Íslensk klisja í afmælisgjöf Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Dóttir mín á afmæli í dag. Hún er fimm ára. Þrátt fyrir að vera ung að árum er langt síðan hún uppgötvaði neysluhyggjuna. Tveggja ára gekk hún um verslanir, benti á hluti af handahófi og suðaði: „Má ég fá svona, má ég fá svona, má ég fá eitthvað?“ Þótt sjálfsmynd mín sé sú að ég sé hatrammur baráttumaður gegn kaupæði og ruslsöfnun samtímans og ég ali börn mín upp í nægjusemi, frjáls undan ægivaldi Mammons, bendir ástand svefnherbergis dótturinnar til annars. Ætla mætti að herbergið hefði orðið fyrir aurskriðu af dóti. Barnið veit ekki hvernig gólfteppið er á litinn því það hefur ekki sést til þess síðan 2016 fyrir Barbie dúkkum sem liggja flatar undir Legó-húsum sem hrunin eru til grunna, heilu Sylvania fjölskyldunum sem orðið hafa fyrir leikfangalestum, þreklausum handbrúðum sem glatað hafa lífsþorstanum og prinsessubúningum sem liggja flatir eins og fallið konungsfólk í frönsku byltingunni. Ef allir týndu sokkar heimilisins, stytta eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og flugvél Ameliu Earhart kæmu í leitirnar næst þegar tekið verður til í herberginu yrði ég ekki hissa. Í ljósi þessa kapítalíska hamfarasvæðis vildi ég ekki gefa dótturinni dót í afmælisgjöf. Ég vildi gefa henni eitthvað sem gagnaðist henni en líka eitthvað sem gleddi hana. En með hverju gleður maður einhvern sem stendur í þeirri trú að ærandi rafhlöðuknúnu vitsugurnar úr litskrúðuga plastinu frá Fisher Price gefi lífinu lit?Tindar í tungunni Sem Íslendingur sem búið hefur öll sín fullorðinsár í útlöndum er ég stundum eins og lúðulaki sem ferðaðist til landsins með tímavél þegar ég sæki Ísland heim. Ég á ekki úlpu frá 66°Norður, ég er ekki að þjálfa fyrir maraþon, klíf ekki fjöll, á ekki Omaggio-vasa, held að Hlemmur sé strætóstoppistöð og hef ekki smakkað Valdís. Það sama á við þegar kemur að íslenskri tungu; ég er steingervingur sem talar í tískuorðum sem síðast voru í almennri notkun þegar fólk í fötum úr Vinnufatabúðinni hékk á Prikinu og Sölvi í Quarashi var bókstaflega Sölvi í Quarashi; orðum eins og: ýkt; stulli; súperdós. En á meðan fjarlægðin við Ísland í tíma og rúmi gerir mig geðveikt halló (segir maður enn þá halló – eða er halló að segja halló?) er sýnin í hina áttina þveröfug. Fjarlægðin við heimahagana skýrir fyrir mér það sem hæst ber í flottheitum á Íslandi. Tískustraumar í klæðaburði, neyslumynstri og innanhússhönnun birtast mér í fjarska eins og Íslands fjöll rísa úr útsæ (hér gæti ég bætt við: „með eld í hjarta þakin mjöll“ en ég er ekki alveg svo halló). Það sama gildir um tungumálið en í því greini ég reglulega tinda sem ekki eru mér tamir: fössari; bolur; fólkið mitt (hvað varð um fjölskylduna?); og loks, Mount Everest – eða Hvannadalshnúkur – íslenskrar tungu sumarið 2018: Lifa og njóta. Á Facebook eru allir að lifa og njóta: Horfi á sólarlagið #lifaognjóta. Bera tærnar á sólarströnd við Miðjarðarhafið #lifaognjóta. Sit á dollunni án þess að börnin standi bankandi á baðherbergishurðina #lifaognjóta. Peningar og hamingjan Sagt er að peningar kaupi ekki hamingju. Það er hins vegar rangt. Rannsóknir sýna að hægt er að kaupa sér hamingju kaupi maður lífsreynslu en ekki hluti. Afmæli dótturinnar hittir á sumarfrí fjölskyldunnar í Portúgal. Sú stutta hefði eflaust viljað fagna áfanganum með veislu og tilheyrandi pakkaflóði á hamfarasvæðinu. En þegar maður er fimm er maður undirorpinn geðþótta foreldra sinna, duttlungafullri lífsspeki þeirra og örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að vera ekki halló. Í stað þess að lifa og neyta í tilefni dagsins eins og venjan er fær dóttir mín lexíu í fimm ára afmælisgjöf, klisju sem tröllríður nú íslenskri tungu: Í dag verður henni kennt „að lifa og njóta“. Afmælisgjöfin verður ferð á ströndina og kannski íspinni. Vonandi verður mér fyrirgefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Dóttir mín á afmæli í dag. Hún er fimm ára. Þrátt fyrir að vera ung að árum er langt síðan hún uppgötvaði neysluhyggjuna. Tveggja ára gekk hún um verslanir, benti á hluti af handahófi og suðaði: „Má ég fá svona, má ég fá svona, má ég fá eitthvað?“ Þótt sjálfsmynd mín sé sú að ég sé hatrammur baráttumaður gegn kaupæði og ruslsöfnun samtímans og ég ali börn mín upp í nægjusemi, frjáls undan ægivaldi Mammons, bendir ástand svefnherbergis dótturinnar til annars. Ætla mætti að herbergið hefði orðið fyrir aurskriðu af dóti. Barnið veit ekki hvernig gólfteppið er á litinn því það hefur ekki sést til þess síðan 2016 fyrir Barbie dúkkum sem liggja flatar undir Legó-húsum sem hrunin eru til grunna, heilu Sylvania fjölskyldunum sem orðið hafa fyrir leikfangalestum, þreklausum handbrúðum sem glatað hafa lífsþorstanum og prinsessubúningum sem liggja flatir eins og fallið konungsfólk í frönsku byltingunni. Ef allir týndu sokkar heimilisins, stytta eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og flugvél Ameliu Earhart kæmu í leitirnar næst þegar tekið verður til í herberginu yrði ég ekki hissa. Í ljósi þessa kapítalíska hamfarasvæðis vildi ég ekki gefa dótturinni dót í afmælisgjöf. Ég vildi gefa henni eitthvað sem gagnaðist henni en líka eitthvað sem gleddi hana. En með hverju gleður maður einhvern sem stendur í þeirri trú að ærandi rafhlöðuknúnu vitsugurnar úr litskrúðuga plastinu frá Fisher Price gefi lífinu lit?Tindar í tungunni Sem Íslendingur sem búið hefur öll sín fullorðinsár í útlöndum er ég stundum eins og lúðulaki sem ferðaðist til landsins með tímavél þegar ég sæki Ísland heim. Ég á ekki úlpu frá 66°Norður, ég er ekki að þjálfa fyrir maraþon, klíf ekki fjöll, á ekki Omaggio-vasa, held að Hlemmur sé strætóstoppistöð og hef ekki smakkað Valdís. Það sama á við þegar kemur að íslenskri tungu; ég er steingervingur sem talar í tískuorðum sem síðast voru í almennri notkun þegar fólk í fötum úr Vinnufatabúðinni hékk á Prikinu og Sölvi í Quarashi var bókstaflega Sölvi í Quarashi; orðum eins og: ýkt; stulli; súperdós. En á meðan fjarlægðin við Ísland í tíma og rúmi gerir mig geðveikt halló (segir maður enn þá halló – eða er halló að segja halló?) er sýnin í hina áttina þveröfug. Fjarlægðin við heimahagana skýrir fyrir mér það sem hæst ber í flottheitum á Íslandi. Tískustraumar í klæðaburði, neyslumynstri og innanhússhönnun birtast mér í fjarska eins og Íslands fjöll rísa úr útsæ (hér gæti ég bætt við: „með eld í hjarta þakin mjöll“ en ég er ekki alveg svo halló). Það sama gildir um tungumálið en í því greini ég reglulega tinda sem ekki eru mér tamir: fössari; bolur; fólkið mitt (hvað varð um fjölskylduna?); og loks, Mount Everest – eða Hvannadalshnúkur – íslenskrar tungu sumarið 2018: Lifa og njóta. Á Facebook eru allir að lifa og njóta: Horfi á sólarlagið #lifaognjóta. Bera tærnar á sólarströnd við Miðjarðarhafið #lifaognjóta. Sit á dollunni án þess að börnin standi bankandi á baðherbergishurðina #lifaognjóta. Peningar og hamingjan Sagt er að peningar kaupi ekki hamingju. Það er hins vegar rangt. Rannsóknir sýna að hægt er að kaupa sér hamingju kaupi maður lífsreynslu en ekki hluti. Afmæli dótturinnar hittir á sumarfrí fjölskyldunnar í Portúgal. Sú stutta hefði eflaust viljað fagna áfanganum með veislu og tilheyrandi pakkaflóði á hamfarasvæðinu. En þegar maður er fimm er maður undirorpinn geðþótta foreldra sinna, duttlungafullri lífsspeki þeirra og örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að vera ekki halló. Í stað þess að lifa og neyta í tilefni dagsins eins og venjan er fær dóttir mín lexíu í fimm ára afmælisgjöf, klisju sem tröllríður nú íslenskri tungu: Í dag verður henni kennt „að lifa og njóta“. Afmælisgjöfin verður ferð á ströndina og kannski íspinni. Vonandi verður mér fyrirgefið.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun