Menningarnóttin sem draumur í safnaradós Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Flöskur streymdu til Sorpu í Ánanaustum í gær. Fréttablaðið/Garðar Gríðarleg stemning var í miðborg Reykjavíkur á laugardag er Menningarnótt fór fram í einmuna blíðu. Að mati lögreglu sóttu á annað hundrað þúsund manns hátíðina. Viðburðinum fylgdu mikil viðskiptatækifæri, ekki síst fyrir veitingahús og alls kyns götusala. Þá veittu útsendarar Fréttablaðsins því athygli að dósa- og flöskusafnarar voru á þönum langt fram eftir öllu enda virtust gestir Menningarnætur alveg sérstaklega þyrstir í sólinni. Hátíðin var því mikil búbót fyrir þennan hóp. Hjá endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum var linnulítill straumur fólks með flöskur og dósir síðdegis í gær. Þær upplýsingar fengust hins vegar hjá starfsmanni Sorpu að ekki hefði óvenjumikið skilað sér í endurvinnsluna því stórsafnararnir hefðu ekki enn látið sjá sig.Það var kátt á hjalla um alla borgina á Menningarnótt. Fréttablaðið/StefánÁberandi var hversu mannskapurinn dreifðist vel um miðborgina allan daginn enda fjölbreytt dagskrá í boði um allar trissur. Hið árlega Reykjavíkurmaraþon var á sínum stað fyrri hluta dags og voru yfir 14 þúsund manns skráðir til leiks og hlupu ýmsar vegalengdir. Vegna veðurblíðunnar og fjölda gesta var lögreglan við ýmsu búin. Í uppgjöri hennar eftir hátíðina kom meðal annars fram að 93 mál hefðu komið upp á lögreglustöðinni í miðbænum frá klukkan sjö um kvöldið þar til sex á sunnudagsmorgun. Þar á meðal var líkamsárás, slagsmál og stympingar á meðal ungmenna auk þó nokkurra mála vegna ölvunar og fólks sem var ósjálfbjarga. „Hellt var niður þó nokkru af áfengi hjá unglingum undir aldri. Mikill fjöldi gesta sótti miðborg Reykjavíkur og var því erill hjá lögreglu samkvæmt því. Tíu aðilar gistu fangageymslur vegna ýmissa mála,“ segir um verkefnin hjá lögreglustöð 1. Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Gríðarleg stemning var í miðborg Reykjavíkur á laugardag er Menningarnótt fór fram í einmuna blíðu. Að mati lögreglu sóttu á annað hundrað þúsund manns hátíðina. Viðburðinum fylgdu mikil viðskiptatækifæri, ekki síst fyrir veitingahús og alls kyns götusala. Þá veittu útsendarar Fréttablaðsins því athygli að dósa- og flöskusafnarar voru á þönum langt fram eftir öllu enda virtust gestir Menningarnætur alveg sérstaklega þyrstir í sólinni. Hátíðin var því mikil búbót fyrir þennan hóp. Hjá endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum var linnulítill straumur fólks með flöskur og dósir síðdegis í gær. Þær upplýsingar fengust hins vegar hjá starfsmanni Sorpu að ekki hefði óvenjumikið skilað sér í endurvinnsluna því stórsafnararnir hefðu ekki enn látið sjá sig.Það var kátt á hjalla um alla borgina á Menningarnótt. Fréttablaðið/StefánÁberandi var hversu mannskapurinn dreifðist vel um miðborgina allan daginn enda fjölbreytt dagskrá í boði um allar trissur. Hið árlega Reykjavíkurmaraþon var á sínum stað fyrri hluta dags og voru yfir 14 þúsund manns skráðir til leiks og hlupu ýmsar vegalengdir. Vegna veðurblíðunnar og fjölda gesta var lögreglan við ýmsu búin. Í uppgjöri hennar eftir hátíðina kom meðal annars fram að 93 mál hefðu komið upp á lögreglustöðinni í miðbænum frá klukkan sjö um kvöldið þar til sex á sunnudagsmorgun. Þar á meðal var líkamsárás, slagsmál og stympingar á meðal ungmenna auk þó nokkurra mála vegna ölvunar og fólks sem var ósjálfbjarga. „Hellt var niður þó nokkru af áfengi hjá unglingum undir aldri. Mikill fjöldi gesta sótti miðborg Reykjavíkur og var því erill hjá lögreglu samkvæmt því. Tíu aðilar gistu fangageymslur vegna ýmissa mála,“ segir um verkefnin hjá lögreglustöð 1.
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira