Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 5. september 2018 08:00 Lykill hét áður Lýsing. Fréttablaðið/Stefán Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára eftir að viðræðum um kaup TM á fyrirtækinu var slitið fyrr í sumar. Áformin voru kynnt hluthöfum Klakka, en íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um sex prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu, á aðalfundi félagsins um miðjan síðasta mánuð. Ekki liggur fyrir hve lengi Davidson Kempner hyggst halda á eignarhlutnum í Lykli en þó er talið ljóst að hluturinn verði ólíklega settur í söluferli á nýjan leik innan að minnsta kosti tveggja ára. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur vilji vogunarsjóðsins til þess að auka umsvif Lykils hér á landi og breikka vöruframboð félagsins. Lykill starfar á sviði eignafjármögnunar og fjármagnar meðal annars bíla-, véla- og tækjakaup. Áform Klakka um að selja Lykil runnu út í sandinn eftir að það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM í júlí. Ástæða viðræðuslitanna var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Að sögn kunnugra hafði stjórn Klakka gert sér vonir um að selja Lykil á verði sem endurspeglaði að fullu bókfært eigið fé eignaleigufélagsins en það var ríflega 13,2 milljarðar í lok júní. Til samanburðar var tilboð TM á genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins. Talsverður hluti eigna Lykils er í formi reiðufjár, eða um 5,5 milljarðar í árslok 2017, og meðal annars af þeim sökum þótti stjórn Klakka ekki ástæða til að selja félagið á miklum afslætti miðað við eigið fé þess.Fór fram á seljendalán Samkvæmt heimildum Markaðarins fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Þá hjálpaði það ekki til í söluferlinu, að sögn viðmælenda Markaðarins, að á sama tíma og á ferlinu stóð hafi 29 prósenta hlutur í öðru fjármálafyrirtæki, Arion banka, verið seldur á genginu 0,67 fyrir hverja krónu eigin fjár. Er talið að gengi bankans í hlutafjárútboðinu, sem lauk um miðjan júní, hafi sett viðmið í verðlagningu sem fjárfestar tóku tillit til þegar þeir gerðu tilboð í Lykil. Hlutabréf í Arion banka ganga nú kaupum og sölum á genginu 0,81 sinnum eigið fé bankans. Klakki setti Lykil í söluferli í desember í fyrra en norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hafði umsjón með ferlinu. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, sagði á afkomufundi með fjárfestum í lok síðasta mánaðar að slitnað hefði upp úr viðræðunum þar sem „menn náðu ekki saman um stór atriði“. Mikil vinna hefði verið lögð í málið af hálfu félagsins og það væri vinna sem gæti nýst áfram í framtíðinni. Stjórnendur hefðu litið á kaupin sem „strategíska“ fjárfestingu og myndu áfram horfa til þess að auka vöruúrval þess. „Þar er fjármögnunarstarfsemi klárlega eitthvað sem við lítum til ásamt fleiri fjármálatengdum afurðum,“ nefndi Sigurður. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Management, með um 75 prósenta hlut. Sjóðurinn var einn stærsti kröfuhafi föllnu bankanna en sá sem hefur stýrt starfsemi sjóðsins hér á landi er sem kunnugt er Jeremey Clement Lowe, einnig þekktur sem „Herra Ísland“. Auk ýmissa lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka meðal annars félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára eftir að viðræðum um kaup TM á fyrirtækinu var slitið fyrr í sumar. Áformin voru kynnt hluthöfum Klakka, en íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um sex prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu, á aðalfundi félagsins um miðjan síðasta mánuð. Ekki liggur fyrir hve lengi Davidson Kempner hyggst halda á eignarhlutnum í Lykli en þó er talið ljóst að hluturinn verði ólíklega settur í söluferli á nýjan leik innan að minnsta kosti tveggja ára. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur vilji vogunarsjóðsins til þess að auka umsvif Lykils hér á landi og breikka vöruframboð félagsins. Lykill starfar á sviði eignafjármögnunar og fjármagnar meðal annars bíla-, véla- og tækjakaup. Áform Klakka um að selja Lykil runnu út í sandinn eftir að það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM í júlí. Ástæða viðræðuslitanna var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Að sögn kunnugra hafði stjórn Klakka gert sér vonir um að selja Lykil á verði sem endurspeglaði að fullu bókfært eigið fé eignaleigufélagsins en það var ríflega 13,2 milljarðar í lok júní. Til samanburðar var tilboð TM á genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins. Talsverður hluti eigna Lykils er í formi reiðufjár, eða um 5,5 milljarðar í árslok 2017, og meðal annars af þeim sökum þótti stjórn Klakka ekki ástæða til að selja félagið á miklum afslætti miðað við eigið fé þess.Fór fram á seljendalán Samkvæmt heimildum Markaðarins fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Þá hjálpaði það ekki til í söluferlinu, að sögn viðmælenda Markaðarins, að á sama tíma og á ferlinu stóð hafi 29 prósenta hlutur í öðru fjármálafyrirtæki, Arion banka, verið seldur á genginu 0,67 fyrir hverja krónu eigin fjár. Er talið að gengi bankans í hlutafjárútboðinu, sem lauk um miðjan júní, hafi sett viðmið í verðlagningu sem fjárfestar tóku tillit til þegar þeir gerðu tilboð í Lykil. Hlutabréf í Arion banka ganga nú kaupum og sölum á genginu 0,81 sinnum eigið fé bankans. Klakki setti Lykil í söluferli í desember í fyrra en norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hafði umsjón með ferlinu. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, sagði á afkomufundi með fjárfestum í lok síðasta mánaðar að slitnað hefði upp úr viðræðunum þar sem „menn náðu ekki saman um stór atriði“. Mikil vinna hefði verið lögð í málið af hálfu félagsins og það væri vinna sem gæti nýst áfram í framtíðinni. Stjórnendur hefðu litið á kaupin sem „strategíska“ fjárfestingu og myndu áfram horfa til þess að auka vöruúrval þess. „Þar er fjármögnunarstarfsemi klárlega eitthvað sem við lítum til ásamt fleiri fjármálatengdum afurðum,“ nefndi Sigurður. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Management, með um 75 prósenta hlut. Sjóðurinn var einn stærsti kröfuhafi föllnu bankanna en sá sem hefur stýrt starfsemi sjóðsins hér á landi er sem kunnugt er Jeremey Clement Lowe, einnig þekktur sem „Herra Ísland“. Auk ýmissa lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka meðal annars félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Sjá meira