Sæhrímnir og íslenskur fjármálamarkaður Katrín Júlíusdóttir skrifar 19. september 2018 09:00 Sæhrímnir heitir gölturinn sem einherjar og æsir í Valhöll hafa sér til matar. Honum er slátrað á hverjum degi en er alltaf heill að kvöldi og aldrei er svo mikill mannfjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki flesk galtarins. Stundum hvarflar það að manni að stjórnmálamenn og álitsgjafar gangi út frá því sem vísu að íslensk fjármálafyrirtæki búi yfir sömu eiginleikum og hinn goðsagnakenndi göltur: Þau geti borið allar þær byrðar sem á þau eru lagðar án þess að það hafi nokkur áhrif á getu þeirra til að sinna hlutverki sínu í hagkerfinu. Það er fjarri lagi. Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hafa verið að greiða um 35 til 40 milljarða króna í opinber gjöld á ári hverju undanfarið en samanlagt greiðir fjármálageirinn um 50 milljarða til ríkisins. Í skýrslu fjármála- og efnahagsmálaráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem lögð var fyrir 147. löggjafarþing er þróun opinberra gjalda lögaðila skipt eftir atvinnugreinaflokkum borin saman. Þar sést að fyrirtæki í fjármála- og vátryggingastarfsemi bera langþyngstu byrðarnar þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda en þau borga tæplega þriðjung allra opinberra gjalda hér á landi. Í raun er hlutfallið enn hærra þegar hlutur hins opinbera er tekinn úr jöfnunni.Hæsta framlagið Framlag fjármálafyrirtækja hefur þannig aukist verulega þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda og skattheimtu. Hefur heildarhlutur fjármála- og vátryggingafyrirtækja þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda aukist um 233% frá árinu 2010. Til þess að varpa ljósi á þá staðreynd að þessi aukning er ekki tilkomin vegna aukinna umsvifa heldur vegna aukningar á álögum má benda á þróun tekjuskattsstofnsins. Hann hefur þannig aðeins aukist um 79% frá árinu 2010 hjá fjármála og vátryggingafyrirtækjum Þessi skattheimta er meðal annars tilkomin vegna fjölda sérskatta sem eru lagðir á aðildarfélög SFF og eru ekki tekjutengdir. Af ótekjutengdum sköttum er bankaskatturinn svokallaði þungbærastur. Bankaskatturinn er íþyngjandi skattur sem skaðar hagsmuni viðskiptavina einnar tegundar lánafyrirtækja og grefur undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins. Sökum þessa er brýnt að afnema skattinn í stað þess að lækka hann í áföngum á árunum 2020 til 2023 í upphaflegt hlutfall. Afnám skattsins væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld til þessa ná niður vaxtastiginu sem heimilum og fyrirtækjum stendur til boða í bankakerfinu. Sjái stjórnvöld sér ekki fært að afnema skattinn er eðlileg krafa að hann verði lagður á alla þá sem stunda útlánastarfsemi til þess að jafna þau kjör sem ólíkum einstaklingum og heimilum stendur til boða á lánamarkaði.Ójöfn samkeppni Þetta óheilbrigða samkeppnisumhverfi hefur haft verulegar afleiðingar á lánamarkaði. Hin þunga sókn lífeyrissjóða inn á fasteignalánamarkaðinn hófst af fullum þunga eftir að bankaskatturinn var hækkaður. Lífeyrissjóðir greiða hvorki bankaskatt né tekjuskatt og geta því boðið hagstæðari kjör en bankarnir. Þau kjör standa ekki öllum til boða þar sem hámark veðsetningar er lægra hjá lífeyrissjóðum en bönkum. Þetta þýðir með öðrum orðum að hinum eignamestu standa til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og fyrstu kaupendur þurfa í raun að bera bankaskattinn. Í aðdraganda kjarasamninga hefur nokkuð verið rætt um mikilvægi þess að ná niður vaxtastiginu og þar af leiðandi fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja. Ein leið til þess væri að fella niður bankaskattinn og ráðast í endurskoðun á skattastefnu stjórnvalda gagnvart fjármálafyrirtækjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Sæhrímnir heitir gölturinn sem einherjar og æsir í Valhöll hafa sér til matar. Honum er slátrað á hverjum degi en er alltaf heill að kvöldi og aldrei er svo mikill mannfjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki flesk galtarins. Stundum hvarflar það að manni að stjórnmálamenn og álitsgjafar gangi út frá því sem vísu að íslensk fjármálafyrirtæki búi yfir sömu eiginleikum og hinn goðsagnakenndi göltur: Þau geti borið allar þær byrðar sem á þau eru lagðar án þess að það hafi nokkur áhrif á getu þeirra til að sinna hlutverki sínu í hagkerfinu. Það er fjarri lagi. Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hafa verið að greiða um 35 til 40 milljarða króna í opinber gjöld á ári hverju undanfarið en samanlagt greiðir fjármálageirinn um 50 milljarða til ríkisins. Í skýrslu fjármála- og efnahagsmálaráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem lögð var fyrir 147. löggjafarþing er þróun opinberra gjalda lögaðila skipt eftir atvinnugreinaflokkum borin saman. Þar sést að fyrirtæki í fjármála- og vátryggingastarfsemi bera langþyngstu byrðarnar þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda en þau borga tæplega þriðjung allra opinberra gjalda hér á landi. Í raun er hlutfallið enn hærra þegar hlutur hins opinbera er tekinn úr jöfnunni.Hæsta framlagið Framlag fjármálafyrirtækja hefur þannig aukist verulega þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda og skattheimtu. Hefur heildarhlutur fjármála- og vátryggingafyrirtækja þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda aukist um 233% frá árinu 2010. Til þess að varpa ljósi á þá staðreynd að þessi aukning er ekki tilkomin vegna aukinna umsvifa heldur vegna aukningar á álögum má benda á þróun tekjuskattsstofnsins. Hann hefur þannig aðeins aukist um 79% frá árinu 2010 hjá fjármála og vátryggingafyrirtækjum Þessi skattheimta er meðal annars tilkomin vegna fjölda sérskatta sem eru lagðir á aðildarfélög SFF og eru ekki tekjutengdir. Af ótekjutengdum sköttum er bankaskatturinn svokallaði þungbærastur. Bankaskatturinn er íþyngjandi skattur sem skaðar hagsmuni viðskiptavina einnar tegundar lánafyrirtækja og grefur undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins. Sökum þessa er brýnt að afnema skattinn í stað þess að lækka hann í áföngum á árunum 2020 til 2023 í upphaflegt hlutfall. Afnám skattsins væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld til þessa ná niður vaxtastiginu sem heimilum og fyrirtækjum stendur til boða í bankakerfinu. Sjái stjórnvöld sér ekki fært að afnema skattinn er eðlileg krafa að hann verði lagður á alla þá sem stunda útlánastarfsemi til þess að jafna þau kjör sem ólíkum einstaklingum og heimilum stendur til boða á lánamarkaði.Ójöfn samkeppni Þetta óheilbrigða samkeppnisumhverfi hefur haft verulegar afleiðingar á lánamarkaði. Hin þunga sókn lífeyrissjóða inn á fasteignalánamarkaðinn hófst af fullum þunga eftir að bankaskatturinn var hækkaður. Lífeyrissjóðir greiða hvorki bankaskatt né tekjuskatt og geta því boðið hagstæðari kjör en bankarnir. Þau kjör standa ekki öllum til boða þar sem hámark veðsetningar er lægra hjá lífeyrissjóðum en bönkum. Þetta þýðir með öðrum orðum að hinum eignamestu standa til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og fyrstu kaupendur þurfa í raun að bera bankaskattinn. Í aðdraganda kjarasamninga hefur nokkuð verið rætt um mikilvægi þess að ná niður vaxtastiginu og þar af leiðandi fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja. Ein leið til þess væri að fella niður bankaskattinn og ráðast í endurskoðun á skattastefnu stjórnvalda gagnvart fjármálafyrirtækjum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun