Kókosolía ekki eitur en sýna ætti mikla hófsemi í neyslu hennar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2018 19:00 Innflutningur á kókosolíu til neyslu hef aukist umtalsvert á undanförnum árum. Varhugavert er þó að neyta hennar í miklu magni vegna aukinnar hættu á hjartasjúkdómum að mati hjartalæknis.Ummæli þýsks prófessors við Harvard-háskóla um að kókosolía væri jafn góð fyrir heilsuna og að innbyrða eitur hafa vakið mikla athygli en horft hefur verið á fyrirlestur hennar um varhugavert heilsugildi kókósolíu yfir milljón sinnum á YouTube frá því í síðasta mánuði.Olían hefur verið markaðssett sem heilsuvara sem geti meðal annars komið í stað smjörs eða olíu og hafa vinsældir hennar hér á landi farið vaxandi. Til að mynda tvöfaldaðist innflutningur á kókosolíu til matvælaframleiðslu hingað til lands frá árinu 2014 til 2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu.Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/RósaLæknar og næringafræðingar víða um heim hafa hins vegar varað við heilsugildi kókosolíu. „Þetta er 90 prósent mettuð fita og sem neysluvara er vitað að hún hækkar magn kólestóróls í blóði sem binst eðlisléttum fitupróteinum og þetta er eiginlega aðaláhættuþáttur og skaðvaldur fyrir slagæðakerfið og keyrir áfram æðakölkun,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir á Landspítalanum og prófessor emeritus við Háskóla Íslands um möguleg áhrif neyslu kókosolíu. Mikið af fyrirbyggingu hjartasjúkdóma snúist um að lækka einmitt þetta kólesteról í blóðinu.„Ég held að þetta hafi verið auglýst af heilmiklum krafti og auglýst svolítið á fölskum forsendum, það er að segja sem heilsuvara sem leysir alls konar vandamál og það hefur gengið vel að selja þetta,“ segir Guðmundur.Hann vill þó ekki ganga jafn langt og Harvard-prófessorinn og segir mikilvægt að sýna mikla hófsemi í neyslu á kókosolíu.„Ég myndi ekki kalla þetta eitur. Ég myndi segja að það ætti að neyta þess í mesta falli í hófi og sennilega bara mjög lítið.“ Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Innflutningur á kókosolíu til neyslu hef aukist umtalsvert á undanförnum árum. Varhugavert er þó að neyta hennar í miklu magni vegna aukinnar hættu á hjartasjúkdómum að mati hjartalæknis.Ummæli þýsks prófessors við Harvard-háskóla um að kókosolía væri jafn góð fyrir heilsuna og að innbyrða eitur hafa vakið mikla athygli en horft hefur verið á fyrirlestur hennar um varhugavert heilsugildi kókósolíu yfir milljón sinnum á YouTube frá því í síðasta mánuði.Olían hefur verið markaðssett sem heilsuvara sem geti meðal annars komið í stað smjörs eða olíu og hafa vinsældir hennar hér á landi farið vaxandi. Til að mynda tvöfaldaðist innflutningur á kókosolíu til matvælaframleiðslu hingað til lands frá árinu 2014 til 2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu.Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/RósaLæknar og næringafræðingar víða um heim hafa hins vegar varað við heilsugildi kókosolíu. „Þetta er 90 prósent mettuð fita og sem neysluvara er vitað að hún hækkar magn kólestóróls í blóði sem binst eðlisléttum fitupróteinum og þetta er eiginlega aðaláhættuþáttur og skaðvaldur fyrir slagæðakerfið og keyrir áfram æðakölkun,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir á Landspítalanum og prófessor emeritus við Háskóla Íslands um möguleg áhrif neyslu kókosolíu. Mikið af fyrirbyggingu hjartasjúkdóma snúist um að lækka einmitt þetta kólesteról í blóðinu.„Ég held að þetta hafi verið auglýst af heilmiklum krafti og auglýst svolítið á fölskum forsendum, það er að segja sem heilsuvara sem leysir alls konar vandamál og það hefur gengið vel að selja þetta,“ segir Guðmundur.Hann vill þó ekki ganga jafn langt og Harvard-prófessorinn og segir mikilvægt að sýna mikla hófsemi í neyslu á kókosolíu.„Ég myndi ekki kalla þetta eitur. Ég myndi segja að það ætti að neyta þess í mesta falli í hófi og sennilega bara mjög lítið.“
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59