Hætt að gefa þögult samþykki eftir heimsókn Piu Kjærsgaard Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. ágúst 2018 05:07 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Fréttablaðið/Ernireyjolfsson Píratar hafa óskað eftir lögfræðiáliti frá skrifstofu Alþingis á því hvort það samrýmist stjórnarskrá að heimila öðrum en þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands að ávarpa Alþingi. „Ég kallaði eftir áliti á þessu á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi þingflokksins í forsætisnefnd. Tilefni beiðni um álitið er ávarp Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á hátíðarfundi Alþingis í sumar. Athygli Jóns Þórs hafði áður verið vakin á þessari túlkun stjórnarskrárinnar vegna frumvarps sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hugðist leggja fram um ávörp almennra borgara á þingfundum. „Okkar þingflokkur er alveg harður á því að þessu þarf að svara. Það gengur ekki að það ríki óvissa um hvort þingforseti sé að brjóta stjórnarskrá,“ segir Jón Þór og vísar til þeirrar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfundinn. Aðspurður segir Jón Þór ekki hafa verið ákveðið hvort frekari eftirmál verði af heimsókn Piu þegar þing kemur saman. „Ég er ekki búinn að hugsa þann vinkil sjálfur en hitt er alveg ákveðið að það verður vinnuregla í okkar þingflokki að það verður ekkert ætlað samþykki framar í málum af hálfu okkar þingmanna.“ Jón Þór segir forseta þingsins hafa þann stíl að miða mikið við ætlað samþykki án þess endilega að fólk átti sig á því að það sé að veita þögult samþykki. „Á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku spurði ég til dæmis ítrekað hvað væri að gerast og hvort um ákvörðunartöku væri að ræða bara til að vita hvort ég þyrfti mögulega að láta bóka andmæli. Ég get ekki tekið sénsa með þetta eins og gerðist á sumarfundinum í fyrra þar sem viðraðar voru einhverjar hugmyndir um að forseti danska þingsins kæmi kannski hingað til hátíðarfundar og forseti ynni áfram að undirbúningi, að þá sé ég bara búinn að samþykkja að ég fái ekkert meira að vita af málinu fyrr en degi fyrir fundinn,“ segir Jón Þór Ólafsson. Af þessu tilefni hafi hin nýja vinnuregla verið tekin upp hjá þingflokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Píratar hafa óskað eftir lögfræðiáliti frá skrifstofu Alþingis á því hvort það samrýmist stjórnarskrá að heimila öðrum en þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands að ávarpa Alþingi. „Ég kallaði eftir áliti á þessu á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi þingflokksins í forsætisnefnd. Tilefni beiðni um álitið er ávarp Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á hátíðarfundi Alþingis í sumar. Athygli Jóns Þórs hafði áður verið vakin á þessari túlkun stjórnarskrárinnar vegna frumvarps sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hugðist leggja fram um ávörp almennra borgara á þingfundum. „Okkar þingflokkur er alveg harður á því að þessu þarf að svara. Það gengur ekki að það ríki óvissa um hvort þingforseti sé að brjóta stjórnarskrá,“ segir Jón Þór og vísar til þeirrar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfundinn. Aðspurður segir Jón Þór ekki hafa verið ákveðið hvort frekari eftirmál verði af heimsókn Piu þegar þing kemur saman. „Ég er ekki búinn að hugsa þann vinkil sjálfur en hitt er alveg ákveðið að það verður vinnuregla í okkar þingflokki að það verður ekkert ætlað samþykki framar í málum af hálfu okkar þingmanna.“ Jón Þór segir forseta þingsins hafa þann stíl að miða mikið við ætlað samþykki án þess endilega að fólk átti sig á því að það sé að veita þögult samþykki. „Á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku spurði ég til dæmis ítrekað hvað væri að gerast og hvort um ákvörðunartöku væri að ræða bara til að vita hvort ég þyrfti mögulega að láta bóka andmæli. Ég get ekki tekið sénsa með þetta eins og gerðist á sumarfundinum í fyrra þar sem viðraðar voru einhverjar hugmyndir um að forseti danska þingsins kæmi kannski hingað til hátíðarfundar og forseti ynni áfram að undirbúningi, að þá sé ég bara búinn að samþykkja að ég fái ekkert meira að vita af málinu fyrr en degi fyrir fundinn,“ segir Jón Þór Ólafsson. Af þessu tilefni hafi hin nýja vinnuregla verið tekin upp hjá þingflokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11
„Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44
Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34