Gátu ekki sýnt fram á verðlækkanir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2018 11:02 Netverslunin auglýsti tilboðsverð - en gátu ekki sannað að fyrra verð ætti við rök að styðjast. vísir/getty Netversluninni Nýkaup tókst ekki að sýna með óyggjandi hætti fram á auglýstar verðlækkanir, að mati Neytendastofu. Nýkaup hefur því verið bannað að auglýsa tilboðsverðin fyrr en úrbætur hafa verið gerðar, ellegar eiga á hættu að verða sektað. Neytendastofa fór fram á að Nýkaup færði sönnur fyrir því að eftirgreindar vörur á vefsíðunni nykaup.is hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Stofnuninni höfðu borist kvartanir frá neytendum sem sögðu að þessar vörur hafi ekki verið til sölu á auglýstu verði: 1. Stjörnulampi. Fyrra verð: 5.870 kr. 2. Orginal Hurricane sjálfvirkur skrúbbur. Fyrra verð: 15.690 kr. 3. Þráðlaus Bluetooth heyrnatól. Fyrra verð: 14.780 kr. 4. K2 heilsuúr með 0,95ꞌꞌ OLED snertiskjá. Fyrra verð: 24.995 kr Nýkaup sagði í bréfi sínu til Neytendastofu að að í öllum tilvikum sem netversluninni auglýsi vörur á lækkuðu verði, líkt og gert hafi verið í tilfelli þessara fjögurra vara, hafi þær verið seldar og boðnar til sölu á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð á heimasíðunni. Fyrirtækið lofaði bót og betrun, meðal annars í formi tæknilegrar útfærslu sem gæti haldið utan um slíkar upplýsingar svo unnt væri „með auðveldum hætti að sýna fram á að vörur hafi verið boðnar til sölu á upprunalegu verði í tiltekinn tíma.“ Á meðan á málsmeðferð Neytendastofu stóð voru öll tilboðin á nykaup.is tekin út nema á einni vöru og stofnuninni sendar tvær kvittanir til staðfestingar á að sú vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa taldi það þó ekki fullnægjandi, enn ætti eftir að sanna að hinar vörurnar þrjár hefðu verið á fyrrgreindu verði áður en tilboðið tók gildi. „Á seljanda hvílir afdráttarlaus skylda til að geta sannað að vara sem boðin er á lækkuðu verði, hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Þessi skylda á við óháð stærð rekstursins, öðrum markaðsaðstæðum eða tækni seljanda. Nýkaup hefur ekki lagt fram gögn til staðfestingar á því að vörurnar sem vísað var til í fyrsta bréfi Neytendastofu hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Nýkaup var því bannað að viðhalda fyrrnefnda viðskiptahætti. Fari fyrirtækið ekki eftir úrskurði Neytendastofu gæti netverslunin hlotið sektir. Neytendur Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Netversluninni Nýkaup tókst ekki að sýna með óyggjandi hætti fram á auglýstar verðlækkanir, að mati Neytendastofu. Nýkaup hefur því verið bannað að auglýsa tilboðsverðin fyrr en úrbætur hafa verið gerðar, ellegar eiga á hættu að verða sektað. Neytendastofa fór fram á að Nýkaup færði sönnur fyrir því að eftirgreindar vörur á vefsíðunni nykaup.is hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Stofnuninni höfðu borist kvartanir frá neytendum sem sögðu að þessar vörur hafi ekki verið til sölu á auglýstu verði: 1. Stjörnulampi. Fyrra verð: 5.870 kr. 2. Orginal Hurricane sjálfvirkur skrúbbur. Fyrra verð: 15.690 kr. 3. Þráðlaus Bluetooth heyrnatól. Fyrra verð: 14.780 kr. 4. K2 heilsuúr með 0,95ꞌꞌ OLED snertiskjá. Fyrra verð: 24.995 kr Nýkaup sagði í bréfi sínu til Neytendastofu að að í öllum tilvikum sem netversluninni auglýsi vörur á lækkuðu verði, líkt og gert hafi verið í tilfelli þessara fjögurra vara, hafi þær verið seldar og boðnar til sölu á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð á heimasíðunni. Fyrirtækið lofaði bót og betrun, meðal annars í formi tæknilegrar útfærslu sem gæti haldið utan um slíkar upplýsingar svo unnt væri „með auðveldum hætti að sýna fram á að vörur hafi verið boðnar til sölu á upprunalegu verði í tiltekinn tíma.“ Á meðan á málsmeðferð Neytendastofu stóð voru öll tilboðin á nykaup.is tekin út nema á einni vöru og stofnuninni sendar tvær kvittanir til staðfestingar á að sú vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa taldi það þó ekki fullnægjandi, enn ætti eftir að sanna að hinar vörurnar þrjár hefðu verið á fyrrgreindu verði áður en tilboðið tók gildi. „Á seljanda hvílir afdráttarlaus skylda til að geta sannað að vara sem boðin er á lækkuðu verði, hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Þessi skylda á við óháð stærð rekstursins, öðrum markaðsaðstæðum eða tækni seljanda. Nýkaup hefur ekki lagt fram gögn til staðfestingar á því að vörurnar sem vísað var til í fyrsta bréfi Neytendastofu hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Nýkaup var því bannað að viðhalda fyrrnefnda viðskiptahætti. Fari fyrirtækið ekki eftir úrskurði Neytendastofu gæti netverslunin hlotið sektir.
Neytendur Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira