Hver eru þau og hvar? Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. september 2018 09:45 Kennslanefnd, Ríkislögreglustjóri, Gylfi Gylfason Ein ástsælasta sögupersóna Arnaldar Indriðasonar, Erlendur Sveinsson, er heilluð af mannshvörfum á sama hátt og svo margir Íslendingar, með blöndu af forvitni og samlíðan. Erlendur drekkur í sig allt um skipskaða, fjallgöngumenn sem aldrei koma aftur til byggða og fólk sem heldur sig mest í þéttbýli en hverfur sporlaust án nokkurra skýringa. Um allt Ísland eru sjálfskipaðir einkaspæjarar sem liggja á timarit.is og grúska í gömlum gögnum um menn sem horfið hafa sporlaust. Þeir leita Geirfinns og reyna að skilja örlög þeirra sem hvarf hans hafði áhrif á.Horfinnamannaskrá lögreglu Haldnar eru skrár yfir horfið fólk. Ein þeirra er hin formlega horfinnamannaskrá sem kennslanefnd heldur. Hún var nýlega gerð opinber, án þess þó að nöfn þeirra sem á henni eru séu birt. Fréttablaðið grennslaðist fyrir um tilurð þessarar skrár hjá Gylfa Gylfasyni, formanni kennslanefndar Ríkislögreglustjóra. Gylfi segist hafa fundið fyrir því að misskilnings gæti um tilgang skrárinnar. Til að kennsl verði borin á lík eða líkamsleifar sem finnast er afar mikilvægt að haldin sé fullkomin skrá um horfna menn og upplýsingum haldið um þá á einum stað. „Skráin er hjá kennslanefnd af því að við höfum það hlutverk að bera kennsl á óþekkt lík og líkamsleifar sem finnast.“ Kennslanefnd starfar eftir reglugerð 350/2009, leiðbeiningum frá Interpol og starfslýsingu Ríkislögreglustjóra. Í nefndinni sitja rannsóknarlögreglumenn, tæknimenn lögreglu, þar á meðal sérfræðingur á líftæknisviði, réttarlæknir, réttartannlæknir og meinafræðingur. Nefndin er kölluð til þegar lík eða líkamsleifar finnast og þá fer mjög formlegt ferli í gang. Hún fer jafnvel á vettvang, er viðstödd krufningu og vinnur úr gögnum sem koma fram við rannsókn lögreglu og nefndarinnar. Nefndin kemur svo saman á fundi þar sem sérfræðingar gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Þeir þurfa að komast að samhljóða niðurstöðu og þegar hún liggur fyrir er gefið út vottorð um að kennsl séu staðfest. Eitt þriggja aðalskilyrða fyrir því að borin séu kennsl á látinn einstakling þarf að vera fyrir hendi. Það eru upplýsingar um tennur, fingraför eða erfðaefni (DNA). Viðbótarskilyrði geta verið læknisfræðilegar upplýsingar, upplýsingar úr tæknirannsókn og upplýsingar frá ættingjum.Hverjir fara á skrána? Það er hlutverk lögreglunnar að fara með rannsókn mannshvarfa. Leiði rannsókn í ljós að viðkomandi er horfinn og talinn látinn er kennslanefnd tilkynnt um hvarfið. Nefndin færi ítarlegar upplýsingar um viðkomandi sem skráðar eru á sérstakt eyðublað sem byggir á stöðlum Interpol. Lögregla aflar umræddra upplýsinga hjá ættingjum hins horfna. Eyðublaðið er margar blaðsíður og á það eru skráðar upplýsingar sem nýtast kennslanefnd við að bera kennsl á viðkomandi: nafn, fæðingardagur, sérkenni eins og húðflúr, ör, gervilimir og upplýsingar um hver var læknir og tannlæknir viðkomandi. Í dag er líka tekið DNA-strok, helst hjá móður. Á listanum er fólk af ýmsum þjóðernum sem týnst hefur hér á landi. Tveir eru skráðir á listann sem hurfu erlendis; annar árið 2013 og hinn fyrr á þessu ári. Gylfi skýrir þetta þannig að í ríkjum sem hafa ekki trausta innviði, til dæmis þar sem stríð hafa geisað, sé ekki unnt að treysta því að haldið sé með fullnægjandi hætti utan um þessar upplýsingar. Því sé talið öruggara að halda upplýsingum um viðkomandi í skrám hér á landi. Orsakir þeirra mannshvarfa sem skráð eru hjá kennslanefnd eru ýmsar; sjóslys, slæm veður og voveiflegir atburðir. Á listanum má til dæmis finna rúmlega þrítugan karlmann sem týndist í Keflavík árið 1974. Sama ár er skráður 18 ára piltur sem hvarf í Hafnarfirði. Þeir sem þekkja til geta þarna borið kennsl á Guðmund og Geirfinn Einarssyni. Þeir eru týndir samkvæmt horfinnamannaskrá, enda hafa lík þeirra aldrei fundist. Niðurstaða Hæstaréttar breytir því ekki.Þeir sem ekki eru á skránni Hin formlega horfinnamannaskrá kennslanefndar er hins vegar ekki eina skrá landsins um horfið fólk. Bjarki Hall, einn þeirra einkaspæjara sem fyrr var vísað til, heldur úti síðunni mannshvorf.is. Á lista Bjarka má finna nöfn sem ekki eru á horfinnamannaskrá. Fréttablaðið spurði Gylfa hvort hann hefði séð lista Bjarka og hverju þetta misræmi gæti sætt. Gylfi segir málið flóknara en svo að safna megi saman öllum sem týnst hafa og setja saman lista. Sumir geti reynst á lífi í öðrum löndum, borin hafi verið kennsl á líkamsleifar annarra án þess endilega að greint hafi verið frá því opinberlega og einhverjir séu jafnvel skráðir í sambærilegar skrár erlendis sé talið að þeir hafi horfið þar. Kennslanefnd sé kunnugt um málin og hafi upplýsingar um hina erlendu skráningu. „Listinn sem birtur var nýverið er ekki endanlegur og verður hann uppfærður reglulega,“ segir Gylfi. Lögreglan taki enn við ábendingum frá fólki, eftir að listinn var birtur. Unnið sé að því að sannreyna þær og að viðkomandi einstaklingar séu í raun og veru týndir. Gylfi segir þetta geta verið mikla vinnu og tímafreka. Áratugagömul mannshvörf eru erfiðust og þótt listinn byggi á eldri skrám lögreglu séu upplýsingar í mörgum tilvikum bæði gamlar og oft mjög ófullkomnar. Í sumum tilvikum hafi ef til vill aldrei verið formlega tilkynnt um mannshvarf og lögregla jafnvel bara skráð upplýsingar í dagbók sína. „Unnið hefur verið að því að færa eldri mál inn í nýja skrá og áfram er unnið í upplýsingaöflun í þeim tilgangi að bæta skrána.“ Gylfi segir að reglulega sé haft samband við lögreglu vegna líkamsleifa eða beina sem talin eru af manni. Öll bein fari í rannsókn og oft komi í ljós að um dýrabein sé að ræða. Sé niðurstaðan eftir rannsókn að líkamsleifar séu af manni eru þær sendar í aldursgreiningu og séu þær ekki of gamlar, frá miðöldum til dæmis, geti nákvæm skráning í skrá kennslanefndar komið að miklu gagni til að þrengja hringinn áður en borin eru kennsl á viðkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
Ein ástsælasta sögupersóna Arnaldar Indriðasonar, Erlendur Sveinsson, er heilluð af mannshvörfum á sama hátt og svo margir Íslendingar, með blöndu af forvitni og samlíðan. Erlendur drekkur í sig allt um skipskaða, fjallgöngumenn sem aldrei koma aftur til byggða og fólk sem heldur sig mest í þéttbýli en hverfur sporlaust án nokkurra skýringa. Um allt Ísland eru sjálfskipaðir einkaspæjarar sem liggja á timarit.is og grúska í gömlum gögnum um menn sem horfið hafa sporlaust. Þeir leita Geirfinns og reyna að skilja örlög þeirra sem hvarf hans hafði áhrif á.Horfinnamannaskrá lögreglu Haldnar eru skrár yfir horfið fólk. Ein þeirra er hin formlega horfinnamannaskrá sem kennslanefnd heldur. Hún var nýlega gerð opinber, án þess þó að nöfn þeirra sem á henni eru séu birt. Fréttablaðið grennslaðist fyrir um tilurð þessarar skrár hjá Gylfa Gylfasyni, formanni kennslanefndar Ríkislögreglustjóra. Gylfi segist hafa fundið fyrir því að misskilnings gæti um tilgang skrárinnar. Til að kennsl verði borin á lík eða líkamsleifar sem finnast er afar mikilvægt að haldin sé fullkomin skrá um horfna menn og upplýsingum haldið um þá á einum stað. „Skráin er hjá kennslanefnd af því að við höfum það hlutverk að bera kennsl á óþekkt lík og líkamsleifar sem finnast.“ Kennslanefnd starfar eftir reglugerð 350/2009, leiðbeiningum frá Interpol og starfslýsingu Ríkislögreglustjóra. Í nefndinni sitja rannsóknarlögreglumenn, tæknimenn lögreglu, þar á meðal sérfræðingur á líftæknisviði, réttarlæknir, réttartannlæknir og meinafræðingur. Nefndin er kölluð til þegar lík eða líkamsleifar finnast og þá fer mjög formlegt ferli í gang. Hún fer jafnvel á vettvang, er viðstödd krufningu og vinnur úr gögnum sem koma fram við rannsókn lögreglu og nefndarinnar. Nefndin kemur svo saman á fundi þar sem sérfræðingar gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Þeir þurfa að komast að samhljóða niðurstöðu og þegar hún liggur fyrir er gefið út vottorð um að kennsl séu staðfest. Eitt þriggja aðalskilyrða fyrir því að borin séu kennsl á látinn einstakling þarf að vera fyrir hendi. Það eru upplýsingar um tennur, fingraför eða erfðaefni (DNA). Viðbótarskilyrði geta verið læknisfræðilegar upplýsingar, upplýsingar úr tæknirannsókn og upplýsingar frá ættingjum.Hverjir fara á skrána? Það er hlutverk lögreglunnar að fara með rannsókn mannshvarfa. Leiði rannsókn í ljós að viðkomandi er horfinn og talinn látinn er kennslanefnd tilkynnt um hvarfið. Nefndin færi ítarlegar upplýsingar um viðkomandi sem skráðar eru á sérstakt eyðublað sem byggir á stöðlum Interpol. Lögregla aflar umræddra upplýsinga hjá ættingjum hins horfna. Eyðublaðið er margar blaðsíður og á það eru skráðar upplýsingar sem nýtast kennslanefnd við að bera kennsl á viðkomandi: nafn, fæðingardagur, sérkenni eins og húðflúr, ör, gervilimir og upplýsingar um hver var læknir og tannlæknir viðkomandi. Í dag er líka tekið DNA-strok, helst hjá móður. Á listanum er fólk af ýmsum þjóðernum sem týnst hefur hér á landi. Tveir eru skráðir á listann sem hurfu erlendis; annar árið 2013 og hinn fyrr á þessu ári. Gylfi skýrir þetta þannig að í ríkjum sem hafa ekki trausta innviði, til dæmis þar sem stríð hafa geisað, sé ekki unnt að treysta því að haldið sé með fullnægjandi hætti utan um þessar upplýsingar. Því sé talið öruggara að halda upplýsingum um viðkomandi í skrám hér á landi. Orsakir þeirra mannshvarfa sem skráð eru hjá kennslanefnd eru ýmsar; sjóslys, slæm veður og voveiflegir atburðir. Á listanum má til dæmis finna rúmlega þrítugan karlmann sem týndist í Keflavík árið 1974. Sama ár er skráður 18 ára piltur sem hvarf í Hafnarfirði. Þeir sem þekkja til geta þarna borið kennsl á Guðmund og Geirfinn Einarssyni. Þeir eru týndir samkvæmt horfinnamannaskrá, enda hafa lík þeirra aldrei fundist. Niðurstaða Hæstaréttar breytir því ekki.Þeir sem ekki eru á skránni Hin formlega horfinnamannaskrá kennslanefndar er hins vegar ekki eina skrá landsins um horfið fólk. Bjarki Hall, einn þeirra einkaspæjara sem fyrr var vísað til, heldur úti síðunni mannshvorf.is. Á lista Bjarka má finna nöfn sem ekki eru á horfinnamannaskrá. Fréttablaðið spurði Gylfa hvort hann hefði séð lista Bjarka og hverju þetta misræmi gæti sætt. Gylfi segir málið flóknara en svo að safna megi saman öllum sem týnst hafa og setja saman lista. Sumir geti reynst á lífi í öðrum löndum, borin hafi verið kennsl á líkamsleifar annarra án þess endilega að greint hafi verið frá því opinberlega og einhverjir séu jafnvel skráðir í sambærilegar skrár erlendis sé talið að þeir hafi horfið þar. Kennslanefnd sé kunnugt um málin og hafi upplýsingar um hina erlendu skráningu. „Listinn sem birtur var nýverið er ekki endanlegur og verður hann uppfærður reglulega,“ segir Gylfi. Lögreglan taki enn við ábendingum frá fólki, eftir að listinn var birtur. Unnið sé að því að sannreyna þær og að viðkomandi einstaklingar séu í raun og veru týndir. Gylfi segir þetta geta verið mikla vinnu og tímafreka. Áratugagömul mannshvörf eru erfiðust og þótt listinn byggi á eldri skrám lögreglu séu upplýsingar í mörgum tilvikum bæði gamlar og oft mjög ófullkomnar. Í sumum tilvikum hafi ef til vill aldrei verið formlega tilkynnt um mannshvarf og lögregla jafnvel bara skráð upplýsingar í dagbók sína. „Unnið hefur verið að því að færa eldri mál inn í nýja skrá og áfram er unnið í upplýsingaöflun í þeim tilgangi að bæta skrána.“ Gylfi segir að reglulega sé haft samband við lögreglu vegna líkamsleifa eða beina sem talin eru af manni. Öll bein fari í rannsókn og oft komi í ljós að um dýrabein sé að ræða. Sé niðurstaðan eftir rannsókn að líkamsleifar séu af manni eru þær sendar í aldursgreiningu og séu þær ekki of gamlar, frá miðöldum til dæmis, geti nákvæm skráning í skrá kennslanefndar komið að miklu gagni til að þrengja hringinn áður en borin eru kennsl á viðkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira