Mörk sannleikans Helgi Þorláksson skrifar 27. september 2018 07:00 Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur gengu á fund borgarstjóra og formanns borgarráðs á þriðjudaginn 25.9. og skoruðu á þau að láta hætta við áformaða hótelbyggingu í Víkurgarði, hinum gamla garði Reykjavíkurkirkju. Haft er eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu á miðvikudag 26.9. að byggingin „fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn“. Hafa heiðursborgararnir misskilið málið algjörlega? Eða kýs borgarstjóri að hagræða sannleikanum? Skýring kemur kannski fram í ummælum formanns borgarráðs: „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ Á þessum tilgreinda stað við Kirkjustræti var grafið á útmánuðum 2016. Auk rofinna grafa fundust þarna tveir tugir af heillegum kistum með heillegum beinagrindum og var allt flutt brott til að rýma fyrir hóteli. Var þetta ekki gamli kirkjugarðurinn? Jú, auðvitað, hann náði allmiklu austar en núverandi Fógetagarður, langleiðina að Austurvelli. Forkólfar borgarinnar glíma við þann vanda að deiliskipulag frá 1988 leyfir byggingu þarna. En það byggist einfaldlega á vanþekkingu sem veldur kannski þessum feluleik þeirra. Árið 1967 lá fyrir eins skýrt og gat orðið að kirkjugarðurinn stóð líka þar sem viðbygging Landssímahússins var reist, sú sem var brotin niður í sumar. Í febrúar 1967 komu þar í ljós sex grafir og voru þar jarðneskar leifar fólks og leifar fimm kistna. Á einni þeirra stóð að þar væri grafin Margrét Pétursdóttir sem dó 1829. Hún á mikinn fjölda afkomenda. Árið 1967 var á vitorði fólks almennt að leg Margrétar var í gamla kirkjugarðinum af því að enn 1966 var þarna rétt hjá legsteinn á gröf og hermdi að þar hefði verið jarðsett 1882 og 1883. Í traustum heimildum frá 1882 segja stiftsyfirvöld og dómkirkjuprestur að þessi legstaður sé í „gamla kirkjugarðinum“. Á fjórða áratug síðustu aldar höfðu verið þarna nærri nokkur minningarmörk á gröfum en voru flutt. Gröfum var hlíft þarna 1967 og eru rök til að halda að þær geymi enn jarðneskar leifar fólks. Kristjáni Eldjárn taldist til, þegar hann var þjóðminjavörður, að bygging sem óskað var eftir að reisa 1965, þar sem hótelið skal reist núna, tæki yfir h.u.b. 360 fermetra hins gamla kirkjugarðs, eða fimmtung hans a.m.k. Kristján barðist af þunga gegn þessum áformum og ríkisstjórnin lét hætta við þau 1965. Enn geta borgarstjórn, ráðherra og Kirkjugarðaráð komið í veg fyrir nýbyggingar á reitnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur gengu á fund borgarstjóra og formanns borgarráðs á þriðjudaginn 25.9. og skoruðu á þau að láta hætta við áformaða hótelbyggingu í Víkurgarði, hinum gamla garði Reykjavíkurkirkju. Haft er eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu á miðvikudag 26.9. að byggingin „fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn“. Hafa heiðursborgararnir misskilið málið algjörlega? Eða kýs borgarstjóri að hagræða sannleikanum? Skýring kemur kannski fram í ummælum formanns borgarráðs: „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ Á þessum tilgreinda stað við Kirkjustræti var grafið á útmánuðum 2016. Auk rofinna grafa fundust þarna tveir tugir af heillegum kistum með heillegum beinagrindum og var allt flutt brott til að rýma fyrir hóteli. Var þetta ekki gamli kirkjugarðurinn? Jú, auðvitað, hann náði allmiklu austar en núverandi Fógetagarður, langleiðina að Austurvelli. Forkólfar borgarinnar glíma við þann vanda að deiliskipulag frá 1988 leyfir byggingu þarna. En það byggist einfaldlega á vanþekkingu sem veldur kannski þessum feluleik þeirra. Árið 1967 lá fyrir eins skýrt og gat orðið að kirkjugarðurinn stóð líka þar sem viðbygging Landssímahússins var reist, sú sem var brotin niður í sumar. Í febrúar 1967 komu þar í ljós sex grafir og voru þar jarðneskar leifar fólks og leifar fimm kistna. Á einni þeirra stóð að þar væri grafin Margrét Pétursdóttir sem dó 1829. Hún á mikinn fjölda afkomenda. Árið 1967 var á vitorði fólks almennt að leg Margrétar var í gamla kirkjugarðinum af því að enn 1966 var þarna rétt hjá legsteinn á gröf og hermdi að þar hefði verið jarðsett 1882 og 1883. Í traustum heimildum frá 1882 segja stiftsyfirvöld og dómkirkjuprestur að þessi legstaður sé í „gamla kirkjugarðinum“. Á fjórða áratug síðustu aldar höfðu verið þarna nærri nokkur minningarmörk á gröfum en voru flutt. Gröfum var hlíft þarna 1967 og eru rök til að halda að þær geymi enn jarðneskar leifar fólks. Kristjáni Eldjárn taldist til, þegar hann var þjóðminjavörður, að bygging sem óskað var eftir að reisa 1965, þar sem hótelið skal reist núna, tæki yfir h.u.b. 360 fermetra hins gamla kirkjugarðs, eða fimmtung hans a.m.k. Kristján barðist af þunga gegn þessum áformum og ríkisstjórnin lét hætta við þau 1965. Enn geta borgarstjórn, ráðherra og Kirkjugarðaráð komið í veg fyrir nýbyggingar á reitnum.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar