Umskurður drengja kannski þegar bannaður með lögum Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2018 12:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Vísir/vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins telur að umskurður ólögráða drengja án læknisfræðilegrar ástæðu kunni nú þegar að vera bannaður samkvæmt íslenskum lögum og jafnvel stjórnarskrá. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr þessu skorið og boðar nýtt frumvarp um bann við umskurði gerist þess þörf. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Frumvarpið fór til nefndar eftir fyrstu umræðu en fékk ekki afgreiðslu í nefndinni. „Nefndin hafði kannski ekki tíma til að fullvinna málið og svara þeim spurningum sem brunnu á. Umsagnirnar voru reyndar fjölmargar en okkur vantaði ákveðnar upplýsingar inn í málið. Þess vegna ákvað ég að senda skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr ákveðnum hlutum skorðið áður en lengra verði haldið,“ segir Silja Dögg. Fyrirspurn Silju Daggar til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er í þremur liðum. Hún spyr hvort heimilt sé að framkvæma umskurð á kynfærum drengja ef ekki liggi fyrir læknisfræðilegar ástæður eða rök fyrir þörf á slíku óafturkræfu inngripi. Ef svo sé vill Silja fá að vita í hvaða tilvikum væri það heimilt. Þá spyr Silja Dögg ráðherra hvort hún telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip sem umskurður á kynfærum drengja sé geti verið refsivert samkvæmt almennri refsilöggjöf. Og hvort ráðherra telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip geti verið andstætt mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, m.a. um jafnræði og um friðhelgi einkalífs, ákvæðum barnaverndarlaga, laga um heilbrigðisstarfsfólk, laga um réttindi sjúklinga og laga um mannréttindasáttmála Evrópu auk barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „En sumir lögfræðingar hafa nefnt að það sé hægt að gera þetta nú þegar. Þannig að ég vildi fá formlega niðurstöðu við þeim spurningum. Það er nauðsynlegt til að vita hvert skal stefna.“Þannig að þú metur þá stöðuna í framhaldi af þessum svörum, hvort nauðsynlegt sé að leggja fram annað frumvarp?„Já, ég geri það. Ég þarf náttúrlega ekki að leggja fram frumvarp að nýju ef þetta er þegar bannað. Það segir sig sjálft,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir. Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins telur að umskurður ólögráða drengja án læknisfræðilegrar ástæðu kunni nú þegar að vera bannaður samkvæmt íslenskum lögum og jafnvel stjórnarskrá. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr þessu skorið og boðar nýtt frumvarp um bann við umskurði gerist þess þörf. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Frumvarpið fór til nefndar eftir fyrstu umræðu en fékk ekki afgreiðslu í nefndinni. „Nefndin hafði kannski ekki tíma til að fullvinna málið og svara þeim spurningum sem brunnu á. Umsagnirnar voru reyndar fjölmargar en okkur vantaði ákveðnar upplýsingar inn í málið. Þess vegna ákvað ég að senda skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr ákveðnum hlutum skorðið áður en lengra verði haldið,“ segir Silja Dögg. Fyrirspurn Silju Daggar til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er í þremur liðum. Hún spyr hvort heimilt sé að framkvæma umskurð á kynfærum drengja ef ekki liggi fyrir læknisfræðilegar ástæður eða rök fyrir þörf á slíku óafturkræfu inngripi. Ef svo sé vill Silja fá að vita í hvaða tilvikum væri það heimilt. Þá spyr Silja Dögg ráðherra hvort hún telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip sem umskurður á kynfærum drengja sé geti verið refsivert samkvæmt almennri refsilöggjöf. Og hvort ráðherra telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip geti verið andstætt mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, m.a. um jafnræði og um friðhelgi einkalífs, ákvæðum barnaverndarlaga, laga um heilbrigðisstarfsfólk, laga um réttindi sjúklinga og laga um mannréttindasáttmála Evrópu auk barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „En sumir lögfræðingar hafa nefnt að það sé hægt að gera þetta nú þegar. Þannig að ég vildi fá formlega niðurstöðu við þeim spurningum. Það er nauðsynlegt til að vita hvert skal stefna.“Þannig að þú metur þá stöðuna í framhaldi af þessum svörum, hvort nauðsynlegt sé að leggja fram annað frumvarp?„Já, ég geri það. Ég þarf náttúrlega ekki að leggja fram frumvarp að nýju ef þetta er þegar bannað. Það segir sig sjálft,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48