi víða verið heiðríkja og stillt veður. Fyrir vikið var nánast frost um allt land klukkan 6 í morgun, nema með blásuðurströndinni og annesjum vestanlands. Það muni þó hlýna eftir helgi. „Þetta er nú í raun og veru einstakt að því leytinu til, það var nú reyndar líka dálítið kalt í fyrri nótt en það eru á leiðinni til okkar bakkar úr suðaustri með mildara lofti. Það er ekki meira af þessu næstu dagana.“ Margir höfuðborgarbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu snjókorn falla til jarðar á áttunda tímanum í morgun. Einar er þó ekki tilbúinn að fallast á að um fyrstu snjókomu vetrarins hafi verið að ræða. „Það verður að vera alhvít jörð til að sé hægt að tala um að það hafi snjóað. Það er svona viðmiðið í veðurathugunum.“ Einar segir að snjórinn muni þó að endingu stinga upp kollinum. Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
Ætla má að síðastliðin nótt hafi verið kaldasta septembernótt á landinu í níu ár. Þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið í höfuðborginni í morgun er enn nokkur bið eftir fyrstu alvöru snjókomunni að mati veðurfræðings. Það hefur verið napurt víða á landinu að undanförnu og hefur fjöldi landsmanna þurft að skafa af framrúðum bíla sinna síðustu morgna. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir að kuldinn í september hafi vart verið meiri í um áratug. „Frostið fór ansi neðarlega svona miðað við hvað er snemma haustsins, það var tæplega 9° stiga frost á Þingvöllum, 8° stig á Árnesi upp við Þjórsá. Á hálendinu fór frost í svona 10° til 11° stig á stöðum sem við þekkjum ágætlega til. Mér sýnist á öllu að þetta sé svona kaldasta septembernótt í 9 ár. Svipað ástand var seint í september 2009.“ Einar segir að ástæðan sé að í morgun hafi víða verið heiðríkja og stillt veður. Fyrir vikið var nánast frost um allt land klukkan 6 í morgun, nema með blásuðurströndinni og annesjum vestanlands. Það muni þó hlýna eftir helgi. „Þetta er nú í raun og veru einstakt að því leytinu til, það var nú reyndar líka dálítið kalt í fyrri nótt en það eru á leiðinni til okkar bakkar úr suðaustri með mildara lofti. Það er ekki meira af þessu næstu dagana.“ Margir höfuðborgarbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu snjókorn falla til jarðar á áttunda tímanum í morgun. Einar er þó ekki tilbúinn að fallast á að um fyrstu snjókomu vetrarins hafi verið að ræða. „Það verður að vera alhvít jörð til að sé hægt að tala um að það hafi snjóað. Það er svona viðmiðið í veðurathugunum.“ Einar segir að snjórinn muni þó að endingu stinga upp kollinum.
Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira