Borga umsækjendum fyrir að hætta við Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 20:00 Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. Reglugerðin er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Dómsmálaráðherra segir um að ræða eðlilegan hluta samnings íslenska ríkisins við Alþjóðafólksflutningastofnunina svokölluðu, sem eftir atvikum aðstoðar við flutning umsækjenda úr landi. „Öll nágrannaríki okkar veita þessa styrki og þeir hafa bæði orðið þess valdandi að það er dregið úr kostnaði við brottvísun stuðlað að frjálsri heimför manna og það hefur verið sóst eftir þessu líka frá hælisleitendum þegar liggur fyrir að þeir fá ekki hæli,“ segir Sigríður.Allt að 125 þúsund krónur á núvirði Um er að ræða bæði ferðastyrk og svonefndar enduraðlögunarstyrk, sem ætlaður er til að aðstoða einstakling við að koma undir sig fótunum í fyrra heimaríki sínu. Einungis þeir sem koma frá tilteknum ríkjum eiga möguleika á styrknum, sem getur í heild numið allt að þúsund evrum á mann – eða um 125 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Sigríður segir um að ræða ríki sem erfitt sé fyrir íslensk yfirvöld að brottvísa fólki til, t.a.m. vegna skorts á samningum við þarlend stjórnvöld. „Við töldum rétt að hafa þarna líka einstaklinga sem falla undir Dyflinnarreglugerðina, kjósi þeir það, að snúa aftur til síns heima og ljúka þannig umsókn sinni hér í Evrópu,“ segir Sigríður.Ódýrara að borga fólki fyrir að fara Hún á ekki von á að veiting styrkja af þessu tagi verði til þess að fólk komi gagngert til landsins til að draga umsókn sína til baka og þiggja styrk. „Það er eitthvað sem við auðvitað skoðuðum sérstaklega og hvernig reynslan er í öðrum ríkjum, en með hliðsjón af því er fjárhæð styrksins ákveðin.“ Hún segir það ódýrara fyrir íslenska ríkið að greiða fólki styrk fyrir að fara úr landi, heldur en að það dvelji hér um einhverja hríð og bíði úrlausnar í sínum málum. „Styrkurinn er mishár eftir því um hvaða lönd er að ræða, en hann er svona helmingur á við þann kostnað sem ríkið þarf að bera við mánaðardvöl hælisleitanda sem dvelur hér alla jafna,“ segir Sigríður. Hælisleitendur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. Reglugerðin er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Dómsmálaráðherra segir um að ræða eðlilegan hluta samnings íslenska ríkisins við Alþjóðafólksflutningastofnunina svokölluðu, sem eftir atvikum aðstoðar við flutning umsækjenda úr landi. „Öll nágrannaríki okkar veita þessa styrki og þeir hafa bæði orðið þess valdandi að það er dregið úr kostnaði við brottvísun stuðlað að frjálsri heimför manna og það hefur verið sóst eftir þessu líka frá hælisleitendum þegar liggur fyrir að þeir fá ekki hæli,“ segir Sigríður.Allt að 125 þúsund krónur á núvirði Um er að ræða bæði ferðastyrk og svonefndar enduraðlögunarstyrk, sem ætlaður er til að aðstoða einstakling við að koma undir sig fótunum í fyrra heimaríki sínu. Einungis þeir sem koma frá tilteknum ríkjum eiga möguleika á styrknum, sem getur í heild numið allt að þúsund evrum á mann – eða um 125 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Sigríður segir um að ræða ríki sem erfitt sé fyrir íslensk yfirvöld að brottvísa fólki til, t.a.m. vegna skorts á samningum við þarlend stjórnvöld. „Við töldum rétt að hafa þarna líka einstaklinga sem falla undir Dyflinnarreglugerðina, kjósi þeir það, að snúa aftur til síns heima og ljúka þannig umsókn sinni hér í Evrópu,“ segir Sigríður.Ódýrara að borga fólki fyrir að fara Hún á ekki von á að veiting styrkja af þessu tagi verði til þess að fólk komi gagngert til landsins til að draga umsókn sína til baka og þiggja styrk. „Það er eitthvað sem við auðvitað skoðuðum sérstaklega og hvernig reynslan er í öðrum ríkjum, en með hliðsjón af því er fjárhæð styrksins ákveðin.“ Hún segir það ódýrara fyrir íslenska ríkið að greiða fólki styrk fyrir að fara úr landi, heldur en að það dvelji hér um einhverja hríð og bíði úrlausnar í sínum málum. „Styrkurinn er mishár eftir því um hvaða lönd er að ræða, en hann er svona helmingur á við þann kostnað sem ríkið þarf að bera við mánaðardvöl hælisleitanda sem dvelur hér alla jafna,“ segir Sigríður.
Hælisleitendur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira