Með hreint sakavottorð þrátt fyrir þunga dóma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. september 2018 07:00 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða „Ég var að hugsa um að fara beina leið niður í Fangelsismálastofnun og krefjast þess að vera látinn laus eins og skot,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson og hlær. Það kom Guðmundi, sem hlotið hefur þunga fangelsisdóma í gegnum tíðina, vægast sagt á óvart þegar hann sótti sakavottorð sitt á dögunum að komast að því, sér til mikillar ánægju, að hann var af einhverjum ástæðum með hreina sakaskrá. Guðmundur hefur búið á áfangaheimilinu Vernd frá því í apríl eftir að hafa verið í fangelsi meira og minna í tæp 20 ár en hann hefur fengið 3 þunga fangelsisdóma frá aldamótum vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Hann á eftir að vera 11 mánuði á Vernd og mun í kjölfarið ljúka sinni afplánun í rafrænu eftirliti. Guðmundi brá því í brún þegar hann sótti sakavottorð á dögunum en í vottorðinu er ekki eitt einasta brot skráð, heldur stendur þar: „Ekkert brot.“ Guðmundur vakti athygli á þessu á Facebook í gærkvöldi og var að vonum ánægður með sína skjalfestu, hreinu fortíð. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrár á að skrá dóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Fangelsisdóma skal ekki tilgreina ef liðin eru meira en fimm ár frá dómsuppkvaðningu eða frá þeim tíma sem dómþoli var látinn laus. Því ætti Guðmundur ekki að fá hreint sakavottorð fyrr en eftir 6 ár hið minnsta. Sá dómur sem Guðmundur situr inni fyrir nú var kveðinn upp í Danmörku. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrá ber að skrá upplýsingar um dóma sem fallið hafa erlendis yfir íslenskum ríkisborgurum eða dóma sem fullnustaðir hér á landi. Aðspurður telur Guðmundur að það hljóti einhver mistök að hafa verið gerð. „Það breytir því ekki, þetta eintak fer upp á vegg,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar Sjá meira
„Ég var að hugsa um að fara beina leið niður í Fangelsismálastofnun og krefjast þess að vera látinn laus eins og skot,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson og hlær. Það kom Guðmundi, sem hlotið hefur þunga fangelsisdóma í gegnum tíðina, vægast sagt á óvart þegar hann sótti sakavottorð sitt á dögunum að komast að því, sér til mikillar ánægju, að hann var af einhverjum ástæðum með hreina sakaskrá. Guðmundur hefur búið á áfangaheimilinu Vernd frá því í apríl eftir að hafa verið í fangelsi meira og minna í tæp 20 ár en hann hefur fengið 3 þunga fangelsisdóma frá aldamótum vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Hann á eftir að vera 11 mánuði á Vernd og mun í kjölfarið ljúka sinni afplánun í rafrænu eftirliti. Guðmundi brá því í brún þegar hann sótti sakavottorð á dögunum en í vottorðinu er ekki eitt einasta brot skráð, heldur stendur þar: „Ekkert brot.“ Guðmundur vakti athygli á þessu á Facebook í gærkvöldi og var að vonum ánægður með sína skjalfestu, hreinu fortíð. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrár á að skrá dóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Fangelsisdóma skal ekki tilgreina ef liðin eru meira en fimm ár frá dómsuppkvaðningu eða frá þeim tíma sem dómþoli var látinn laus. Því ætti Guðmundur ekki að fá hreint sakavottorð fyrr en eftir 6 ár hið minnsta. Sá dómur sem Guðmundur situr inni fyrir nú var kveðinn upp í Danmörku. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrá ber að skrá upplýsingar um dóma sem fallið hafa erlendis yfir íslenskum ríkisborgurum eða dóma sem fullnustaðir hér á landi. Aðspurður telur Guðmundur að það hljóti einhver mistök að hafa verið gerð. „Það breytir því ekki, þetta eintak fer upp á vegg,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar Sjá meira