Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2018 16:03 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti. Í ákærunni kemur fram að Júlíusi eigi að hafa á árunum 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum, hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum, og sterlingspundum. Í ákærunni er því haldið fram að þessir fjármunir hafi verið ávinningur refsiverðra brota, þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíusi hafði hlotnast nokkrum árum fyrr, en ekki talið fram til skatts, og því ekki greitt tekjuskatt og útsvar af í samræmi við ákvæði skattalaga, ásamt vöxtum af því fé. Á Júlíus að hafa ráðstafað umræddum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi hjá UBS banka inn á bankareikning hjá bankanum Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation, en réttahafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill, eiginkona hans og börn. Er fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, það er skattar sem Júlíus á að hafa komið sér undan við að greiða og vextir af því fé, áætluð á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Krefst embætti Héraðssaksóknara þess að Júlíus verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákærunni er Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað og því ekki hægt að segja með fullkominni vissu hver ávinningurinn var þar sem hlutfall tekjuskatts og útsvars af tekjustofni var breytilegt á árunum fyrir 2006. Ávinningurinn sem er ákært fyrir þvætti á, á að hafa komið til vegna skattalagabrota Júlíusar á gjaldárinu 2006 eða fyrir þann tíma. Á Júlíus að hafa aflað þeirra tekna árið 2005 eða fyrr en ekki talið þær fram til skatts. Er hann því sagður hafa með því gerst sekur um refsivert brot gegn skattalögum þar sem hann kom sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar af umræddum tekjum sínum, sem var samanlagt á árunum fyrir 2006 allt að 38 til 39 prósent af tekjuskattsstofni. Eru umrædd skattalagabrot sögð fyrnd en að það breyti ekki þeirri staðreynd að sá hluti fjármunanna sem greiða hefði átt í tekjuskatt og útsvar og sá ávinningur sem hann hefur haft af þeim síðar, svo sem vaxtatekjur og gengishagnaður, sé andlag peningaþvættisbrots Júlíusar, sem er ákært fyrir, þar sem umrætt fé sé ávinningur af skattalagabrotum Júlíusar sem voru refsiverð þegar þau voru framin. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti. Í ákærunni kemur fram að Júlíusi eigi að hafa á árunum 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum, hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum, og sterlingspundum. Í ákærunni er því haldið fram að þessir fjármunir hafi verið ávinningur refsiverðra brota, þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíusi hafði hlotnast nokkrum árum fyrr, en ekki talið fram til skatts, og því ekki greitt tekjuskatt og útsvar af í samræmi við ákvæði skattalaga, ásamt vöxtum af því fé. Á Júlíus að hafa ráðstafað umræddum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi hjá UBS banka inn á bankareikning hjá bankanum Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation, en réttahafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill, eiginkona hans og börn. Er fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, það er skattar sem Júlíus á að hafa komið sér undan við að greiða og vextir af því fé, áætluð á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Krefst embætti Héraðssaksóknara þess að Júlíus verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákærunni er Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað og því ekki hægt að segja með fullkominni vissu hver ávinningurinn var þar sem hlutfall tekjuskatts og útsvars af tekjustofni var breytilegt á árunum fyrir 2006. Ávinningurinn sem er ákært fyrir þvætti á, á að hafa komið til vegna skattalagabrota Júlíusar á gjaldárinu 2006 eða fyrir þann tíma. Á Júlíus að hafa aflað þeirra tekna árið 2005 eða fyrr en ekki talið þær fram til skatts. Er hann því sagður hafa með því gerst sekur um refsivert brot gegn skattalögum þar sem hann kom sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar af umræddum tekjum sínum, sem var samanlagt á árunum fyrir 2006 allt að 38 til 39 prósent af tekjuskattsstofni. Eru umrædd skattalagabrot sögð fyrnd en að það breyti ekki þeirri staðreynd að sá hluti fjármunanna sem greiða hefði átt í tekjuskatt og útsvar og sá ávinningur sem hann hefur haft af þeim síðar, svo sem vaxtatekjur og gengishagnaður, sé andlag peningaþvættisbrots Júlíusar, sem er ákært fyrir, þar sem umrætt fé sé ávinningur af skattalagabrotum Júlíusar sem voru refsiverð þegar þau voru framin.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54
Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00
Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50