Tilboð Öryggismiðstöðvarinnar villandi og stóð of lengi Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 11:20 Öryggismiðstöðin fékk skömm í hattinn frá Neytendastofu. Vísir/eyþór Auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands um fría uppsetningu á svokölluðu Snjallöryggi fyrir heimili voru villandi að mati Neytendastofu. Í auglýsingunum væri ekki að finna aðrar upplýsingar en að tilboðið gildi í mánuð í senn þrátt fyrir að tilboðið hafi verið í gildi samfleytt í meira en hálft ár. Reglur kveða á um að þegar „vara eða þjónusta hefur verið seld á lækkuðu verði í sex vikur skal lækkað verð vera venjulegt verð.“ Verð uppsetningar, 19.900 krónur, var tekið fram í auglýsingunum með yfirstrikun og að mati Neytendastofu kynnu slíkar auglýsingar að gefa til kynna að verðhagræði sé til staðar sem sé ekki raunverulegt. Yfirstrikunin þykir villandi að mati Neytendastofu.FacebookÞar að auki sé óheimilt að lýsa einstökum þáttum í pakkatilboði með orðinu „frítt“ ef kostnaður þess þáttar er innifalinn í verði pakkatilboðsins. Neytendastofa óskaði því eftir upplýsingum frá Öryggismiðstöðinni í fjórum liðum, sem allir lutu að hinni ókeypis uppsetningu. Í svörum Öryggismiðstöðvarinnar til Neytendastofu vegna málsins kom meðal annars fram að fyrirtækið teldi auglýsingar ekki vera blekkjandi og ekki hafi staðið til að blekkja neytendur. Upphaflega hafi tilboðið aðeins átt að standa skamman tíma en ákveðið hafi verið að framlengja því - án þess að ætlunin hafi verið að fella niður uppsetningargjaldið varanlega. Alla jafna rukki Öryggismiðstöðin fyrir uppsetningu á öryggiskerfi. Tilboðið um „fría uppsetningu“ nái aðeins til þess sem Öryggismiðstöðin nefni „Snjallöryggi fyrir heimili“ en að almennt verð fyrir uppsetningar séu auglýstar 19.900 krónur með virðisaukaskatti. Öryggismiðstöðin hafnaði því jafnframt að uppsetningin væri innifalin í pakkatilboðinu og sýndi Öryggismiðstöðin fram á að hafa rukkað fyrirtæki um umræddar 19.900 krónur fyrir uppsetningu.Niðurstaða Neytendastofu var á þá leið að Öryggismiðstöðin hafi engu að síður viðhaft villandi auglýsingar á tilboðsverði í mánuð í senn, þrátt fyrir að hið lækkaða verð hafi gilt í sjö mánuði. Öryggismiðstöðinni hefur því verið bannað að halda auglýsingaherferð sinni áfram, ellegar hljóta sektir. Neytendur Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands um fría uppsetningu á svokölluðu Snjallöryggi fyrir heimili voru villandi að mati Neytendastofu. Í auglýsingunum væri ekki að finna aðrar upplýsingar en að tilboðið gildi í mánuð í senn þrátt fyrir að tilboðið hafi verið í gildi samfleytt í meira en hálft ár. Reglur kveða á um að þegar „vara eða þjónusta hefur verið seld á lækkuðu verði í sex vikur skal lækkað verð vera venjulegt verð.“ Verð uppsetningar, 19.900 krónur, var tekið fram í auglýsingunum með yfirstrikun og að mati Neytendastofu kynnu slíkar auglýsingar að gefa til kynna að verðhagræði sé til staðar sem sé ekki raunverulegt. Yfirstrikunin þykir villandi að mati Neytendastofu.FacebookÞar að auki sé óheimilt að lýsa einstökum þáttum í pakkatilboði með orðinu „frítt“ ef kostnaður þess þáttar er innifalinn í verði pakkatilboðsins. Neytendastofa óskaði því eftir upplýsingum frá Öryggismiðstöðinni í fjórum liðum, sem allir lutu að hinni ókeypis uppsetningu. Í svörum Öryggismiðstöðvarinnar til Neytendastofu vegna málsins kom meðal annars fram að fyrirtækið teldi auglýsingar ekki vera blekkjandi og ekki hafi staðið til að blekkja neytendur. Upphaflega hafi tilboðið aðeins átt að standa skamman tíma en ákveðið hafi verið að framlengja því - án þess að ætlunin hafi verið að fella niður uppsetningargjaldið varanlega. Alla jafna rukki Öryggismiðstöðin fyrir uppsetningu á öryggiskerfi. Tilboðið um „fría uppsetningu“ nái aðeins til þess sem Öryggismiðstöðin nefni „Snjallöryggi fyrir heimili“ en að almennt verð fyrir uppsetningar séu auglýstar 19.900 krónur með virðisaukaskatti. Öryggismiðstöðin hafnaði því jafnframt að uppsetningin væri innifalin í pakkatilboðinu og sýndi Öryggismiðstöðin fram á að hafa rukkað fyrirtæki um umræddar 19.900 krónur fyrir uppsetningu.Niðurstaða Neytendastofu var á þá leið að Öryggismiðstöðin hafi engu að síður viðhaft villandi auglýsingar á tilboðsverði í mánuð í senn, þrátt fyrir að hið lækkaða verð hafi gilt í sjö mánuði. Öryggismiðstöðinni hefur því verið bannað að halda auglýsingaherferð sinni áfram, ellegar hljóta sektir.
Neytendur Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira