Búast við átökum um kjaramál og veiðigjöld á komandi vetri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. september 2018 07:00 Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson verða í eldlínunni í vetur. Kjaramálin bíða Bjarna. Kristján verður í veiðigjöldum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þing kemur saman eftir sumarfrí á þriðjudaginn eftir viku. Búast má við að efnahagsmálin verði allsráðandi í þinginu í vetur og auk fjárlagavinnunnar verði kjaraviðræður og veiðigjöld efst á baugi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnin hefði þurft að kynna eitthvað „konkret“ inn í kjaraviðræðurnar mun fyrr. „Fjármálaáætlun gefur ekki tilefni til bjartsýni um að það verði hægt að mæta kröfum um lífskjarajöfnuð sem verður forsenda þess að það verði hægt að leysa kjaramálin á farsælan hátt,“ segir Logi Einarsson og telur ekki nægilegt svigrúm í áætluninni til að stjórnvöld geti komið nægilega kröftuglega inn til að mæta áskorunum sem fylgja þessum kjarasamningum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar frumvarp til nýrra heildarlaga um veiðigjald og frumvörp sem lúta að laxeldi, þar á meðal um auðlindagjald. Veiðigjaldafrumvarp hefur ekki verið kynnt í ríkisstjórn. „Það er búið að boða lækkun veiðigjalda. Það verða væntanlega gerðar einhverjar smávægilegar skrautbreytingar til að friða Vinstri græn en tilgangurinn verður áfram sá sami, bara að lækka gjaldið. Það sem við viljum er að þessi þjóðarhlutur sé alveg skýr, að það náist sátt um hver eigi að vera hlutur þjóðarinnar út úr auðlindinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Auk umræðu um kjaramál og veiðigjöld spáir Þorgerður því að heilbrigðismálin verði áberandi í pólitíkinni í vetur. „Það er greinilega mikill ágreiningur milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna um þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi sem er að byggjast upp á þeirra vakt,“ segir Þorgerður.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Forsætisráðherra verður einnig með mál á dagskrá vetrarins sem búast má við mikilli umræðu um. Má þar nefna endurskoðun laga um Seðlabankann þar sem verður meðal annars byggt á hugmyndum nefndar sem Ásgeir Jónsson fór fyrir og skilaði af sér í vor. Meðal þess sem er til skoðunar er fjölgun aðstoðarseðlabankastjóra úr einum í tvo. Frumvarp þetta verður lagt fram á vorþingi. „Svo á ég von á frumvörpum frá starfshópi um tjáningarfrelsi sem er samstarfsverkefni nokkurra ráðuneyta,“ segir Katrín. Hún hefur óskað eftir því að starfshópurinn taki ákveðna þætti upplýsingalaga til endurskoðunar. „Eitt af því sem ég er búin að biðja þau um er að Alþingi og dómstólar verði felld undir upplýsingalög eins og hefur verið gagnrýnt. Þetta var ekki gert þegar ný upplýsingalög voru sett 2012.“ Þá eru einnig nokkur mál sem lifa áfram frá síðasta þingvetri. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata nefnir frumvarp dómsmálaráðherra vegna afnáms uppreistar æru sem eitt þeirra mála sem deilur gætu skapast um. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er enn í vinnslu en verður dreift til þingmanna strax eftir helgi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Sjá meira
Þing kemur saman eftir sumarfrí á þriðjudaginn eftir viku. Búast má við að efnahagsmálin verði allsráðandi í þinginu í vetur og auk fjárlagavinnunnar verði kjaraviðræður og veiðigjöld efst á baugi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnin hefði þurft að kynna eitthvað „konkret“ inn í kjaraviðræðurnar mun fyrr. „Fjármálaáætlun gefur ekki tilefni til bjartsýni um að það verði hægt að mæta kröfum um lífskjarajöfnuð sem verður forsenda þess að það verði hægt að leysa kjaramálin á farsælan hátt,“ segir Logi Einarsson og telur ekki nægilegt svigrúm í áætluninni til að stjórnvöld geti komið nægilega kröftuglega inn til að mæta áskorunum sem fylgja þessum kjarasamningum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar frumvarp til nýrra heildarlaga um veiðigjald og frumvörp sem lúta að laxeldi, þar á meðal um auðlindagjald. Veiðigjaldafrumvarp hefur ekki verið kynnt í ríkisstjórn. „Það er búið að boða lækkun veiðigjalda. Það verða væntanlega gerðar einhverjar smávægilegar skrautbreytingar til að friða Vinstri græn en tilgangurinn verður áfram sá sami, bara að lækka gjaldið. Það sem við viljum er að þessi þjóðarhlutur sé alveg skýr, að það náist sátt um hver eigi að vera hlutur þjóðarinnar út úr auðlindinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Auk umræðu um kjaramál og veiðigjöld spáir Þorgerður því að heilbrigðismálin verði áberandi í pólitíkinni í vetur. „Það er greinilega mikill ágreiningur milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna um þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi sem er að byggjast upp á þeirra vakt,“ segir Þorgerður.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Forsætisráðherra verður einnig með mál á dagskrá vetrarins sem búast má við mikilli umræðu um. Má þar nefna endurskoðun laga um Seðlabankann þar sem verður meðal annars byggt á hugmyndum nefndar sem Ásgeir Jónsson fór fyrir og skilaði af sér í vor. Meðal þess sem er til skoðunar er fjölgun aðstoðarseðlabankastjóra úr einum í tvo. Frumvarp þetta verður lagt fram á vorþingi. „Svo á ég von á frumvörpum frá starfshópi um tjáningarfrelsi sem er samstarfsverkefni nokkurra ráðuneyta,“ segir Katrín. Hún hefur óskað eftir því að starfshópurinn taki ákveðna þætti upplýsingalaga til endurskoðunar. „Eitt af því sem ég er búin að biðja þau um er að Alþingi og dómstólar verði felld undir upplýsingalög eins og hefur verið gagnrýnt. Þetta var ekki gert þegar ný upplýsingalög voru sett 2012.“ Þá eru einnig nokkur mál sem lifa áfram frá síðasta þingvetri. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata nefnir frumvarp dómsmálaráðherra vegna afnáms uppreistar æru sem eitt þeirra mála sem deilur gætu skapast um. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er enn í vinnslu en verður dreift til þingmanna strax eftir helgi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Sjá meira