Fagmennska og gæði í ferðaþjónustu Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé skrifar 12. september 2018 07:00 Íslensk ferðaþjónusta hefur vaxið og dafnað á alla vegu undanfarin ár. Ekki bara þegar kemur að fjölda ferðamanna og gjaldeyristekjum. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur líka eflst þegar kemur að þjónustu við okkar góðu gesti sem sækja Ísland heim. Um land allt starfa metnaðarfull fyrirtæki sem daglega taka á móti ferðamönnum hvort heldur sem er í afþreyingu, í skipulagðar ferðir, í mat eða gistingu. Upplifun ferðamanna er enda mjög góð, en hún er síður en svo sjálfsögð. Í nýjum Ferðamannapúlsi sem Gallup heldur úti í samstarfi við Isavia og Ferðamálastofu og birtur var fyrr í sumar mældist heildarupplifun ferðamanna 83,4%, eða tæpum 2% meiri en á sama tíma í fyrra. Ferðamannapúlsinn byggir á spurningum sem snúa að heildaránægju ferðamanna, hvort ferðin var peninganna virði, uppfyllti væntingar, líkur á meðmælum og gestrisni okkar heimamanna. Íslendingar hafa alla tíð verið góðir gestgjafar og hafa gestrisni og jákvæðni einkennt viðhorf okkar til ferðamanna. Það er því ánægjulegt að sjá að í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var fyrir Ferðamálastofu og birt var á dögunum kom fram að 68% landsmanna eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, samanborið við 64% í fyrra. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að halda áfram að vanda okkur á öllum stigum, bæði gagnvart okkar góðu gestum og ekki síður heimamönnum. Ferðaþjónusta á Íslandi er ekki eins og síldarævintýri. Hún er komin til að vera sem stöndug heilsársatvinnugrein. Við verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í uppbyggingu ferðaþjónustunnar til framtíðar. Þá hefur verið frábært að fylgjast með uppbyggingu í ferðaþjónustu á undanförnum árum sem nýtist bæði ferðamönnum og ekki síður heimamönnum. Mikið nýsköpunarstarf á sér stað og er nú hægt að ganga inn í jökla, síga niður í eldfjöll, borða mat á heimsmælikvarða, baða sig í náttúrulegum heilsulindum og fara í skipulagðar ferðir um land allt þar sem virðing er borin fyrir náttúru og sögu. Hér er þó alls ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Ferðaþjónustan hefur þannig eflt byggðarlög um allt land ásamt því að styðja við aðrar atvinnugreinar. Svo er hún líka bara svo skemmtileg. Ef við höfum fagmennsku og gæði ávallt að leiðarljósi þá er framtíð ferðaþjónustunnar björt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Íslensk ferðaþjónusta hefur vaxið og dafnað á alla vegu undanfarin ár. Ekki bara þegar kemur að fjölda ferðamanna og gjaldeyristekjum. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur líka eflst þegar kemur að þjónustu við okkar góðu gesti sem sækja Ísland heim. Um land allt starfa metnaðarfull fyrirtæki sem daglega taka á móti ferðamönnum hvort heldur sem er í afþreyingu, í skipulagðar ferðir, í mat eða gistingu. Upplifun ferðamanna er enda mjög góð, en hún er síður en svo sjálfsögð. Í nýjum Ferðamannapúlsi sem Gallup heldur úti í samstarfi við Isavia og Ferðamálastofu og birtur var fyrr í sumar mældist heildarupplifun ferðamanna 83,4%, eða tæpum 2% meiri en á sama tíma í fyrra. Ferðamannapúlsinn byggir á spurningum sem snúa að heildaránægju ferðamanna, hvort ferðin var peninganna virði, uppfyllti væntingar, líkur á meðmælum og gestrisni okkar heimamanna. Íslendingar hafa alla tíð verið góðir gestgjafar og hafa gestrisni og jákvæðni einkennt viðhorf okkar til ferðamanna. Það er því ánægjulegt að sjá að í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var fyrir Ferðamálastofu og birt var á dögunum kom fram að 68% landsmanna eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, samanborið við 64% í fyrra. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að halda áfram að vanda okkur á öllum stigum, bæði gagnvart okkar góðu gestum og ekki síður heimamönnum. Ferðaþjónusta á Íslandi er ekki eins og síldarævintýri. Hún er komin til að vera sem stöndug heilsársatvinnugrein. Við verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í uppbyggingu ferðaþjónustunnar til framtíðar. Þá hefur verið frábært að fylgjast með uppbyggingu í ferðaþjónustu á undanförnum árum sem nýtist bæði ferðamönnum og ekki síður heimamönnum. Mikið nýsköpunarstarf á sér stað og er nú hægt að ganga inn í jökla, síga niður í eldfjöll, borða mat á heimsmælikvarða, baða sig í náttúrulegum heilsulindum og fara í skipulagðar ferðir um land allt þar sem virðing er borin fyrir náttúru og sögu. Hér er þó alls ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Ferðaþjónustan hefur þannig eflt byggðarlög um allt land ásamt því að styðja við aðrar atvinnugreinar. Svo er hún líka bara svo skemmtileg. Ef við höfum fagmennsku og gæði ávallt að leiðarljósi þá er framtíð ferðaþjónustunnar björt.
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar