Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. september 2018 15:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir mikilvægast að markmiði um bætta aðstöðu bókaútgefenda og lægra verð á bókum sé náð. Mynd/Skjáskot Horfið hefur verið frá niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur líkt og kveðið var á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem birt var í morgun. Þess í stað verður tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur í formi endurgreiðslu sem nemur fjórðungi á kostnaði við útgáfu bóka. Til stendur að styrkurinn verði tekinn upp næstkomandi áramót. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sagði í samtali við Vísi í morgun að ljóst væri um stefnubreytingu væri að ræða en segist ætla að vera bjartsýnn á útfærslu endurgreiðslunnar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að aðalatriðið sé að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um bætt rekstrarumhverfi bókaútgefenda og lækkun bókaverðs. „Það sem við erum að gera er tímamótastuðningur við íslenska bókaútgáfu,“ segir Lilja. „Um er að ræða 25 prósent endurgreiðslu á beinum kostnaði við það að gefa út bók. Þannig að við erum að tala um að í fyrsta sinn er verið að veita hundruðum milljóna í að styðja við bókaútgáfu á Íslandi. Í raun má segja að þetta sé sigur bókarinnar sem er að koma hér fram. “ Lilja og Framsóknarflokkurinn lögðu mikið upp úr því fyrir Alþingiskosningar í fyrra að afnema ætti virðisaukaskatt á bækur. Loforðið rataði svo í stjórnarsáttmála líkt og fram hefur komið. Aðspurð hvers vegna viðsnúningur hefur orðið á þessu stefnumáli segir hún að niðurstaðan hafi verið sú að styrkur í formi endurgreiðslu hafi verið betri leið. „Aðferðin sem við erum að nota er markvissari og við erum að einblína fyrst og síðast á íslenska bókaútgáfu. Ég er mjög ánægð með þetta. Ég tel að það markmið sem við settum okkur sem ríkisstjórn að styrkja allt rekstrarumhverfi í tengslum við bókaútgáfu sé að takast núna í fyrsta sinn. Ég geri ráð fyrir því að við munum sjá lækkun á bókaverði vegna þessa.“ Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að lagt verði fram sérstakt frumvarp samhliða fjárlagafrumvarpinu þar sem útfærsla endurgreiðslunnar er útfærð. Þá kemur þar fram að gert sé ráð fyrir því að endurgreiðslurnar verði af sambærilegum toga og endurgreiðslur vegna hljóritunar og kvikmyndagerðar. Ennfremur næstuðningurinn einungis til bókaútgáfu á íslensku. Stj.mál Tengdar fréttir Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Horfið hefur verið frá niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur líkt og kveðið var á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem birt var í morgun. Þess í stað verður tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur í formi endurgreiðslu sem nemur fjórðungi á kostnaði við útgáfu bóka. Til stendur að styrkurinn verði tekinn upp næstkomandi áramót. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sagði í samtali við Vísi í morgun að ljóst væri um stefnubreytingu væri að ræða en segist ætla að vera bjartsýnn á útfærslu endurgreiðslunnar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að aðalatriðið sé að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um bætt rekstrarumhverfi bókaútgefenda og lækkun bókaverðs. „Það sem við erum að gera er tímamótastuðningur við íslenska bókaútgáfu,“ segir Lilja. „Um er að ræða 25 prósent endurgreiðslu á beinum kostnaði við það að gefa út bók. Þannig að við erum að tala um að í fyrsta sinn er verið að veita hundruðum milljóna í að styðja við bókaútgáfu á Íslandi. Í raun má segja að þetta sé sigur bókarinnar sem er að koma hér fram. “ Lilja og Framsóknarflokkurinn lögðu mikið upp úr því fyrir Alþingiskosningar í fyrra að afnema ætti virðisaukaskatt á bækur. Loforðið rataði svo í stjórnarsáttmála líkt og fram hefur komið. Aðspurð hvers vegna viðsnúningur hefur orðið á þessu stefnumáli segir hún að niðurstaðan hafi verið sú að styrkur í formi endurgreiðslu hafi verið betri leið. „Aðferðin sem við erum að nota er markvissari og við erum að einblína fyrst og síðast á íslenska bókaútgáfu. Ég er mjög ánægð með þetta. Ég tel að það markmið sem við settum okkur sem ríkisstjórn að styrkja allt rekstrarumhverfi í tengslum við bókaútgáfu sé að takast núna í fyrsta sinn. Ég geri ráð fyrir því að við munum sjá lækkun á bókaverði vegna þessa.“ Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að lagt verði fram sérstakt frumvarp samhliða fjárlagafrumvarpinu þar sem útfærsla endurgreiðslunnar er útfærð. Þá kemur þar fram að gert sé ráð fyrir því að endurgreiðslurnar verði af sambærilegum toga og endurgreiðslur vegna hljóritunar og kvikmyndagerðar. Ennfremur næstuðningurinn einungis til bókaútgáfu á íslensku.
Stj.mál Tengdar fréttir Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53
Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09
Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09